7.11.2021 | 13:55
Er það ekki sama og sagt var fyrir sex mánuðum?
Ég man ekki betur en fyrir hálfu ári var sagt að bólusetningin væri leiðin úr faraldrinum en nú þarf allt í einu að bæta við skammti. Hvað ef það virkar ekki og þessi örfáu sem hafa smitast veða allt í einu mjög margir?
Þórólfur talar um á Bylgjunni að ráðamenn eigi að vera sammála honum en ekki tala í aðra átt, það sé svo ábyrgðalaust. Hvar er ábyrgð hans? Á sex mánuðum er hann farinn að endurtaka sig með sömu rullunni. Get ekki alveg séð að það sé mjög ábyrgt.
Þórólfur féll auðvitað á prófinu í krísustjórnun um síðusta sumar. Það að halda að gera sama hlutinn aftur og aftur leiði til nýrrar niðurstöðu er kolrangt. Það er kominn tími á nýja nálgun eins og að stækka gjörgæslu og rými fyrir þá sem þurfa.
Þessi vælandi úlfur í hálfan mánuð á ekki að ráða hvernig einstaklingar haga sínum málum. Hann hefur engan rétt til þess né er að koma okkur út úr þessu. Hvað með að veiran átti að veikjast með tímanum? Af hverju heyrum við ekkert um það? Alltaf ný og ný afbrigiði sem eiga að vera svo hættuleg. Samt veikist fólk minna og er styttra á sp+tala. Einmitt rímar vel við að veiran veikist.
Næstu skref Þolórlfs hlýtur að vera að fara leiðina í Hollandi að þurfa sýna bólusetningarpassa við öll tækifæri og jafnvel umræða um að þurfi í matvörubúðir. Hvar eru mannréttindasamtök? Eighum við bara að samþykkja að lágmarks mannréttindi séu brotin í sífellu? Er næsta skref að banna óbólusettum að fara út?
Nei Þórólfur, þinn tími er liðinn og aðferðir þínar komnar í öngstræti.
![]() |
Skammtur þrjú gæti verið leiðin út úr faraldrinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.11.2021 | 13:34
Sama gamla tuggan
Nýverið setti Who fram að þyrfti nýjar aðgerðir til að takast á við Covid en hvað er gert hér á landi?
Nákvæmlega sama og áður. Án þess að færð séu nokkur rök fyrir því að þetta virki. Smit fara kannski niður en er það vegna aðgerða eða vegna þess að smit fara niður hvort sem er.
Hvaða vísindalega nálgun er það að gríma í tómri búð hafi einhverja vörn? Eða gegn í stórri verslun þar, tala við engan, né nálægt neinum virki yfir höfuð.
Hvernig væri að fara spyrja þetta fólk hvað hafið þið fyrir ykkur að þetta virki?
Á sama tíma má vísa til tölfræði í USA sem sýnir að smit fara niður hvort sem eru aðgerðir eða engar. Hversu vel upplýst er þetta fólk?
Groundhog day og lélegt upplýsingaflæði er vandamálið og þjóðin skal þjást en almenningur fær ekki að passa sig sjálfur.
Æla!
![]() |
Ólíklegt að aðgerðir skili árangri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.11.2021 | 20:24
Af hverju er gjörgæslan ekki stækkuð?
Nú þegar kemur mikil fjölgun milli daga þá panika margir og vilja loka loka og loka. Sestja upp taugrímur og halda að það hjálpi eitthvað.
Forgangur hlýtur samt að vera að tryggja nægjanlegt sjúkrarými og setja þá aukakostnað í það. Nei ekki á Íslandi þar skal lokað og eyða miljörðum í bætur venga lokanna í stað þess að forgangsraða öðruvísi.
Lokanir duga í skaman tíma en síendurteknar lokanir eða í lengri tíma virka ekki. Því miður þá er það staðreyn sem ég þori að fullyrða um. Mannleg hegðun, jafnvel á stríðstímum, býður ekki upp á endalausar lokanir. Fólk tekur áhættu og þar með minnkar virkni lokanna.
Þórólfur segir að miðað við smit í dag ættu 3 að leggjast inn. Hver fylgir því eftir að sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér. Í annan stað sagði Már að sjúklingar stoppi stutt en Þórólfur minnist ekkert á það. Með því mætti ætla að við séum ekki í sömu sporum og áður varðandi spítlann.
Fækkun sjúkrarúma er vegna styttri legutíma eftir aðgerðir en ættu þá ekki aukarýmin að færast þar sem þeirra er þörf, eins og á bráðamótökuna. Nei þeim er bara hent út. Forgangsröðunin á spítlanum er gersamlega út í hróa og meiri peningur er ekki svarið.
Að lokum mætti fórlk spyrja sig: Af hverju fjölgar smitum í Svíþjóð núna ekki að sama marki og löndum sem loka?
![]() |
Hefur lagt til hertar takmarkanir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)