Af hverju er gjörgæslan ekki stækkuð?

Nú þegar kemur mikil fjölgun milli daga þá panika margir og vilja loka loka og loka. Sestja upp taugrímur og halda að það hjálpi eitthvað.

Forgangur hlýtur samt að vera að tryggja nægjanlegt sjúkrarými og setja þá aukakostnað í það. Nei ekki á Íslandi þar skal lokað og eyða miljörðum í bætur venga lokanna í stað þess að forgangsraða öðruvísi.

Lokanir duga í skaman tíma en síendurteknar lokanir eða í lengri tíma virka ekki. Því miður þá er það staðreyn sem ég þori að fullyrða um. Mannleg hegðun, jafnvel á stríðstímum, býður ekki upp á endalausar lokanir. Fólk tekur áhættu og þar með minnkar virkni lokanna.

Þórólfur segir að miðað við smit í dag ættu 3 að leggjast inn. Hver fylgir því eftir að sjá hvort hann hafi rétt fyrir sér. Í annan stað sagði Már að sjúklingar stoppi stutt en Þórólfur minnist ekkert á það. Með því mætti ætla að við séum ekki í sömu sporum og áður varðandi spítlann.

Fækkun sjúkrarúma er vegna styttri legutíma eftir aðgerðir en ættu þá ekki aukarýmin að færast þar sem þeirra er þörf, eins og á bráðamótökuna. Nei þeim er bara hent út. Forgangsröðunin á spítlanum er gersamlega út í hróa og meiri peningur er ekki svarið.

Að lokum mætti fórlk spyrja sig: Af hverju fjölgar smitum í Svíþjóð núna ekki að sama marki og löndum sem loka?


mbl.is Hefur lagt til hertar takmarkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband