Útsvarsgreiðendur eru lömb sem á ekki að þjónsusta

Frekar veimitiileg orð í skattaparadísinni á Íslandi. Hins vegar eru orð Dags B. Eggertssonar til þess fallinn að við erum ekki borgarar heldur lömb í hugum borgarfulltrúa:

„Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ Tekið af visi.is

Fyrir utan hina venjulega taktík að gera lítið úr gagnrýni á sín verk og ásaka aðra um ódýrar brellur þá hefur maðurinn afar lítinn skilning á þjónustuhlutverki borgarinnar. Orð hans vísa til að íbúar borgarinar séu einungis greiðendur útsvars en ekki fólk sem á að þjónusta.

Meira segja stjórnarandstæðan heldur að þetta sé umhverfisvænna að bílaeigendur keyril lengri vegalengdir til að taka eldsneyti. Fávitahátturinn verður ekki meiri.

Því miður eru borgarfulltrúar (og margar sveitastjórnir) ekki að þjónusta útsvarsgreiðendur heldur að leita að lömbum til slátrunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Skoðum þetta dæmi betur.

Til þess að borga útsvar þurfa íbúarnir að hafa tekjur einhversstaðar annarsstaðar frá en frá borginni.

Það þýðir að íbúar í þessum hverfum þurfa að vera í alvöru vinnu.  Ég meina: ef þetta verða bæjarstarfsmenn, þá eru peningar bara að fara úr hægri vara í þann visntri með viðkomu í rassvasanum.  Ef þetta verða öryrkjar: sama.

Vinnandi fólk nennir ekki elngur að búa í RkV, en fer frekar til Selfoss.  Eða bara í Hafnarfjörð.  Það er útsvarið, það er þjónustan, það eru bílastæðin...

Með það í huga er ekkert víst að það verði neitt útsvar.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.5.2024 kl. 18:12

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þú neglir alveg hversu mikið rop þessi röksemdafærsla Dags er Ásgrímur.

Rúnar Már Bragason, 5.5.2024 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og einum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband