5.2.2022 | 13:07
Frelsið og málábyrgð
Heyrði í fyrsta sinn þetta orð í vikunni þegar Arnar Eggert sagði að Joe Rogen þyrfti að sýna málábyrgð eftir hlaðvarpsþátt sinn. Skrýtið orð frá manni sem sérhæfði félagsfræði gráðu sína í poppmenningu þar sem oft fer lítið fyrir málábyrgð.
Enn skrýtnara við þetta Neil Young dæmi er að þetta voru hippar sem kröfðust frelsis til að tjá sig að vild en það virðist ekki ná yfir hvað sem er.
Í gær gerðist svo enn skrýtnara í öllum þessum málum. GoFundMe lagði til að féið sem Trucker Convoy í Kanada hefði safnað yrði lagt inn á önnur félög. Þetta var lagt til án samráðs við þá sem voru að safna! Sterk viðbrögð við þessari hugmynd varð til þess að þeir féllu frá hugmyndinni en þarna eru þeir augljóslega að grafa gröf sína. Þetta heitir nú á almannamáli þjófnaður og það af verstu gerð. Hver er málábyrgð GoFundMe? Kannski Arnar Eggert geti svarað því.
Frelsið er yndislegt söng Ný dönsk um árið en ófrelsið virðist viðunandi fyrir suma og sér í lagi þá sem hafa hátt í fjölmiðlum og meginstraumsfjölmiðlar. Á minni lífsæfi hef ég ekki kynnst takmörkunum, frekar að erfiðara er að framkvæma hlutina t.d. ferði til útlanda. Svo virðist sem að hópur fólks líði vel í þessu takmarkandi frelsi til að framkvæma hluti. Kannski nær þessi hópur að einbeita sér betur án alls áreitis sem lífið býður upp á en að það eigi að vera á kostnað allra hinna er fáránlegt.
Frelsi fylgir ábyrgð og þessum hóp væri nær í lagi að læra um ábyrgð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2022 | 18:34
Oftúlkun niðurstaðna hversu margir veikjast
Það er alveg ótrúlegt að lesa þessa frétt og þá túlkun sem er borin upp.
"Miðað við þetta segir sóttvarnalæknir að ætla megi að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en hafi greinst með PCR-prófi. Með sömu útreikningum og að því gefnu að um 1.500 manns smitist á hverjum degi þá má ætla að um 80% landsmanni hafi öðlast gott ónæmi gegn COVID-19 síðari hluta mars mánaðar, segir jafnframt í pistlinum."
Í dag hafa um 70 þús manns smitast. Samkvæmt rannsókninni þá höfðu um 20% smitast um áramótiin. Með þessum upplýsingum þá gefur hann sér að 140 þús hafi smitast núna og með 1500 smitum á dag þá eru það um 45000 fyrir febrúar eða 90 þús plús 140 þús sem eru 230 þús manns sem er ca 63% landsmanna. Hvernig fær hann þá út 80% miðað við 1500 smit á dag?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn fer rangt með tölur og gefur sér fáránlegar forsendur fyrir þeim. Hvað segir að það verði 1500 smit á dag allan febrúar? Voru 1500 smit á dag í janúar?
Gersamlega galin túlkun.
![]() |
20% sýkt í byrjun árs og stefnir í 80% í lok mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2022 | 13:07
Hrópandi þögnin um annað en smit og veikindi en hvað með mótmæli?
Þrátt fyrir afléttingar á norðurlöndunum og Englandi þá hafa það ekki verið stórar fyrirsagnir. Hlest fréttir sem detta fljótt af opnunarsíðu. Það sama á við um mótmæli bílstjóra í Kanada, það varla sést neitt um þetta í íslenskum fjölmiðlum.
Ekki skánar það að í gær sagði John Hopkins háskólinn frá rannsókn þar sem niðurstaðan var að forðast skuli þær aðgerðir sem farið var í faraldrinum, þær skili engum sjáanlegum árangri. Niðurstaðan kom mér ekki á óvart enda alltaf talað gegn þessum aðgerðum því þær væru ekki í anda fræðanna.
Umræðan um Rogan og Neil Young fer seint í bækurnar sem vitræn umræða þar sem einn krafðist en fékk ekki og klappstýrurnar tala meðal annars um málábyrgð (sem þó þarf ekki þegar talað er um loftslagsmál).
Nú þegar Bergþór kemur fram og óskar eftir algerri afléttingu þá er viljinn til að fara hægt út af smit gætu (já gætu en ekki víst að gerist) aukist svo hratt.
Hvert hænuskref er skref fram á við en hvað með öll hin heimsku risaskrefin sem ekki er búið að taka til baka. Hvað með óþarfa grímuskyldu í verslunum? Hvað með opnunartíma veitingastaða og bara? Hvað með fjöldatakmarkanir?
Þegar greind eru um 1400 á dag en fækkar á spítala þá er forsendur algerlega brostnar. Fyrir utan það að þessar aðgerðir virka ekki, eins og rannsóknir sýna og fjöldi smita.
![]() |
Hart tekist á um afléttingar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2022 | 10:25
Afléttingarbylgja norðurlandanna
Aflétting sóttvarna á öllum norðurlöndum er hafin og það með látum. Hins vegar situr Ísland eftir því sóttvarnarlæknir vill fara varlega. Hvað hann hefur fyrir sér er mjög erfitt að sjá því núna síðustu vikur hafa verið fréttir um smit á hjúkrunarheimilum, hópur í mestri áhættu, en aðeins eitt dauðsfall verið tilkynnt af þeim hóp. Flestir finna lítið fyrir þessu af hópnum og veikjast lítið. Alveg eins og allir hinir.
Það eru engin rök fyrir frekari sóttvörnum á Íslandi.
Svo bætist svona frétt við:
https://www.wndnewscenter.org/massive-johns-hopkins-study-lockdowns-masks-closures-did-not-reduce-death/
Lokanir, grímur og allar þessar aðgerðir ætti að forðast eins og hægt er skv. stórri rannsókn John Hopkins háskólans.
Enn vill Þórólfur halda í þetta!
![]() |
Norðmenn aflétta öllum takmörkunum í febrúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2022 | 15:29
Tilfinningatölfræði
Í faraldrinum, eftir fyrstu bylgju, er búið að nota tilfinningatölfræði þe. tölfræði sem byggir á öðru en faraldsfræðum. Hún byggir á tilfinningum um að eitthvað gerist en segir ekki sannleikann. Þegar gert er spálíkan þá hefur það lítið gildi almenning en meira gildi fyrir t.d. spítalann að sjá hvernig megi vinna úr ástandi. Þar til á þessu ári unnu þeir alltaf út frá svörtsýnustu spá og breyttu seint um aðferð þótt færi eftir betri spá. Almenningur hefur lítið við þessar upplýsingar að gera en hvers vegna þá að sýna þeim þetta stöðugt?
Annað í tilfinningatölfræði er nýlegt dæmi um Spotify. Þegar Neil Young dregur tónlist sína af miðluninni. Í viðtali í Morgunblaðinu í morgun segir einn að hann sjái marga fara af Spotify og því til vitnunar vísar hann á facebook aðgang sinn. Þarna er önnur hlið tilfinningaraka að þótt aðilar í kringum þig virðist gera eitthvað þá segir það ekkert endilega til um hvað allir hinir gera.
Tilfinningatölfræði er nátengd tilfinnga rökræðu því hún byggir meira á eigin áliti heldur en staðreyndum. Virkur í athugasemdum grípa oft til þessara ráða og svo þegar fólk setur fram tengla á efni þá gera þeir lítið úr efninu. Bæði er hentugt tæki til að reyna að stjórna öðrum en hefur því miður lítið með sannleikann að gera.
Gott dæmi um það er breyting á tölfræði á covid.is um áramótin. Þegar einhverjir tóku sig til og fóru að reikna þá frestuðu þeir framsetningu og breyttu myndum svo erfiðara væri að lesa þetta. Allt gert til að tilfinningatölfræðin fengi að njóta sín en ekki staðreyndir.
Munum það að þetta þýðir ekki að tölurnar séu rangar heldur hvernig þær eru settar fram og notaðar. Dæmi um það er hvernig aukverkanir og andlát af völdum bóluefna er haldið til baka miðað við fjölda smita og fólk sem deyr eftir að hafa fengið covid-19 (jafnvel 2 mánuðum eftir smit eru samt taldi hafa dáið úr covid).
Það væri óskandi að sóttvarnaryfirvöld komi sér úr tilfinningatölfræðinni.
![]() |
Minna álag í kjölfar breytinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)