Hrópandi þögnin um annað en smit og veikindi en hvað með mótmæli?

Þrátt fyrir afléttingar á norðurlöndunum og Englandi þá hafa það ekki verið stórar fyrirsagnir. Hlest fréttir sem detta fljótt af opnunarsíðu. Það sama á við um mótmæli bílstjóra í Kanada, það varla sést neitt um þetta í íslenskum fjölmiðlum.

Ekki skánar það að í gær sagði John Hopkins háskólinn frá rannsókn þar sem niðurstaðan var að forðast skuli þær aðgerðir sem farið var í faraldrinum, þær skili engum sjáanlegum árangri. Niðurstaðan kom mér ekki á óvart enda alltaf talað gegn þessum aðgerðum því þær væru ekki í anda fræðanna.

Umræðan um Rogan og Neil Young fer seint í bækurnar sem vitræn umræða þar sem einn krafðist en fékk ekki og klappstýrurnar tala meðal annars um málábyrgð (sem þó þarf ekki þegar talað er um loftslagsmál).

Nú þegar Bergþór kemur fram og óskar eftir algerri afléttingu þá er viljinn til að fara hægt út af smit gætu (já gætu en ekki víst að gerist) aukist svo hratt.

Hvert hænuskref er skref fram á við en hvað með öll hin heimsku risaskrefin sem ekki er búið að taka til baka. Hvað með óþarfa grímuskyldu í verslunum? Hvað með opnunartíma veitingastaða og bara? Hvað með fjöldatakmarkanir?

Þegar greind eru um 1400 á dag en fækkar á spítala þá er forsendur algerlega brostnar. Fyrir utan það að þessar aðgerðir virka ekki, eins og rannsóknir sýna og fjöldi smita.

 


mbl.is Hart tekist á um afléttingar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband