Borgarbullið

Það virðist engann enda taka þetta borgarbull. Sem betur fer bý ég ekki í borginni en samt skal þröngva borgarlínu á mitt íbúðarsvæði.

Í morgun var fenginn samgöngufræðingur til að skrifa í Moggann og sá hafði þvílíka lofrullu um borgarlínu en samt sem áður yfirsást margt (svipað og meirihlutinn í Reykjavík).

1. Þetta er í góðri samþykkt borgar- og bæjarfulltrúa á höfuðborgasvæðinu. Getur verið að þeir hafi beygt sig en báru það aldrei undir kjósendur (svipað og þessar með þessar hægingar).

2. Gerir ráð fyrir að með léttvögnum verði ferðir ekki auknar svipað og með borgarlínu. Furðuleg röksemd og í engu samræmi við hugmyndir um borgarlínu. Ef léttvagnar er valkostur þá hlýtur sá sem setur fram að hugsa á sömu forsendur og borgarlínu.

3. Af hverju er alltaf verið að gera ráð fyrir að allir séu að fara í 101 rvk. Þessi forsenda er fyrir hendi í dag og ein af ástæðum hvers vegna fáir vilja nota vagnana. Þeir sinna svo illa þeirri leið sem fólk er að fara.

4. Ein rökin voru að notendur hafi ekki verið spurðir og ég spyr á móti: Hvenær voru notendur spurðir um borgarlínu?

5. Af hverju skoðar enginn hvernig íbúar Árósa hafa geta notað strætó, með góðum árangri. Þar búa samt fleiri íbúar en á Íslandi.

 

Þetta borgarbull sem smitar út frá sér um höfuðborgasvæðið er eitthvað sem kominn er tími á að linni. Það á að fara vel með peninga skattborgaranna.


mbl.is Koma fólki úr bílum með góðu eða illu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver mælir áhrifin af aðgerðum.

Þetta er svona týpískt plan þar sem á að vernda íbúa sem þurfa ekki vernd. Sé hönnunin rétt í upphafi þá eru 50 km hraði ekki mikill. Til að mynda, sem þessi meirihluti sækir hugmyndir, í Hollandi þá gera þeir göngubrýr. Ekkert slíkt er í hugmyndum þessa meirihluta.

Hins vegar er það hinn hlutinn. Gengið er út frá að minnka mengun og hver ætlar að mæla það? Það er ekki hlutlaust að mæla sjálfan sig og hver ætlar þá að meta útkomuna?

Tökum dæmi um alranga hönnun. I Grafarvogi meðfram sjónum eru 1 undirgöng. Af hverju voru ekki sett 3-4 undirgöng þegar þetta var hannað? Svona er þetta allt í Grafarvoginum að í stað þess að hanna til framtíðar er hent í götur en ekki hugsað málið til enda.

Hvort að almenn sátt sé um þetta á eftir að koma í ljós en miðað við hvað íbúar Reykjavíkur láta yfir sig ganga þá líklega fær þetta að standa alltof lengi. Í stað þess að kynna þetta kjósendum fyrir kosningar þá er svona hlutum hent inn á miðju tímabili. Næsti meirihluti gæti hent því en þvílík sóun á almannafé ef almenn sátt er ekki til staðar.


mbl.is Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rökin standast ekki.

Þegar skoðað er að umfang nagladekkja hefur snarminnkað undanfarin ár þá halda þessi rök engu vatni. Veit ekki nákvæmt hlutfall nagladekkja en sé það komið niður í 25% þá skiptir hraðinn engu máli til að minnka svifrykið. Hins vegar gera stöðug þrif það.

Sem íbúi á Nýbýlavegi þá fann ég mun um daginn þegar gatan var sópuð en ekki hvort bílar voru á nagladekkjum.

Grænt plan fæst með þrifnaði ekki rökum úr afturendanum.


mbl.is Borgarstjóri boðar lækkanir á hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband