Hver mælir áhrifin af aðgerðum.

Þetta er svona týpískt plan þar sem á að vernda íbúa sem þurfa ekki vernd. Sé hönnunin rétt í upphafi þá eru 50 km hraði ekki mikill. Til að mynda, sem þessi meirihluti sækir hugmyndir, í Hollandi þá gera þeir göngubrýr. Ekkert slíkt er í hugmyndum þessa meirihluta.

Hins vegar er það hinn hlutinn. Gengið er út frá að minnka mengun og hver ætlar að mæla það? Það er ekki hlutlaust að mæla sjálfan sig og hver ætlar þá að meta útkomuna?

Tökum dæmi um alranga hönnun. I Grafarvogi meðfram sjónum eru 1 undirgöng. Af hverju voru ekki sett 3-4 undirgöng þegar þetta var hannað? Svona er þetta allt í Grafarvoginum að í stað þess að hanna til framtíðar er hent í götur en ekki hugsað málið til enda.

Hvort að almenn sátt sé um þetta á eftir að koma í ljós en miðað við hvað íbúar Reykjavíkur láta yfir sig ganga þá líklega fær þetta að standa alltof lengi. Í stað þess að kynna þetta kjósendum fyrir kosningar þá er svona hlutum hent inn á miðju tímabili. Næsti meirihluti gæti hent því en þvílík sóun á almannafé ef almenn sátt er ekki til staðar.


mbl.is Hraðalækkun samþykkt og fyrstu 40-göturnar í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband