Hitavá sem allt í einu verður loftlagsvá

Í raun segir það allt sem segja þarf um loftlagsvá. HúÅ„ hefur ekki verið til áður þótt sambæirlegur hiti hafi átt sér stað. Hvers vegna ekki. Jú vegna þess að það er engin loftlagsvá eins og haldið er fram.

Skógareldar hafa alltaf fylgt mannkyninu. Meira segja frumbyggjar Ástralíu gerðu sérstaklega í því að brenna skógana til að efla gróðurinn. Það nefnilega vantar alveg í þessa óttafrétt um loftlagsvá að gróðurinn vex aftur og í raun betri.

Aukning skógarelda er því ofsögum sogð og á sér að mestu tengingu að vera nærri byggð. Það er byggt of nálgæt skóglendi en auðvitað þarf ekkert að vera minnast á slíkt í fréttinni. Í annan stað er grisjun skóganna oft ábótavant sem eykur enn frekar eldsmatinn þegar þurrkur á sér stað en auðvitað kemur það ekkert fram því þá er engin loftlagsvá.

Svona að lokum smá spádómur fyrir loftlagsóttalinga að eftir 10 ár mun ekki nokkur maður tala um loftlagsvá.


mbl.is „Þessar hitabylgjur verða alltaf tíðari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósannfærandi söluræða

Eitt af því sem talað var um í upphafi Covid-19 var að þetta gæti orðið eins og flensa sem væri stöðugt að koma upp. Það virðist vera að raungerast en eftir stendur spurningin um hversu hættuleg er veiran í dag?

Þórólfur vill meina að hún sé svo hættuleg fyrir 60+ að þeir þurfi í fjórðu sprautuna en hún líklega virki ekki lengur en 3 mánuði. Er ekki betur heima setið.

Fyrst áttu sprauturnar að duga lífævina, síðan í nokkur ár, eitt ár, hálft ár og nú 3 mánuði. Til vara er haldið úti að eigi að verja vondum veikindum.

Hvernig getur nokkuð maður lengur trúað því að þessar sprautur séu að gera eitthvert gagn?

Er ekki kominn tími á lækningar?


mbl.is Endursmitum hérlendis hefur fjölgað verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband