13.9.2024 | 11:15
Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?
Nú fer utanríkisráðherra aftur fram með bókun 35 að það sé svo nauðsynlegt að ná henni í gegn. Björn Bjarnason er helsti styrktaraðili hennar í ritheiminum og vill meina að þetta snúist um rétt Íslendinga í Evrópu varðandi samninginn. Með 3. gr í samningnum er ekki nógu afgerandi sett fram hvaða reglur gilda og því hafi íslenskir dómstólar sett íslensk lög framar þegar upp hafa komið vafaatriðið.
Fann grein á netinu síðan 2022 þar sem sami málatilbúningi er haldið uppi og segja má að Björn Bjarnason sé að nota þá grein sem leiðarljós. Þar er líka verið að amast yfir að Íslendingar samþykki ekki þegjandi og hljóðalaust allt sem kemur frá ESB varðandi EES samninginn. Ein rökin varðandi sama rétt er að Spánverji eigi að njóta sama rétta og Hollendingur stofni hann fyrirtæki í Hollandi. Bæði löndin eru í ESB svo að þessi rök eru ansi þunn hvað varðar EES samninginn.
Ekki er ég lagalærður en sé samt ekki enn hvers vegna þurfum bókun 35 nema vegna þess að eftirlitsstofnun skammaði þjóðina fyrir að setja sín lög framar.
Að lokum er ósvöruðu spurningunni: Hafa norðmenn samþykkt bókun 35 við EES samninginn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.9.2024 | 10:31
Loksins skynsemistal um borgarlínu
Það er ekkert nýtt að Seltjarnarnes hafi sett fyrirvara við borgarlínu enda lítið sem sveitafélagið fær út úr þeirri línu. Formaður bæjarráðs sveitafélagsins fer samt með rétt mál og bendir á loforðaflaumur sem stenst í raun enga skoðun.
Þarna á að æða áfram, líkt og í fyrri sáttmála, án þess að fjármögnun sé til staðar og hvða þá að áætlanir geri ráð fyrir meiri kostnaði. Þetta stenst enga almennilega fjármálaætlun enda verður að setja upp sviðsmyndir. Hvað ef kostnaður eykst verulega, lítillega umfram áætlun. Hvernig fjármögnum við dæmið?
Þessu er algerlega ósvarað og jafnvel án sviðsmynda er dæmið algerlega vanreiknað/ofreiknað varðandi kostnað/tekjur.
Þreytist seint á því að byggja ofan á núverandi kerfi eykur ekki fjölda notenda. Einfaldlega vegna þess að takmarkanir og mikill tími sem fer í notkun farþega. Kerfið er svo letjandi en það vill enginn endurskoða kerfið með það í huga hvernig megi auka nýtingu og fjölga farþegum. Þeir eiga bara að koma að sjálfu sér vegna þess að kerfið á að vera svo gott.
Áratugsrugl um borgarlínu skánar ekki við krot á blað.
![]() |
Óábyrgt að samþykkja samninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2024 | 10:38
Sjáum til lands ef höfnum bókun 35
Eins og venjulega sjáum við til lands í baráttunni við verðbólguna á kostnað almennings. Þeir launalægstu finna mest fyrir þessu meðan hinir efnameiru þurfa eitthvað að draga saman en hefur engin úrslitaáhrif.
Það á að hækka skatta til að ná þessu fram. Auðvitað í nafni einhvers annars en sem raunsætt er, eins og loftlagsmál. Kolefnisgjald skal hækka svo allir þurfi að kaupa sér dýrari bíla og ríkið fái meira í formi virðisauka og annarra gjalda. Enn er fylgt sömu nauðung þótt lítill sé áhuginn enda óraunsætt að rafbílar séu lausnin. Einfaldlega vegna þess að það er ekki til hráefni í heiminum til að rafbíla væða bílaflota heimsins. Auk þess er flest að þessu framleitt með jarðeldsneyti eða rafmagnið búið til með því. Hvernig er þá kolefnisleysi náð?
Bókun 35 er enn verra mál. Að reglur ESB verði rétthærri en íslensk lög er ekkert annað en landráð. Að halda því fram að þeetta hafi lítil áhrif er aleger þvæla. Fyrir það fyrsta þá er ESB í miklum kröggum og viðvarandi lágur hagvöxtur. Til að vinna á því er aukinn miðstýring, fleiri reglugerðir og aukinn kostnaður á fyrirtæki sem aftrar vexti. Alþingismenn halda að þeir séu stimplarar og þurfi ekki að gæta íslenskra hagsmuna. Með bókun 35 þá verða flestir alþingismenn óþarfir því umræður verða óþarfar. Bókunin sér til þess að ESB reglugerðin eða lögin gangi fram fyrir íslensk lög.
Það væri óskandi á alþingismenn ynnu að íslenskum hag.
![]() |
Sjáum til lands í baráttunni við verðbólguna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2024 | 10:51
Huglægt mat, skoðun eða lævís áróður
Meginstraumsfjölmiðlar í dag eru löngu hættir að geta sagt fréttir á hlutlægan hátt. Með tilkomu fjölmiðla á internetinu þá hafa mörkin orðið mun óljósari. Til eru einstaka miðlar sem reyna að fylgja hlutlægri stefnu en þeir eru fáir.
Íslenskir fjölmiðlar eru engin undantekning og lævís áróðurinn spillist út á hverjum degi frá öllum fjölmiðlum í mismiklum mæli. Visir.is hefur ágerst í áróðri á þessu ári og sjá má t.d. þessa frétt sem dæmi um slíkt. Þar er fenginn stjórnmálafræðingur til að fjalla um stefnu hóps og tengdur við forsetaefni án sjáanlegrar tengingar. Þetta er auðvitað áróður enda notar hún orðin:
Ég held að það sé alveg ástæða til að hafa áhyggjur
Þá spyr maður sig afhverju þarf íslensk kona að hafa áhyggjur af einhverju sem gerist í Bandaríkjunum. Það er ekki eins og stefnan sé tekin upp hér á sama hátt. Þótt konan sé á móti ákveðnu forsetaefni þá breytir það litlu fyrir Íslendinga, þótt margir haldi öðru fram.
Svona virkar nefnilega áróðurinn því við eigum að halda ákveðinni stefnu þrátt fyrir að forseti í öðru landi ráði ekki beint um stefnu hérlendis.
Annað gott dæmi um áróður eru vindmylluorkuverin. Kalla þetta lund og halda fram að sé góð leið til að afla orku. Ekkert fjallað um vankantana s.s. eyðileggingu lands eða að viðskiptamódel sem er með stuttan líftíma. Hvað þá að fjalla um mengun af þessu. Það er amast yfir bakslagi og frestun (sem ég vona að sé að eilífu).
Var nýverið í Hollandi þar sem vindmyllur eru úti um allar trissur. Flestar inni í landi eru litlar og standa yfirleitt fáar saman á landi. Þær sjást samt vel úr fjarlægð. Hins vegar hafa þeir einnig gert vindmylluorkuver við ströndina sem blasir við í lendingu á flugvellinum. Síðustu 3 ár sem ég hef flogið þangað þá er einn klasinn algerlega óvirkur í hvert sinn og maður spyr sig hvers vegna var það sett upp ef það er ekki notað?
Í síðustu ferð þá fór ég á ströndina í Den Hag sem er margra kílómetra löng strönd. Mikið notuð og fjölmenni á sólardögum. Þar fyrir utan blasir við í fjarlægð einn vindorkuver klasinn. Myndi frekar vilja sjá sjóndeildarhringinn en spaða snúast í fjarlægð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2024 | 12:29
Fórnarkostnaður við að búa í úthverfi
Það fór voða mikið fyrir brjóstið á visi.is og Erlendi sem titlaður er reiknifræðingur að FÍB skyldi voga sér að halda fram að einkabílinn flytji fleiri en 50 manna strætó sem fer á 10 mínútna fresti. FÍB skaut sig aðeins í fótinn með röngum útreikningum en í grunninn var samt ekki farið með rangt mál.
Viðbrögðin eru full mikil við frekar saklausri færslu og algerlega staðhæft að borgarlína sé svarið. Erlendur segist búa í Kópavogi og í úthverfi sem líklegast verður að teljast til Vatnsendahverfisins. Smárinn í Kópavogi er jú miðja höfuðborgasvæðisins svo að varla telst það úthverfi.
Hins vegar telja borgarlínu sérfræðingar að miðja höfuðborgasvæðisins liggi í 101 nærri höfn Reykjavíkur. Það er í lagi að mótmæla útreikningum en það þarf líka að geta komið með sannfærandi rökstuðning sem var alls ekki gert í þessu tilviki. Einungis staðhæft að borgarlína sé lausnin.
Því miður er þetta alltof algengt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Það á að kaffæra umræðuna með því að slá all verulega út þann sem leyfði sér að segja eitthvað, eins og í þessu tilviki að strætólausnin þurfi betri yfirvegun.
Röngusnúningurinn um borgarlínu og það sé í lagi að eyða 150 miljörðum í þessa vitleysu þarf bara allsherjar endurskoðun því hún mun ekki leysa neinn vanda. Aðal grunn vandamálið er ekki leyst - hvert er fólk að fara?
Að halda því fram að allir séu að fara í 101 Reykjavík er svo mikið bull. Lítið bara á hversu mikil umferðin er þar á kvöldin. Er hún eitthvað meiri en mætti telja til við Smárann?
Svo að lokum fyrir Erlend, ef hann býr í hvörfunum upp á Vatnsenda, þá mun borgarlína ekki leysa neitt fyrir þá íbúa.
E.S. við gætum líka rætt um valkostinn við að eiga bíl og nota almenningssamgöngur. Margir gera þetta í útlöndum en þar miða líka almenningssamgöngur við að koma þér í vinnu eða skóla, og á milli ólíkra hverfa en ekki bara í eitt hverfi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2024 | 15:26
Borgarlínubruðl ruglið
Auðvitað er það með ólíkindum að fresta eigi enn lengur mikilvægum mislægum gatnamótum og að kalla þetta plagg eitthvað viturlegt er algert rangnefni.
Allt ruglið í kringum borgarlínu (strætó á sterum) er sett þarna inn án þess að gera neitt til að laga strætókerfið.
Þegar skoðuð eru lönd eins í evrópu þá er algengt að fólk eigi bíl, sér í lagi í úthverfum. Það notar kannski almenningssamgöngur daglega en vill eiga bílinn. Þar eru líka hraðleiðir sem koma þér nærri áfangastað.
Slíkt á ekkert við um borgarlínu því hún er ekkert að fara þangað sem fólk kemur frá og stefnir að fara. Einfaldlega vegna þess að kerfið sem er notað er svo lélegt að það er ómögulegt fyrir fólk að fara á milli hverfa. Eina hraðleiðin er í 101 Reykjavík eins og allir séu að sækja þangað. Borgarlína heldur áfram því bulli.
Útlendingar sjá þetta öðruvísi:
1. Af hverju eru svona stórir vagnar að fara alla daginn þar sem fáir notendur eru?
2. Hvers vegna tekur svona langan tíma að fara á milli hverfa (annað en 101)?
3. Hvers vegna fara hraðleiðir svona langar leiðir?
4. Hvers vegna er ekki hringkerfi á höfuðborgasvæðinu?
Með því að blanda betur saman hraðleiðum og auka minni vagna við úthverfi væri hægt að gera betra kerfi.
Þessi sáttmáli tekur engan veginn á þeirri lausn heldur vill bruðla peningum í það að allir vilji fara í 101 Reykjavík.
Eigum við ekki að gera kröfu um að nota peningana betur og á skynsamari hátt?
![]() |
Einari heitt í hamsi á borgarstjórnarfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2024 | 00:19
Verður staðið við samgöngusáttmálann?
Líklegasta svarið er bara alls ekki. Minnumst þess að fyrir 5 árum var skrifað undir plagg voru skráð 17 atriði þar sem talað var um umferð og borgarlínu. Af þeim áttu 10 að ljúka 2024. Efndirnar hafa verið 3 lokið og einn í vinnslu sem klárast á næsta ári.
Fyrir það fyrsta þá er enginn peningur til fyrir þessu og forgangsröðunin er röng (fengu skammir fyrir það). Af þessum 10 atriðum sem áttu að ljúka 2024 þá voru 3 tengd borgarlínu en það hefur nákvæmlega ekkert gerst þar. Hvernig ætli efndir verði við þetta samkomulag?
Flestir formenn lofa samkomulagið enda flestir formenn vilhallir að hækka endalaust skatta (það eru jú tekjur, ekki satt?). Af þessum formönnum þá talar enginn um endurbætur á strætókerfinu. Borgarlínuhugmyndin á að hafa leyst málið sem er bara kolrangt.
Hvernig væri að endurskipuleggja strætókerfið alveg frá grunni sem miðar að höfuðborgasvæðið sé eitt svæði þar sem miðdepilinn er nærri Smáralind. Þá loks væri hægt að tala um eitthvað kerfi sem myndi skila árangri. Önnur leið er að gera hringkerfi og miða við hraðbrautir en sleppa að fara of mikið inn á þrengri svæði. Minni vagnar myndu sjá um það. Við hraðbrautir væri hægt að nota stærri vagna. Alltof oft sé ég stóra vagna keyra inn í hverfi og þeir kannski fyllast 1x á ári en þeim mun oftar kannski með 20% nýtingu. Hvernig væri að nota peningin til að breyta samsetningu flotans til samræmis við notkun?
Að lokum hvernig væri að troða því úr hausnum á sér að notendur strætó hafi svo rosalegan áhuga á að fara í 101 Reykjavík. Þessi áhugi er bara alls ekki til staðar og því mun strætókerfið aldrei ná góðri skilvirkni meðan sú hugmynd ræður öllu.
![]() |
Þetta segja forystumenn í flokkunum um sáttmálann: |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2024 | 16:41
Fjáraustur fáránleikans með borgarlínu
Nú þegar borgarlínuverkefnið hefur ekki klárað einn hluta né komið neinu afgerandi af stað í þessu verkefni þá hefur verkifnið samt tvöfaldast í áætlunum. Hvernig er hægt að réttlæta svona vitleysu? Ekki með brosi á við lítið borð heldur með því að framkvæma eitthvað að viti.
Almenningssamgöngur á höfuðborgasvæðinu batna nákvæmlega ekkert við borgarlínu. Enn verður sömu vandræði að komast úr úthverfum og gáfnaljósin brosandi vita ekkert hvernig á að leysa það mál.
Bent hefur verið á þá lausn að nota forgangskerfi sem myndi spara örugglega helming af þessari upphæð. Nei það má ekki ræða því hugmyndin kom ekki frá brosandi gáfnaljósum. Önnur leið sem myndi styrkja kerfið er að búa til hringkerfi og nota hraðbrautirnar tvær í vestri og eystri hluta til að mynda hringinn. Gæti síðan farið upp Breiðholtsbraut til að ná stærra svæði. Allt annað yrðu úthverfi, þe. fólk tæki annan vagn, sem kemur fólki nærri heimilum þess. Þannig gæti svokölluð borgarlína virkað en nei gáfnaljósin brosandi sjá ekki lengra en myndavélin.
Til að bæta enn betur úr skömminni þá á auðvitað að láta ríkið greiða megnið af kostnaðinum og þá fær 1/3 landsmanna að borga fyrir eitthvað sem það notar líklega aldrei, og gáfnaljósin brosandi gleðjast enn meir. Þvílík sóun á skattféi er erfitt að finna.
![]() |
Umferðagjöld lögð á eftir fimm ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2024 | 00:09
Að berjast við niðrandi fátækt í boði stjórnvalda
Óeirðirnar á Manchestersvæðinu eru mikið tengdar fréttum um innflytjendur enda virðast margir mótmæla því. Mér verður samt hugsað til mótmæla sem áttu sér stað í Los Angeles 1992. Þær byrjuðu með dauða manns af völdum lögreglu og í kjölfarið fylgdu óeirðir í marga daga.
Þessar óeirðir byrja einmitt með morðum á saklausum börnum þar sem fylgt er eftir með óánægju með innflytjendur.
Það sem þessi mótmæli eiga sameiginlegt er að mikil fátækt er á svæðinu og ákveðinn hópur finnst hann illa leikinn af stjórnvöldum. Fólk sem lifir við sult og sára neyð án þess að fá almennilega aðstoð. Síðan er hægt að taka inn fólk í landið, borga húsnæði og mat og jafnvel vasapening. Þetta fólk, sem kallað er hælisleitendur, hefur það á vissan hátt betra en íbúar landsins vegna þess að það fær meiri aðstoð.
Óánægjan snýst einmitt um af hverju fær þetta fólk svona mikla aðstoð en við látin út undan með litla og lélega aðstoð, jafnvel þrátt fyrir að vera í vinnu og borga skatta sem hælisleitendur gera ekki.
Það er ekki hægt að réttlæta ofbeldi en af hverju vilja fjölmiðlar ekki fjalla um þennan vinkil á málinu. Er það vegna þess að það sýnir alþjóðahyggjan fer illa með fólk? Er það vegna þess að stjórnvöld mega ekki líta illa út?
Hver svo sem ástæðan er þá hefur lítið skánað í Los Aangeles, eiginlega versnað til muna, og fólk flýr svæðið ef það getur. Það sama mun gerast á Englandi ef ekki verður tekið á þessu vandamáli.
Vandamálinu að sinna fólkinu sem borgar skattana en finnst því afskipt vegna lélegra aðstoðar við sín mál.
Alþjðoðahyggja mun aldrei sinna slíku.
![]() |
378 óeirðarseggir handteknir í Bretlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2024 | 12:15
Mega ríkisstarfsmenn ekki segja sannleikann?
Þetta svar ríkissaksóknara er nú frekar þunnt og segir frekar að ríkisstarfsmenn eigi að þegja og láta allt yfir sig ganga. Hver getur síðan veitt ríkissaksóknara áminningu um að vernda ekki betur starfsmenn sína?
Auðvitað er svona málatilbúningur út í hött og ekkert sem bannar Helga að tjá sig svona. Hann einungis vitnar í staðreyndir og kemur þeim til skila. Ætlast Sigríður til að svona staðreyndir komi einungis í fréttatilkynningum sem hún sleppir auðvitað að senda út.
Nú er orðið ljóst að hér er ekki verið að hugsa um hag Íslendinga né starfsmanna á vegum þjóðarinnar.
Þeim beri að hlýða kalli þagnarinnar og múlbindingu vanhæfninnar.
![]() |
Segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)