24.11.2023 | 12:27
Óeirðirnar í Dublin sýna vel veikleika í heiminum í dag
Óeirðirnar í Dublin í gær endurspegla vel hversu illa er farið fyrir heiminum í dag og upplýsingaflæði varðandi atburði. Eftir hnífárásina þá breiddist út boð um að árásamaðurinn hafi verið innflytjandi. Við það myndaðist óánægja sem hefur verið að krauma lengi á Írlandi. Þarna brýst út reiði sem reynt er að fela.
Þetta lag lýsir vel hvernig komið er fyrir ungum karlmönnum á Írlandi og hefur söngvarinn lýst því að ekki sé vel gert fyrir unga karlmenn (lagið I love you með Fountain D.C.)
Í þessari stöðu fáum við tvennt sem þarf að takast á við í dag. Ekkert er gefið upp um árásina sem veldur því að slúður kemst á skrið á samfélagsmiðlum. Ekkert ósvipað og þegar hávært fólk fær því framgengt að fjarlægja styttu.
Fjölmiðlar, sem oft eru úti á þekju, virðast heldur ekki vita hvernig þeir eiga að fjalla um þetta. Þeir fá engar leiðbeiningar um það.
Langar líka að nefna hversu illa skrifandi blaðamenn eru. Í frétt á mbl.is um Íslending sem var stattur í borginni þá lítur greinin út eins og hún sé skrifuð af grunnskólanema. Ætla að taka eitt dæmi. Þetta er ekki árás á blaðamann sem er nafngreindur heldur gerist þetta alltof oft á mbl.is. Þótt ég sé ekki best skrifandi þá blöskraði mér algerlega setningin: "...hafa komið við í matvörubúð á leið heim frá því að borða kvöldmat." Satt að segja veit ég ekki hvað það kemur málinu við að þau væru í kvöldmat en að segja: leið heim frá því að borða. Þetta er ekki íslenska, líkast til eitthvað babl. Venjan er að tala um að fara út að borða.
Ef blaðamaður móðgast þá vil ég segja þetta: Íslenska er ævilærdómur og við getum alltaf gert betur.
Því miður eru fjölmiðlar í dag drasl sem virðast ekki lesa yfir efnið og ritstjórn ansi veikluleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2023 | 11:15
Vanhugsaðar fantasíuhugmyndir
Í þessari kynningu á stokk um Sæbraut kemur vel í ljós hversu miklar fantasíur hafa verið í gangi hjá Reykjavíkurborg varðandi stokk. Þeir héldu að þarna væri komið stórkostlegt svar við lóðaskorti (ímynduðum) en vakna upp við að líklega skili þetta fáum lóðum.
Umferðalega er erfitt að sjá að stokkur bæti umferð niður Ártúnsbrekkuna vegna þess hversu þröng innkomann er í stokkinn þegar komið er úr brekkunni. Ekki er gert ráð fyrir þriðju akreininni til þess. Ein ódýr leið úr þrengingum þarna, fyrir utan að taka ljósin við Knarrarvog, er að setja brú fyrir þá sem koma af Breiðholtsbrautinni og yfir þá sem fara niður á Breiðholtsbraut. Þannig minnkar stíflan sem sífellt myndast þar. Hins vegar leyfir Reykjavíkurborg engum að hugsa í lausnum.
Stokkur um Miklubraut er álíka mikil fantasía og vel hægt að bæta öryggi gangandi með göngubrú.
Fantasíur eiga heima í skáldsögum en ekki í stjórnkerfinu.
Miklabraut í stokk eða göng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2023 | 16:22
Tengi vel við þessi skrif um strætó
Held að flestir sem nota strætó og þurfa að taka annan vagn tengi vel við þessar lýsingar í greininni. Ég hélt út í tæp tvö ár en gafst upp þegar mætti á strætóstöð og þurfi að bíða í 40 mínútur eftir vagninum. Hafði af venjulega að bíða í 15 mínútur í Mjóddinni en þegar biðin er komin í klukkustund og það tekur um 1 og hálfa klukkustund að koma sér heim úr vinnu þá er nóg boðið.
Hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun en í staðinn hlustað á dætur mínar harma yfir þssu strætókerfi.
Smáatriðin eru það sem skilgreina kerfið og smáatriðin eru öll í lamasessi hjá strætó. Borgarlína mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Ef ætlunin er að auka veg strætó í samgöngum þá væri fyrsta skref að taka á smáatriðum og koma þeim í lag.
Nokkur dæmi sem hægt væri að byrja á:
- Tengingar milli hverfa þurfa að vera þannig að bið sé ekki meiri en 5 mín eftir næsta vagni
- Greiðslukerfið þarf að virka. Holland hefur virkt kerfi þar sem skannað er inn þegar komið í vagninn og út þegar farið.
- Það þarf að ganga betur að fara í og úr vagni t.d. með að hleypa inn í gegnum allar hurðir.
- Gera almennilega könnun á hvert fólk er að fara og sníða kerfið eftir því
- Hafa ekki svona heitt í vögnunum
- Losna við tröppur þegar gengið inn og út
- Auka vægi tengistöðva
Lausnin er ekki í gegnum borgarlínu heldur flýtileiðum og bæta tengingar í kerfinu. Koma á vögnum sem keyra bara stuttar leiðir í úthverfum. Hætta að gera ráð fyrir að einn vagn sinni úthverfum. Þannig færi bara vagn frá Miðbæ Hafnafjarðar en ekki út á Vellina eins og gerir í dag. Tengistöðvar eru þannig misstórar en ætti að vera við flest hverfi og auðvelda að tengjast öðrum hverfum. Hugmyndir um borgarlínu er svo langt frá þeirri hugmynd.
Alveg sama hvaða óskyhyggju fólk hefur um borgarlínu þá snúast samgöngur um að komast á milli á sem þægilegastan máta. Hvernig væri þá að setja upp þannig mynd og skoða hvort við ráðum við að reka slíkt kerfi. Annars er það bara bílinn.
Ég gafst upp og keypti mér bíl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2023 | 08:48
Forstjóri Betri samgangna blæs alla gagnrýni af borðinu
Nú hefur komið mikil gagnrýni fram um fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. Hönnun þykir of dýr og nú kemur Ellert Már fram og beinir sjónum að hvar gönguhlutinn sé staðsettur á brúnni.
Réttilega bendir hann á að gönguhlutinn austan megin á brúnni leiði til þess að gangandi vegfarandur missa sól og geti ekki séð sólsetrið af sama krafti sé gönguhlutinn vestan meginn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur tekið undir þessa gagnrýni.
Þá kemur hinn mikli, já borgarstjóri, forstjóri Betri samgangna fram á sjónarsviðið. Davíð Þorláksson, forstjórinn, segir að ekki komi til greina að breyta hönnuninni og að hönnunin sé algerlega úthugsuð.
Hvað á maðurinn eiginlega við? Hefur hann ekki betri innsýn í hönnun að besta hönnun er lifandi fyrirbæri sem á sér stað allt fram að lokaútfærslu verks. Þessi hroki opinbers starfsmanns er góð áminning um þörfina að minnka opinber kerfi. Sem opinber starfsmaður ber honum að fara vel með almannafé en hann vill sóa því, eins og enginn sé morgundagurinn, án þess að greiðendur hafi nokkuð um það að segja. Hversu langt er hægt að fara út fyrir valdsvið sitt?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem já borgastjóri blæs á gagnrýni og reynir að upphefja borgarlínu sem frábært fyrirbæri. Á sama tíma heyrist ekki múkk um kostnað við að reka fyrirbæri eða hvað þá að nefna hver eigi að borga.
Að ógleymdu varðandi þessa brú þá liggur ekki enn fyrir hvernig Kópavogur ætlar að útfæra keyrsluleið strætó að brúnni. Hvers eiga börnin gangandi í skólann, garðeigendur og önnur umferð að gjalda?
Þessi brú er stór mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2023 | 13:47
Af hverju strætó þegar getur tekið bíl?
Rakst á skoðun á visi.is þar sem Ragnhildur Katla vill upphefja strætó og hvetja aðra til að nota. Gott mál að hún sýni sína skoðun og þess vegna vil ég setja fram mína skoðun þar sem ég þekki vel að nota strætó áður fyrr en kýs einkabílinn í dag.
Fyrst talar hún um að sé auðveldur kostur, umhverfisvænn og ef fleiri nota þá væri hægt að bæta kerfið. Það má setja spurningamerki við allt þetta og í dag er strætó langt því frá að vera einfaldur kostur, fer vissulega eftir því hvar fólk býr. Í sumum hverfum er algerlega óhæft að taka strætó lengri leið, hvað þá að þurfa að skipta um vagn. Þá er verið að tala um ferðir sem taka ca 10-15 mín með bíl taki 45-60 mín með strætó. Núverandi kerfi er ekki að leysa það og borgarlína er enn fjarlægari að leysa það.
Síðan talar hún um ef fleiri skili bílana eftir heima þá ætti strætó greiðari leið og pípandi reiðir einkabílar minna truflandi. Þrátt fyrir að lenda í umferðateppu hef ég sjaldan orðið var við pípandi reiða bíla. Auk þess þá er þessar teppur yfirleitt frekar tímabundnar og auka oft ekki meira en 10 mín ferðalagið á einkabílnum, sem þýðir að ert enn fljótari en að taka strætó.
Þriðja tilfellið fer alveg yfir mörkin. Þar staðhæfir hún, án tilvitnana, að 75% af örplasti koma af bíldekkjum. Síðast þegar ég vissi þá notar strætó dekk þannig að þeir eru mengunarvaldar skv hennar skrifum. Þó virðist hún lítið vita að mest af örplastinu kemur til við Afríku en ekki Evrópu.
Fjórða lagi talar hún um að taka skrefið en virðist engan vegin setja sig í spor annarra, hvernig aðstæður eru hjá þeim t.d. barnafólk, erfið hreyfigeta o.s.frv. Rök hennar að halda sér í betra formi standast ekki ef ég miða við sjálfan mig. Þegar ég notaði strætó var ég í verra formi en þegar nota bíl. Vissulega þarf ekki að sinna viðhaldi bíls eða skafa á veturnar en í strætó þarftu nánast að kafna á veturnar af hita við notkun.
Ég fagna skoðun annarra en bið samt um að setja sig betur í spor annarra og uppsetningu kerfis til að fá raunsærri mynd hvort þetta henti fólki. Ekki síst má spyrja af hverju ungt fólk í framhaldsskóla kýs bíl við fyrsta tækifæri fram yfir strætó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2023 | 12:35
Umferðadagsverk trúðsins
Blásið er til einsleitrs pólitísks fundar á vegum Reykjavíkurborgar til að reyna hafa áhrif á samgöngusáttmálann. Allt efni fundarins var um almenningssamgöngur út frá sjónarhorni trúðsins þe. ekkert andsvar var leyft. Í raun má tala um hallelújah samkomu. Ekki var minnst á kostnað við verkefnið enda ljóst að þá væri það strax strokað út af borðinu.
Röng uppsetning kerfisins er alveg ljós. Allt miðast við svaka þarfir íbúa svæðisins að fara í vesturhluta Reykjavíkur. Lofað er að hægt verði að ná í 66% íbúa en enginn hefur fyrir því að athuga hvort allur þessi fjöldi hafi áhuga á að fara oft þangað. Líklega er þetta orðið þannig að meirihlutinn hafi afar takmarkaðan áhuga á að fara á þetta svæði oft en getur svo sem gert sér dagamun t.d. 2x á ári. Hver er þá þörfin á þessu risaflippi?
Víst það er verið að endurskoða þetta þá legg ég frekar til að endurskoða hvernig þetta er uppsett og gengið út frá bestu lausn en ekki takmarkaðri lausn eins og gert er núna.
Þung umferð í borginni kemur ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2023 | 08:39
Rafbílavæðing er orkusóun
Þegar skoðað er kostir rafbíla þá er fyrsta sem kemur í hugann útblástur og sparnaður við kaup á eldsneyti. Þetta saman virðist geta toppað eldsneytisbílinn.
Við nánari skoðun þá stenst þetta ekki þar sem rafbílar auka notkun rafmagns, sem þarf að vera til staðar, en ekki stöðugt. Líkt og með heimilin þá rokkar notkun á rafmagni á sólarhring. Með rafbílana þá þurfa sumir að hlaða daglega meðan aðrir geta jafnvel látið hleðslu duga nokkra daga. Þetta er hin mesta orkusóun því rafmagnið þarf alltaf að vera jafn mikið til staðar.
Hleðslustöðvar eru enn verri vettvangur þar sem engin leið er að sjá fyrir notkun þeirra. Hægt er að áætla en auðvitað minnkar það þjónustustig að ekki sé hægt að nota allar þegar að er komið. Með því fer mikil orka í vaskinn, algerlega ónotuð. Í raun versnar dæmið þegar hús eru hituð með rafmagni þá er eina leiðin að auka enn orku inn á svæðið. Þetta þýðir stærri raflínur sem enginn annar en neytandinn borgar. Orkureikningur mun því hækka og jafnvel mikið.
Það er alveg ljóst að eldsneyti verður áfram notað í landi þótt heimilin nýti sér rafbíla að mestu. Við förum ekki í fjallaferðir á rafbíl eða mokum þungum hlössum á rafbíla. Rafbílar eru líka þyngri sem þýðir meira slit á götum. Liður sem skattgreiðendur munu finna vel fyrir enda eldsneyti skattlagt upp í rjáfur án þess að nýta að öllu leyti í vegsamgöngur.
Hvort sé umhverfisvænna er ekki óljóst því líklegra er þetta meiri umhverfissóun, ef ekki umhverfisslys. Rafbíllinn tekur mun meira af jörðinn en eldsneytisbílinn. Við þær aðstæður þarf líka eldsneytisbíla. Raflínur þarf að efla og fjölga sem tekur af umhverfinu. Virkjanir taka líka land og vindmyllu virkjanir taka enn meira land (ásamt enn meiri mengun jarðvegs). Óljóst er líka hver á að borga þessa aukningu því lendi reikningur á neytendum þá hækkar það enn meira raforkureikninginn. Hvað með þá sem ekki eiga bíl, hvers eiga þeir að gjalda?
Raforkuvæðing bílaflotans er mjög vanhugsað dæmi sem mun kosta neytendur og skattgreiðendur mun meira en í dag.
E.S. Munum það að niðurgreiðsla í dag er kostnaður næstu kynslóðar.
Mismunar innflytjendum rafbíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2023 | 10:37
Er von á viðvarandi verðbólgu vegna fastra vaxta húsnæðislána
Í þessum mánuði þá hækkaði seðlabankinn ekki vexti hjá sér en það gerðu hins vegar tveir bankar. Talað hefur verið um að hækkandi vextir hafi áhrif á verðbólguna vegna reiknaðaðar húsaleigu og það kemur vel í ljós í þessari mælingu.
Þessir bankar hækkuðu vexti vegna endurfjármögnunar þe. tilfærslu yfir á verðtryggð lán vegna breytinga á lánum með föstum vöxtum (sögðu samt ekki frá því). Nú býður risa pakki þar sem lán með föstum vöxtum er komin að breytingu sem þýðir að það þarf að endurfjármagna allan pakkann. Ef seðlabankinn ætlar að halda þessu vaxtastigi og bankarnir eiga ekki fyrir endurfjármögnun þá erum við að horfa fram á háa verðbólgu á næstu árum.
Þetta er í annað sinn á þessari öld sem bankarnir fá að veita lán sem þeir geta ekki staðið undir að endurfjáragna. Fyrst voru það gjaldeyrislánin, sem endaði með hruni bankanna, og nú eru það lán með föstum vöxtum. Skiptir engu máli um hertari reglur og eina ríkisstofnunina enn.
Þetta samspil vaxta og reiknaðar húsaleigu verður að rjúfa ef ekki er ætlunin að lenda í langtíma hárri verðbólgu.
Verðbólgan lækkar örlítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.10.2023 | 00:50
Þið munuð öll stikna
Söng Bubbi í den en held samt að hann hafi varlað hugsaði sig sem stiknandi í helvíti kjarnorkustyrjaldar. Raunveruleikinn er samt nær með forseta Bandaríkjannna sem lítur á stríð sem fjárfestingu. Næsta skref er dauðinn, ekki satt?
Biden er vonlausasti forseti sem Bandaaríkin hafa alið af sér og engin von um frið meðan hann situr í stól sínum. Þessi hamagangur í heiminum er engum öðrum um að kenna en Bandaríkjamönnum sem sitja og biðja um stríð. Heimurinn sem biður um frið er langt frá því meðan þessi forseti situr í sínum stól.
Kannski ætti að biðja aftur um Trump!
Árásum gegn Bandaríkjamönnum fjölgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2023 | 10:46
Fleiri neikvæðir en jákvæðir gagnvart borgarlínu
Alltaf er verið að rembast við að lyfta borgarlínu upp en skv þessari könnun voru 561 á móti en 533 með, þannig að fleiri voru á móti en með. Af hverju fréttin var ekki um það er frekar skrýtið. Annað athyglisvert er að þeim mun lengra sem haldið er frá vestari hluta Reykjavíkur þá eykst andstæðan.
Sú andstæða kemur ekki á óvart því borgarlína gerir lítið til að auðvelda þessum hópi að taka strætó (súper-strætó (borgarlína)). Kerfið er rangt uppsett og meirihluti höfuðborgarbúa vita það vel, þess vegna er svona mikil andstæða.
Marxista kjánar sem vilja borgarlínu er minnihlutahópur sem líklega mun ekki einu sinni nota þetta fyrirbæri, verði það að veruleika. Kæmi ekki á óvart að væri sami hópur og vill í þrældóm evrópusambandsins.
Þurfum ekkert að ræða að 250 þús manns þurfi tvö strætókerfi, það er svo kjánalegt.
38% jákvæð í garð borgarlínunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)