1.11.2022 | 22:35
Hvað með borgarlínu víst skuldir hækka stöðugt?
Ekki nóg með það að Reykjavíkurborg eykur skuldir á ofurhraða þá gerir strætó það líka en samt á enn að halda áfram með borgarlínu.Hvaðan eiga peningarnir að koma? Frá ríkinu segir Reykjavíkurbor. Sem þýðir að allir skattborgarar landsins eiga að fjármagna gæluverkefni Reykjavíkurborgar sem hefur ekki efni á því.
Sukkið og spillingin í Reykjavík er svo óheyrieg að það var greinilega best að kjósa rangt, enn eina ferðina.
Tryggja að ekki verði ofgnótt af starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.10.2022 | 10:57
Rafmagnið ódýrast þangað til vindmyllur fá að hækka verð upp úr öllu valdi
Samkvæmt samantekt Hagstofunnar sem vitnað er til í fréttinni þá hefur rafmagn verið ódýrast á Íslandi og haldist þannig. Athyglisvert er að skoða grafið að Danir eru með langhæsta verð og hækkað gríðarlega undanfarin ár. Þeir eru einnig langstærstir í vindmyllum. Noregur hefur líka tekið stórt stökk aðallega vegna sæstrengs til evrópu.
Danir hafa rosa hugmyndir um vindmyllur og þessar 30 hugmyndir á Íslandi narta varla í hælana á því. Það sem gerir það enn athyglisverðara er að Danir hættu með vindmyllur á síðustu öld því þær voru svo óhagstæðar. Hafa framfarir í smíði vindmylla nokkuð skilað betri árangri? Miðað við lesefni og rafmagnsskila á orku þá er svarið nei. Þetta er enn jafn óáreiðanlegur orkugjafi og mengun of mikil.
Eitt dæmi um óáreiðanleik er að á Íslandi er gjarnt að skipta um vindátt þannig að vindur dettur alveg niður í einhvern tíma. Hvað gerist þá með vindmyllur? Geta þær enn skilað af sér rafmagni eða dettur það alveg niður? Ef ætlunin er að reiða sig á þetta hvaðan á orkan að koma á meðan engin framleiðsla er? Hvaða áhrif hefur það á dreifikerfið að orka frá einum stað detti niður? Svona spurningum er algerlega horft framhjá þegar fjallað er um vindmyllur af þeim sem vilja setja þær upp.
Það eru nokkrir bloggarar sem hafa lýst vel óskapnaðinum af þessu og hversu litlu eða engu muni skila til íslenskra neytenda, nema hærra orkuverði og sviðinni jörð. Skúli Mogesen mótmælti þessu í Hvalfirði en það var meira af hagsmunaárekstri við fyrirtæki hans. Þessi afstaða að vera ekki á móti en bara ekki í minum bakgarði er frekar klént.
Ef ætlunin er ekki að koma fleiri fyrirtækjum inn í landið þá er þetta algert glapræði sem skilur eftir sig sviðna jörð af kostnaði fyrir neytendur og þjóðina.
Rafmagnið langódýrast á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2022 | 16:49
Aukið ofbeldi afleiðing covid lokanna?
Set þetta fram sem spurningu því ég get ekki staðhæft það en í sjálfu sér er það ekki ólíklegt því félagsleg færni er lært athæfi sem stöðugt þarf að vinna að. Það sést vel í dag að umbera skoðannir annarra virðist sumum afskaplega erfitt.
Alla þessa öld hefur verið hert að tjáningafrelsinu og hertist enn með covid reglum. Afleiðing þess er að fólk umber verr aðra og vissulega gengur það til barna.
Hvernig á þá að bera ábyrgðina. Í tilfelli barna segja lögin að foreldrarnir beri ábyrgð til 18 ára aldurs og vissulega gera þau það en hversu auðvelt að trúa að barn sitt beiti ofbeldi? Flestir fá áfall við slíkar fréttir og neita sem er eðlilegt viðbragð.
Í dæmi þessarar stúlku eru vissulega margir þættir en komið hefur fram að hún á erfitt með að lesa félagslegar aðstæður. Þá vaknar sú spurning hvort að kerfið þurfi að bjóða upp á víðameiri aðstoð heldur en skólarnir geti nokkurn tímann sinnt. Skólarnir eru bundnir við skólann en ekki verslunarmiðstöðvar sem setur þeim afar ströng takmörk að fást við slík félagsleg samskipti utan skóla.
Sem tillögu legg ég til að komi upp eineltismál. Við slík mál þá fer ákveðið ferli í gang gagnvart þolenda og gerenda. Það sem ég legg til er að samhliða fari fram almenn umræða í skólanum með foreldrum um þessi mál t.d. bekkjarfundur eftir skóla. Þannig er umræðunni haldið á lofti um afleiðingar og gerðir án þess að gera einhvern ábyrgan eða einstaka mál tekin fyrir. Séu gerendur á slíku kvöldi er möguleiki að þeir fái að heyra hvað öðrum finnst um slíka hegðun. Fleiri koma þannig að málinu og hægt er að ræða málin enn frekar heima. Vissulega bjargar ekki eineltismálum en gæti mögulega komið í veg fyrir einhver.
Stöðug umræða um félagsleg samskipti skilar árangri. Látum ekki nægja að ræða málin þegar vandamálin eru komin upp.
Verður að taka hart á svona málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2022 | 15:00
Óumdeilanlegt að hætta við borgarlínu
Er algerlega ósammála fullyrðingum Alexöndru um að ríkið sé lausnin í almannavögnum. Hún segir ma.: "Það er alveg ljóst að Betri samgöngur og borgarlína eru eina leiðin til að mæta þörfum framtíðarinnar í borginni þegar fjöldinn eykst. Líka ljóst að hún er miklu ódýrari og áhrifaríkari en nokkrar aðrar aðgerðir eins og að breikka vegi, fjölga vegum eða leggja fleiri mislæg gatnamót."
Þarna alhæfir hún um að eina lausnin sé að breikka vegi. Það er í algerri andstöðu sem Betri samgöngur hafa haldið fram enda vilja þau fyrst og fremst mislæg gatnamót og flýtileið fyrir strætó. Það er alls ekki sama og Alexandra fullyrðir.
Hitt málið er að strætókerfið (og hugmyndir um borgarlínu) er svo fjarri því að vera lausn fyrir fólk sem vill fara á milli hverfa. Henta ef farið í 101 en annað er það algerlega galið. Þess vegna kaupa flestir sér bíl til að komast hratt og örugglega á milli hverfa.
Hættum við borgarlínu og gerum þetta á skynsaman hátt.
Óumdeilanlegt að ríkið þurfi að koma sterkar inn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.10.2022 | 12:34
Lífið er yndislegt ...
... ég geri það sem ég vil.
Dæmi um flóttamenn en á alls ekki við um alla:
- lýg, ræni og rupla og fæ borgað frá skattgreiðendum
- kem frá landi þar sem engin þörf er á vernd
- kem bara aftur og aftur þangað til rétt niðurstaða fæst
- nenni ekki að vinna og lifi á kostnað annarra. Ef vilt vinna af hverju þarftu þá vernd sem flóttamaður?
- kolefnisspor mitt er ekkert því ég er flóttamaður
- ég kem frá öðru landi þar sem þegar fengið vernd
- er ekki fyrsti viðkomustaður minn sem flóttamaður
- svo lengi sem við eyðum peningum skattborgara ber okkur að styðja flóttamenn
- svo græn bakvið eyrun að við ælum út vitleysum um þessi mál (þetta er ekki vandamál)
- ásökum um fordóma ef eitthvað er sagt um þessi mál
- eyðileggjum líf þeirra sem segja eitthvað á móti, þótt þeir borgi sína skatta
- höldum að við séum að gera svo góða hluti þegar allir tapa á þessu þegar það er stjórnlaust
- erum að hjálpa 0,00 stjarnfræðilega litlu á heimsvísu en aukum kostnað um 100%+ meira á kostnað skattgreiðenda
Já lífið er yndislegt svo framarlega við tökum tillit til allra þátta og umberum að fólk má hafa skoðanir á málinu
Var hafnað en kom aftur og sótti um vernd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2022 | 10:41
Vindlundur - hvers konar orðskrípi er það?
Tveir af starfsmönnum Landsvirkjunar segja skoðun sína á visi.is Þar segja þær að loksins hafi alþingi samþykkt tvo vindulundi við miðlunarlón Blöndu og Búrfells, á þeim forsendum að landið var nú þegar verið raskað.
Síðan halda þær áfram og telja sig vera fjarri flugleiðum fugla og leið manna um þessi svæði.
Allt í góðu að þær hafi skoðun og setji fram. Það sem mig langar að vita hver er reynsla af vindmyllum sem þegar hafa verið settar upp? Um það er engin umræða en halda á blint út í vindinn með að setja upp fleiri vindmyllur sem þær vilja kalla vindlund!
Skil nú ekki merkingu orðsins enda er lundur eitthvað sem er ákveðið afdrep frá vindi. Hvernig fer þá saman vindur og lundur?
Því miður virðist Landsvirkjun, fyrirtæki allra landsmanna, vera algerlega smitað af hugmyndum um vindmyllur og gerir ákaflega lítið í því að fræða landsmenn um þetta. Setja þetta fram eins og sé æðislegur valkostur sem hafi litla neikvæða virkni eða afleiðingar. Einnig að það sé hægt að hliðra þeim til svo enginn verði þeirra var.
Þvílík blekking!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2022 | 13:18
Skortur á aðhaldi
Það er afar áberandi á Íslandi í dag hversu lítið aðhald er veitt og þá tel ég ekki woke sem aðhald. Ég á við aðhald eins og þetta að íslenska sé í forgrunni á Íslandi. Að stofnunum séu sett mörk og þau virt en fái ekki að rasa út eins og t.d. Rúv.
Þegar sjálfstæðisflokkur var sem stærstur var það vegna þess að flokkurinn fékk aðhald innan flokksins. Þannig var t.d. Davíð í forsvari, Björn kratinn og síðan annar vængur sem vildi sem minnst ríkisafskipti. Þetta aðhald varð til þess að flokkurinn mótaði stefnu sem var sveigjanleg. Í dag er sami flokkur að flosna upp vegna þess að það er ekkert aðhald innan flokksins. Sama má segja um alla aðra flokka á landinu. Meira segja ungir flokkar eins og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins skýtur sig algerlega í fótinn vegna aðhaldsleysis.
Woke, cancel culture, loftlagsmál, globalismi, kynleysi o.fl. eiga það allt sameignlegt að vera málefni án aðhalds þar sem gengið er út frá því að ein skoðun sé rétt og allar hinar rangar. Þær leyfa engan sveigjanleika eða umbera að sumir vilji fara aðrar leiðir.
Margir eru farnir að kvarta yfir því að á veitingastöðum er ekki töluð íslenska. Svo sem ekki sér íslenskt en aðhaldið okkar Íslendinga er að tala íslensku en ekki svara á ensku og við eigum ekkert að vera feimin við það.
Gagnrýnir Isavia: Ég meina þetta í fúlustu alvöru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2022 | 12:26
Borgarlína komin yfir miljarð áður en endanleg lega ákveðin
Það er gott mál að HSSK fái nýtt húsnæði og staðsetningin mun henta þeim mun betur en núverandi staðsetning.
Síðustu orðin í fréttinni vakti athygli mína:
Þegar endanleg lega borgarlínu liggur fyrir mun fara fram greining á því hvort nauðsynlegt verður að leysa til sín lóðir eða lóðarhluta,
Sem sagt 70 miljaraðar sem haldið er fram er bara alls ekki rétt upphæð og það einungis fyrir fyrsta hlutann. Núna við þessi kaup og kaup Reykavíkur í fyrra þá er kominn meira en miljarður í verkefnið og það er ekki einu sinni búið að ákveða endanlega legu. Hversu bjánalega er hægt að ganga fram?
Sem dæmi um bjánalegheitin í kringum þessa borgarlínu þá var fyrsta hugmyndin að fara Kópavogsbraut enda nóg pláss og uppkaup óþörf, auðvelt að gera undirgöng eða brýr. Allt í einu var þessu breytt og valin var Borgarholtsbraut. Allra versti kosturinn. Erfitt að gera undirgöng eða brýr fyrir gangandi. Þetta dæmi um breytingu er borgarlína í hnotskurn: Gersamlega vonlaust dæmi frá A-Ö.
Þjált orð gerir þetta ekki að góðu verkefni.
Ganga sátt frá borði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2022 | 10:33
Léleg hönnun en hægt að leysa
Það er einhver voða tíska að setja beygju á stofnbrautir inn í hverfum. Líklega er hugsunin að hægja á umferð en á móti kemur hættan við að sjá ekki nógu vel framundan eins og í þessu tilviki. Fyrir utan það ef snjóar mikið þá er mjög erfitt að halda þessu skikkanlegu.
Lausnin þarna er að gera svipað og Kópavogur gerði upp á Vatnsenda að setja sterkari ljós við gangbrautina sitthvoru megin þannig að sjáist betur gangbrautin og hvort einhver sé að ganga yfir.
Annars sýnir myndin vel hversu blint þetta er og hálf kjánalegt að setja gangbrautina þarna í gegn. Fyrir utan það þá er alltaf öruggast á bílavegum að hafa beina kafla sem lengsta.
Svona til að hrósa smá þá er hönnun á íþróttasvæðinu þarna, fótboltavöllur og fleira, virkilega vel gert, þótt vissulega sé klúður hversu fá bílastæði eru.
Bílstjórar sjá ekki börnin fyrir gróðri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2022 | 10:50
Upplýsingaóreiða á við um öll skrif
Var að lesa pistill Björn Bjarnasonar um um upplýsingaóreiðu og notar hann Úkraínustríðið til að þess. Þar tekur hann einæra afstöðu gegn Rússum og Pútín eða rétta sagt að setur Pútin sem einvald og áróður hans.
Þarna fellur Björn í algeran pitt með því að gera ráð fyrir að upplýsingaóreiða og áróður sé einhliða þar sem hinn aðilinn í stríði stundi ekki sömu aðferðir. Þórdís ráðherra fellur í sama pitt.
Áróður í stríði er aldrei einhliða og erfitt að meta hvað sé rétt og rangt þegar fjallað er um stríð. Dæmi um upplýsingaóreiðu varðandi Úkraínu er að tala um lýðræðisríki þegar búið er að banna alla stjórnmálaflokka. Einnig er algerlega skautað framhjá öllum fjárhagslegum stuðningi þar sem enginn birtir í hvað þessir fjármunir eru notaðir.
Annað dæmi er sprengingin á nord1 og nord2. Þar kenna Bandaríkjamenn Rússum um að sprengja en segja nokkrum dögum síðar að það sé gríðastórt tækifæri fyrir Bandaríkjamenn. Rússar kenna Bandaríkjamönnum um en segja síðan að hægt sé að laga leiðslurnar. Hvað eru réttar upplýsingar?
Þriðja dæmið eru nýafstaðnar kosningar í hernumdum ríkjum. Þar hafna vesturlönd algerlega konsingunum sem gervikosning. Í stað þess að koma með sáttum og bjóðast til að vita vilja fólksins og framkvæma kosningarnar með Rússum. Vilji fólksins skiptir nefnilega engu máli í áróðursstríðinu.
Hef frá upphafi þessa stríðs haldið með hvorugum aðila og efast um allar fréttir sem eru sagðar. Upplýsingaóreiða er aldrei einhliða og hún er ekkert minni þótt ríkisstjórnir gefi eitthvað út. Frjálsar umræður um málefni koma okkur áfram að niðurstöu. Vissulega verða einhverjir undir en meiri líkur eru á almennri sátt um málefni sé ólíkum skoðunum leyft að eiga sér stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)