Finnst engin loðna með þessari aðferð

Aðferðir Hafró er svo íhaldssamar að þeir sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Í rúm 50 ár halda þeir að hægt sé að finna uppsjávarfisk með þessari aðferð með einu skipi. Best að setja myndina inn til að útskýra af hverju þetta gengur ekki upp.

Ef myndin væri fiskabúr þá sést að leitalínur eru aðeins um fjórðungar af svæðinu og þá á eftir að gera ráð fyrir að fiskurinn syndi en sé ekki fastur á sama stað. Tölfræðilega er þetta ómöguleiki enda finnst oftast veiðanlegt magn þegar nokkur skip taka sig saman. Fiskurinn syndir ekki fram og tilbaka eftir ákveðnum leiðum og þess vegna hefur það lítinn tilgang að sigla eftir ákveðnum leiðum. Fyrir utan það að ekkert segi að hann snúi við eða syndi lengra, nær landi eða undir ísinn. Tilgáta mín er að það séu meiri líkur á að vinna í lottói en að finna loðnu eftir þessari aðferð.

Líftími loðnu er alltof stuttur til að standa í þessu og réttara væri að leggja til lágmarkskvóta t.d. 200 þús tonn og á móti hámarkskvóta t.d. 700 þús tonn. Væri fróðlegt að sjá hversu mikið veiddist á 5 ára tímabili miðað við þessar forsendur og sleppa mælingum Hafró.

1467544


mbl.is Meiri loðna enn á huldu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fávitablæti

Það eru til mörg orð til að skýra hvað fólk heldur að sé rétt. Ekki það að ég hafi alltaf rétt fyrir mér en ansi oft er fólk að halda einhverju fram sem er ansi langt frá því að vera rétt. Okkar eigin forsætisráherra(frú) heldur því fram að við lifum í samfélagi og menntamálaráðherra er sammála. Þetta er gott dæmi um fávitablæti sem þekkja ekki til hugtaka.

Samfélag er staður ó óræðinni stærð þar sem fólk ákveður að lifa saman. Það eina sameiginlega er að það lifir í ákveðnu samfélagi en þarf ekki að vera sammála um neitt sem heldur samfélaginu saman. Þjóðfélag á hinn bóginn, sem þessar frýr voru kosnar af, telur sig eiga sameiginlega sögu eða hætti sem gerir það að þjóðfélagi. Því er ansi skrýtið að þær stöllur lifi ekki með okkur í þjóðfélaginu sem kaus þær.

Fávitablæit er samt meira og sér í lagi ef fólk er á annnarri skoðun en sett er fram þá er svarað með skætingi og borið fyrir sig ákveðin orð. Þannig var Bjarni utanríkisráðherra uppnefndur rasisti því hann talaði um hluti sem tengjast þjóðinni og var ósáttur við tjaldbúðir fólks sem vill fjölskyldusameiningu. Sameiningu sem nær langt út fyrir kjarnafjölskylduna. Fengju Íslendingar slíkar sameiningar af því að þar væri betra líf? Stutta svarið er aldrei.

Því miður hefur fávitablætið yfirtekið málefni svokallaðra flóttamanna. Raunveruleikinn er sá að fæstir af þeim teljast flóttamenn en í fávitablætinu má ekki minnast á það. Hvað þá að þeir beiti ofbeldi, steli og beri enga virðingu fyrir þjóðinni sem þó á að halda þeim uppi. Hvaða heilvita manni datt í hug að við bærum ábyrgð á fólki sem leitar að betra lífs. Íslendingar sem vilja lifa í öðru löndum fá engar fyrirgreiðslur, hvaða sanngirni er þá að við höldum öðrum uppi. Að við þurfum að halda þeim uppi þangað til niðurstaða fengist er mér borin von að skilja og hefur ekkert með raunsæi að gera.

Fávitablæti er nefnilega einfeldingsleg hugsun þar sem trúa skal öllu sem sagt er án þess að hlusta nóg vel hvað sagt er og hvað sannleikurinn leiðir í ljós. Auk þess er blætið svo illa haldið að það skilur ekki aðlögun að þjóð er takmörkuð og þó þú aðlagist um tíma þá getur tekið upp aðrar venjur síðar. Nei í fávitablæti eru allir vinir í skóginum.

Fávitablætið er allstaðar í dag þar sem reynt er að troða inn á okkur skoðunum sem engin hefð er fyrir og fæstir eru spurðir hvort vilji. Við eigum að skipta út aldagömlum hefðum fyrir eitthvað sem enginn veit hvað stendur fyrir.

Verst er þegar fávitablætið nær inn í stofnanir og þær telja sig betri en þjóðin sem þær eiga að þjónusta. Því miður er það raunveruleikinn á Íslandi og hinum vestræna heimi. Vonandi komust við út úr þessu fávitablæti sem fyrst.


Ríki og sveitafélög eru svo saklaus

Þarna hittir Ragnar lykilinn að öllu heila vandamálinu. Ríki og sveitafélög telja sig ekki vera hluti af pakkanum og það sé nóg að semja á almennum markaði. Þau megi hækka laun eins og þeim hentar, hækka álögum, setja skatta o.s.frv.

Hins vegar getur Ragnar lítið í því gert þegar hann er að semja á almennum markaði og ríkið vill ekki koma að pakkanum. Í blindni sinni halda þau að hægt sé að ná til ókjörnu fulltrúanna í gegnum kosnu fulltrúanna. Því miður þá ráða ókjörnu fulltrúarnir öllu og kjánarnir sem eru kosnir eru bara í forsvari.

Sem dæmi þá geturðu gert tilboð í tryggingar og oft lækkað þær töluvert, sér í lagi bílatryggingar. Þetta segir manni að bílatryggingar eru of hátt verðlagðar vegna nýrra bíla sem eru of flóknir. Gamlir bíla borga of mikið. Er það sanngjarnt? Auðvitað ekki en tryggingafélagið reynir samt eins og það getur að láta þig borga hærra verð. Önnur staðreynd að það nenna fáir að standa í þessu.

Sem sagt gerum ekki neitt er leið en að kjósa það sem lofar öðru er svikin von.


mbl.is „Er að undirstrika stjórnleysi í okkar samfélagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert annað í boði en að spara hjá ríkissjóði

Nú er krafan skýr um að belgja út ríkissjóð. Auðvitað ber að hjálpa Grindvíkingum og sú leið að leyfa þeim að velja húsnæði og flytja lánin hljómar einna best sem ég hef heyrt. Hins vegar vill verkalýðsforustan einnig belgja út ríkissjóð á sama tíma sem hlómar ansi illa í mínum eyrum.

Ég fæ engan veginn séð að það lækki vexti að hækka bætur því þá er ríkissjóður ekki að spara. Auðvitað eru nokkrar auðveldar tillögur til s.s. leggja niður Rúv, minnka í flóttamannakostnaðinn, fækka nefndum, loftlagsvitleysunni og örugglega ansi mikið meira. Um það heyrist ekki múkk um frá verkalýðsforustunni. Þau vilja bara útblásinn ríkissjóð enda telja þau að það hafi engin áhrif á vexti, hvað þá verðbólgu.

Pattstaða sem kannski lagast með hruni fjármálamarkaða í heiminum en það var víst ansi hraustlegt hrun á fjármálamörkuðum í Kína í dag. Ætluðu bara að setja biljarða til að rétta þetta af og hvaðan tóku þeir peningana? Jú frá fyrirtækjum í öðrum löndum.

Þetta lofar ekki góðu!


mbl.is „Það er ekkert annað í boði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt er vindverkið

Myndin sýnir vel hversu ljótt lýti vindmyllu orkuver er á landinu. Þarna er búið að troð inn 30 vindmyllum sem eyðileggja fallega landsýn. Eins og sést á landakortsmyndinni þá eyðileggur vatnsvirkjun ekki landslagið á sama hátt.

Inn á myndina vantar reyndar alla vegi sem þurfa að vera sérstyrktir til að flytja efnið. Hver á að borga þá veggerð? Viðhaldið er svo mikið að það þarf líklega sérútbúna bíla til að komast þangað allan ársins hring.

Landið lítur einnig út fyrir að vera fuglaland en líklega eiga þeir bara fljúga eitthvað annað.

Allstaðar þar sem ég hef séð vindmyllur, orkuver eða fáar stakar, þá er þetta líti á landslaginu. Í landi þar sem jarðvegurinn er enn viðkvæmari en í mörgum öðrum löndum er þetta hreint og beint skemmdaverk þar sem jarðvegurinn jafnars sig líklega aldrei.

Æ en að vera hugsa um svona smáhluti. Auðrónarnir verða að fá sína auðveldu aura á kostnað skattgreiðenda sem sitja uppi með reikninginn og allt tapið af starfsseminni. Ímyndunarleikurinn um græna orku gerir lítið annað en að koma okkur undir græna torfu.


mbl.is Útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn hikar í málefnum Grindavíkur - hvar eru þingmenn og aðgerðir þeirra?

Það skrýtna við alþingi er að ekkert sé hægt að gera nema ríkisstjórnin ákveði að gera eitthvað. Hins vegar er það ekki rétt og hvaða þingmaður sem er getur lagt fram tillögu um uppgreiðslu eigna.

Þingmenn eiga að fara eftir eigin sannfæringu og geta lagt fram þingsályktunartillögur.

Í leiðinni væri hægt að leggja ýmislegt niður til að greiða fyrir dæmið t.d. Rúv, stuðning við fjölmiðla, aragrúa nefnda, minnka stuðning við flóttamenn o.s.frv.

Eftir hverju er verið að bíða?


Afnemum persónuafslátt við skattlagningu

Flokkur fólksins er að amast yfir því að afnema á persónuafslátt á fólk sem fær lífeyri en býr ekki á landinu. Miklu nær væri að berjast fyrir því að afnema persónuafslátt því hann virkar illa eða í raun alls ekki.

Þegar skattþrepin eru 3 þá hefur persónuaflsáttur lítið að segja fyrir tekjuhærri og skiptir ansi litlu máli. Persónuafsláttur er einnig aukaflækjustig sé fólk í fleiri en einni vinnu. Satt að segja hef ég aldrei náð tilgangi persónuafsláttar og hvernig það eigi að hjálpa láglauna fólki.

Til einföldunnar væri miklu betra að lækka lægsta þrepin niður í 15% en minna á hin þrepin. Með því hverfur gildi persónuafláttarins. Allir græða á þessu. Fólk fær 65 þús meira milli handanna á mánuði og ríkið tapar engu í skatttekjum. Reyndar mun ríkið hagnast því að eyði fólk peningunum þá kemur það inn í gegnum virðisaukakerfið. Sem þýðir í raun meiri skatttekjur fyrir ríkið.

Hugsanavillan að það sé hjálpræði í persónuafslættinum er ekki fyrir hendi nema að það sé eitt skattþrep.

Í anda vitleysunnar þá halda sumir að ríkið sé best í að nýta peninga.


Umdeildur forsetaframbjóðandi

Lenti á spjalli um forsetaefnin og Arnar bar á góma. Í spjallinu vildu meina að Arnar væri mjög umdeildur og mér varð spurn: Af hverju?

Arnar hefur verið duglegur að setja spurningamerki við hlutina og vilja kryfja þá betur áður en áfram er haldið. Í mínum huga góð vinnubrögð sem auka líkur á betri útkomu en þegar hamast er áfram án umræðu.

Verði menn og konur mjög umdeildar fyrir gott vinnulag þá er ekki vel komið fyrir þjóðfélaginu. Allra síðasta sem við viljum er einróma rödd sem æðir hugsunalaust áfram.

Arnar er kannski ekki allra og ákveðnir hlutir sem vinna á móti honum en að það nægi að setja sig á móti hlutum til að verða umdeildur en afar skrýtin nálgun. Vonandi vegna honum vel og þessir sem þola illa mótbárur vakni til lífsins og sjá að mótbárur ýta oftast undir að betur sér gert.


Bílarnir njósna um þig

Þeir sem eiga nýlega bíla vita vel að tölvutækni er mikið notuð og nú hefur komið í ljós að þar er safnað alls konar upplýsingum án þess að láta notandann vita. Þekkt er þegar kreditkortafyrirtækin fóru að nota örgjörva án þess að segja neitt um hverju var verið að safna. Í dag vilja þeir helst gera þetta í gegnum app til að auðvelda enn frekar njósnirnar.

Sem dæmi um notkun í verslun þá er vitað hvernig kort var notað og hvar notandinn býr án þess að nafngreina hann.

Bílarnir vilja fara miklu lengra og safna alls konar upplýsingum t.d. heilsuupplýsingum. Þetta er ekkert bundið við ákveðna tegund heldur taka allir þátt í leiknum. VW vill bæta um betur setja AI spjallaforrit líka.

Gaman væri að vita hversu mikið sjónvarpið fylgist með okkur eða önnur raftæki á heimilinu.

Við erum þegar komin í 1984.


Klára umræður um framkvæmd og fjármögnun í endurskoðun?

Hvernig er hægt að láta svona út úr sér er mér algerlega hulin ráðgáta. Réttara væri að segja hvernig var hægt að fara af stað án þess að umræðum um þetta væru kláraðar?

Þetta fíaskó sem á að heita samgöngusáttmáli var bara hent út í loftið án allrar umræðu og ekki síst sem skiptir öllu máli - hvernig á að fjármagna dæmið.

Skömm kosinna fulltrúa um þennan samgöngusáttmála er æpandi og réttast væri að hætta með dæmið og byrja upp á nýtt. Allir sem að þessu komu segi af sér. Hins vegar er það bara draumheimur á Íslandi. Vanhæfni er alls ráðandi og ætt út í alls konar þvælu án þess að vinna grunnvinnuna sem skiptir öllu máli.

Kannski er eina leiðin út úr þessu að gera eins og Guðjón E. Hreinberg bloggari segir - Flýðu!


mbl.is Klára að uppfæra sáttmálann á næstu vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband