13.2.2025 | 12:27
Spillingafnykur Samfylkingarinnar
Að undanförnu hefur mikið verið rætt um aðför af flugvellinum og greiðslur til stjórnmálaflokka. Í þessum umræðum er Samfylkingin miðdepillinn sem skýlir vanhæfum embættismönnum.
Nú er ljóst að flugvöllur er í raun ekki starfshæfur því að lágmarki þarf tvær brautir. Samt er málið látið rekast þannig áfram að ekki er hægt að fella nokkur tré til að viðhalda flugöryggi. Í sjálfu sér færðu ekkert verri lund þarna þótt tréin fari. Annar stór vandi í Öskjuhlíð (á við um Heiðmörk líka) er að engin grisjun á sér stað. Þetta fær að vaxa án allra afskipta sem gerir það að góðum eldsmati. Þetta virðat hvorgi embættismenn né kjörnir fulltrúar sjá. Vanhæfnin er slík eða er það spilling?
Fjárframlög til stjórnmálaflokka afgreiddi ráðherra Samfylkingarinnar (sem ekki var kosinn) að væri í góðu lagi. Sem betur fer ætla samtök skattgreiðenda að kæra það og vonandi ratar það til dómsstóla.
Lítið hefur farið fyrir annarri kæru. Nú vill svo til að heilbrigðisráðherra var fyrrverandi landlæknir og það liggja fyrir nokkrar kærur sem gerir hana vanhæfa að sjá um. Af illri nauðsyn þá sá Samfylkinin þann besta kost að láta samráðherra (Jóhann) úr sama flokki sjá um málin. Já þið lásuð rétt samrflokksmann! Hvernig getur slíkur maður verið hlutlaus? Að halda því fram að hann geti tekið á málum af hlutlægni er ekkert annað en skemmt epli.
Alma átti auðvitað aldrei að verða heilbrigðisráðherra og nægir það að nefna þessar kærur. Að stjórnsýslan ætli að leyfa framkvæmd mála að vera á þennan hátt heitir á flestra máli spilling. Það er algerlega borin von að samflokksmaður eða samráðherra í ríkisstjórn geti verið hlutlaus gagnvart fyrri störfum samflokksmanns.
Hvernig þessi skandall hefur farið framhjá almenningi má auðvitað skrifa á vita vonlausa fjölmiðla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.2.2025 | 15:02
Samfylkingin reynir að afvegaleiða þing og þjóð
Lágt er nú risið á Samfylkingunni eða réttara sagt forustunni. Með því að breyta ræðunni án þess að láta aðra þingmenn vita og síðan saka um lygar. Hversu lágt getur Samfylkingin eiginlega lagst?
Segi það enn og aftur tækifærissinnar eiga ekki að stjórna.
Jóhann er nú svo skyni skroppinn að hann hótar að hækka veiðileyfagjöld og heldur að á sama tíma lækki það verðbólgu. Líkegast er að slík aðgerð hafi þveröfug áhrif og hækki eða viðhaldi verðbólgu. Hjá Samfylkingunni þá virðast þeir halda að aðgerðir hafi engin áhrif. Það komi bara jákvætt út úr framkvæmdum. Það nægir að horfa á þéttingastefnuna í borginni til að sjá að allt hefur afleiðingar.
Með því að hækka veiðileyfagjöld þá mun það líklega hafa áhrif á gengið þar sem minna fæst fyrir aflann. Ekki er hægt að hækka verðið eins og innflytjendur stunda grimmt. Með því að gengið lækki þá þurfa innflytjendur að hækka verð og já það hækkar verðbólgu. Öflugasta leiðin til að lækka verðbólgu er að skera niður ríkisapparatið.
Af hverju birtist það svona oft að Samfylkingin virðist ekki skilja hagfræði.
![]() |
Vill að Jóhann Páll gangist við mistökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.2.2025 | 21:35
Illlæs Samfylking
Í nýjustu vendingum í heimsmálum þá virðist Samfylkingin vera illlæs og úti á túni. Sjá má viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu og Pawel um þessi mál. Í stuttu máli þá virðast þau jafnlæs og krakkar í Pisa könnunum og hreinlega lesa illa í breytingar á heiminum.
Þannig er vitnað í sífellu í Ingibjörgu um alþjóðastjórnmál þótt hún eigi einungis við um stjórnmál á Vesturlöndum. Þau eru hissa að Trump hafi skrúfað fyrir USAID og nefna einhver lönd sem lenda í vandræðum með heilsugæslu vegna þess að stuðningur hafi haldið henni uppi. Verulega skýrt dæmi um hvernig svokölluð þróunarhjálp gerir lítið annað en gera löndin háð gefandanum. Hvers vegna var ekki markvisst unnið að því að gera þau sjálfbær og sjálfstæð í að bjarga eigin heilbrigðismálum?
Þróunarhjálp gegnur ekkert út á sjálfbærni eða kenna þjóðum að bjarga sér sjálf. Þetta gengur út á að viðhalda völdum og halda þeim sem er verið að bjarga niðri. Stundum lítur þetta út eins og arðrán en oftast að gera löndin svo háð bjargráðinu og þau styðja skilyrðislaust. Sem á mannamáli þýðir að við ráðum yfir þér. Í þessu samhengi hafa Sameinujóðirnar verið óspart notaðar eða réttara sagt misnotaðar.
Frægast dæmi um þróunaraðstoð er LiveAid þar sem innan við þriðjungur fjársins fór í raun í að aðstoða hungraða. Með því að skrúfa fyrir og gefa dæmi um hvað hefur verið að styðja sýnir í raun hversu misnotað kerfið er. Tilgangsleysi þess og hvernig það gerir lítið til að þróa ástand landa í aðra átt en staðan er hjá þeim.
Miðað við þetta viðtal þá er Samfylkingin illlæs á breytingar í alþjóðamálum og það t.d. að ekki sé nefnt orð um BRICS sem allt sem segja þarf. Ekki bætti úr skák að nefna að halla sér að ESB gæti hjálpað en auðvitað fylgdi ekki sögunni hvernig það hjálpar.
Algert heimaskítsmát í læsi á stjórnmál í heiminum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2025 | 12:22
Yfirklór spilltrar stjórnar
Niðurstaðan um að Flokkur fólksins þyrfti ekki að endurgreiða styrkina kemur ekki á óvart. Skýringin er hefðbundið yfirklór um að fleiri hafi fengið styrk þótt Flokkur fólksins hafi verið sá eini sem var skráður sem félagasamtök.
Þegar öryrkjar þurfa að endurgreiða eða hjá Skattinum þá þarf sá að senda inn greinagerð til stuðnings sínu máli. Flokkur fólksins sleppur algerlega við allt slíkt, í því felst spilling. Sama verklag á að eiga við alla ef jöfnuður á að vera.
Kjósendur féllu fyrir fagurgala um plan og nýja hluti en fá einungis enn verra en það var áður.
Samfylkingin breytist ekkert.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.2.2025 | 15:09
Gervigreindin þaggar niðri í þér
Miðað við hvernig gervigreind hefur verið kynnt undanfarin ár þá þaggar hún niðri í fólki því þetta á allt að vera svo upplýst og auðvelt að setja fram. Í því er falin mesta hættan að setja fram yfirborðskennda hluti sem rista ekki djúpt. Myndin sem sett er fram með fréttinni sýnir þetta vel. Breytt er bakrunni myndar af manneskju á fljótlegan hátt.
Einmitt svo fljótlegt, auðvelt en án innihalds.Það sama á við um textagerð. Þú getur samið lag, ljóð og fleira. Hængurinn er að þetta er allt byggt á fyrri vitneskju og bætir engu við þá vitneskju. Við erum því ekki að skapa neitt nýtt með gervigreindinni heldur einungis að flýta okkur.
Með því erum við að þagga niðri í okkur að skapa ekki nýja hluti heldur endurraða því gamla. Vissulega er þægilegt að láta raða fyrir sig upplýsingum en skapar það auð fyrir marga?
Gervigreind er ekki endilega slæmur hlutur. Hjálpar okkur að forrita hraðar en held að með tímanum þá verði fátt sem hún skilji eftir. Það vantar stökkið í nýja sköpun og umfram allt orku.
![]() |
Gervigreindin notuð til að breyta myndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2025 | 21:13
Hvernig á að spara þegar hin hendin vill eyða?
Yfirborðskennda planið er loks látið í ljós, eins rýrt og það er. Fyrsta setningin er bráðaaðgerðir í húsnæðismálum (eyðsla) en næsta setning segir aðhald og engin ný eyðsla nema sparað sé á móti. Hvernig er þá hægt að fara í bráðaaðgerðir?
Svo kemur eyðslan með hækkun í fæðingaorlofskerfinu en ekkert nefnt hvað eigi að gefa eftir á móti. Svo á að löggilda einhvern samning frá Sameinuðu þjóðunum sem líklega er óútfylltur víxill.
Svo á að virkja og einfalda verkferla við ákvarðinir um virkjanir sem líklega er ókeypis skv. planinu. Breytingar á veiðigjaldi er auðvitað ekkert annað en hækkun skatta (tekjur til að fela eysluna), ásamt upptalningu á fleiri hækkanir á sköttum.
Fækkun ráðuneyta er bara vasapeningur til að sýnast.
Síðan á að koma þjóðinni í ESB og byrja með bókun 35 sem okkur er sagt að hafi ekkert nema kosti fyrir Íslendinga (þótt það mögulega stangist á við stjórnarskrá). Kostnaðurinn við að halda þjóðaratkvæðargreiðsluna er auðvitað ekki nefndur en hins vegar á að gera fríverslunarsamninga við nokkur lönd (líklega kostar það ekkert). Sem er alger þversögn því ef farið verður ESB leiðina þá falla þessir samingar út. Segir manni bara að bjölluat Þorgerðar er bara eyðsla.
Plan sem á vera svo ofboðslega mikið plan er svo yfirborðskennt að það kemur hvergi fram hvernig eigi að nálgast þessa hluti. Ónákvæmt plan (eins og þetta) er líkegast til að skila litlum árangri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2025 | 17:35
Flokkur fólksins með allt niður um sig
Flokkur fólksins minnir mikið á Pírata flokkinn. Báðir eru stofnaðir eftir hrun og ná inn með að höfða til tilfinninga fólks (popúlismi). Báðir flokkar halda að alþingisstörf séu kaffispjall, annar á kaffihúsi og hinn í eldhúsinu.
Það allra sameiginlegasta er að hvorugur flokkurinn hefur trúverðugleika. Þeir geta vel æmt í stjórnarandstöðu en þegar kemur að stjórn þá eru ákveðnir þættir sem þurfa að vera í lagi. Þeir eru bara alls ekki í lagi hjá Flokki fólksins. Að höfða til tilfinninga fólks getur hjálpað að ná í atkvæði en það hjálpar ekkert við stjórn.
Miðað við þennan rúma mánuð síðan stjórnin var mynduð þá virðast þessir flokkar algerlega vanhæfir í stjórn landsins.
![]() |
Útgerðarstarf Sigurjóns ekki í hagsmunaskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2025 | 23:38
Steinsteypu borgarþróun kölluð græn
Sagt var frá því á DV að Dóra Björt væri að kveðja Dag og Pawel eftir nokkurra ára samstarf þar sem hún þakkar þeim samstarfið. Síðan hnekkir hún út með að kalla það grænt borgarskipulag sem þau standa fyrir eða með hennar orðum: "Við höfum verið teymi kyndilbera grænnar borgarþróunar í þágu valfrelsis um ferðamáta, bættra loftgæða og skemmtilegri og öruggari borgar "
Græn borgarþróun að steypa alla grænu blettina í borginni. Það eru engin torg lengur nema steinsteypt. Frá Granda er einn almenningsgarður að Klambratúni í austur. Í suður er Öskjuhlíðin og Laugardalurinn. Loks fékk Fossvogurinn að vera í friði en það er ansi lítið sem Reykjavíkurborg hefur gert á sínu landi þar nema helst órækt. Loks er það Elliárdalurinn. Allir aðrir blettir eru steyptir í kassalaga ljót hús og ekkert af þeim er málað grænt.
Hvaða valfrelsti um ferðamáta er hún að tala því ekkert nýtt hefur komið í þeim efnum nema vonlaus borgarlína sem verður mjög takmarkað valfrelsi fyrir marga. Það var alveg hægt að hjóla áður en allir stígarnir voru settir.
Bættra loftgæða er líklega frekar vegna nýrri bíla sem menga minna en ekki er nú mikið gert til að sópa göturnar og auka loftgæðin enn frekar.
Skemmtilegri fyrir hvern er mér spurn. Mig langar aldrei neitt sérstaklega í 101 Reykjavík og þótt ég vinni í Reykjavík þá er það síðasta sem kemur í hugann staður til að heimsækja. Öruggari veit ég ekki hvað hún er að fara því ég finn engan mun.
Það er auðvelt að lofa sjálfan sig í grænu slekjunni. Henni væri nær að sjá hættuna við að fjarlægja rafmagnsbílanna sem brunnu í LA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2025 | 10:36
Leikflétta Trumps með Grænland
Út frá leikjafræði eru þetta snilldartilþrif hjá Trump en ömurleg staða fyrir Grænlendinga. Trump er að sýna Evrópu hversu veikir þeir eru og geti ekki sinnt almennilega vörnum sem Bandaríkjamenn sækjast eftir. Í framhaldinu er auðvelt að semja um stríðið í Úkraínu því ekki getur Evrópa verið í stríði og haldið uppi vörnum á öðrum stað. Til þess leggja löndin ekki nóg til hernarðar.
Það er alveg sama hvað Evrópa æmtir og skræmtir í þessu máli, þeir munu tapa. Eftir áratuga sukk, vonlausa sameiningu sem var toppuð með gjaldmiðli, loftlagsvitleysu, kynjavitleysu o.s.frv. hefur Evrópa enga burði til að standa í stríði, sjá um varnir eða forðast það jafnvel að fara í þrot.
Raunveruleikinn er mættur og það þarf að taka út timburmennina.
![]() |
Sýður á grænlenska þingmeirihlutanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2025 | 10:43
Flissandi konur missa trúverðugleika
Á undra skömmum tíma þá missa þrjár flissandi konur trúverðugleika á stjórn sem þær mynduðu fyrir jól. Jólagjöfin hefur enst illa og orðin frekar súr.
Fyrsta voru auðvitað svikin um ESB daðrið sem enginn bað um og var þagað um fyrir kosningar. Ótrúlega lélegt innsæi í heimspólitíkina þetta ESB daður enda á leiðinni í ruslið þar sem það á heima.
Hin svikin voru að segja eitt fyrir kosningar en taka 180° snúning eftir kosningar. Enginn flokkur hefur lifað slíkt af þótt VG náði að hanga á roðinu í rúman áratug. Líklegast vegna þess að svikarinn hélt sig til hlés eftir næstu kosningar.
Flokki fólksins fannst það ekki nóg og þurfti að daðra við misnotkun á valdi sínu. Hef aldrei haft trú á Ingu Sæland og það mat mitt reyndist rétt. Hún er ekki hæfur stjórnandi. Ekkert frekar en hinar flissandi konur því önnur þegir og hin blaðrar út í eitt án þess að leita eftir hvort vilji sé til þess hún talar um.
Ég sagði fyrir kosningar að tækifærissinnar væru versta sort stjórnenda og það er svo bersýnilega að koma í ljós.
![]() |
Mikil misbeiting á ráðherravaldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)