6.3.2025 | 12:06
Evrópa ekki sjálfbær til framtíðar
Ég hef áður skrifað um að fólki fari fækkandi í heiminum þar sem fæðingatíðnin er of lág. Þetta á við um allan heiminn og hér má sjá fæðingatíðni Evrópu. Þar kemur bersýnilega í ljós að hún nær ekki yfir 1,5 nema í 10 löndum sem þýðir að fyrir hverja 2 sem deyja þá fæðast 3. Til að þjóðfélög séu sjálfbjarga þarf fæðingatíðnin að vera 2,1. Þeim löndum í heiminum fækkar óðfluga.
Afleiðingar þess hafa lítið verið ræddar við almenning. Þetta gerbreytir öllum vaxtamöguleikum landa til framtíðar og þýðir á einhverjum tímapunkti þarf að finna aðrar leiðir en hagvöxt til að reikna út framtíðarspár.
Lönd eins og Úkraína þar sem fæðingatíðnin er 1 þýðir alger stöðnun og vonlaust að halda fram að hagvöxtur geti bjargað landinu því færri vinnandi heldur hefur áhrif. Hvernig heimsálfan ætlar að stækka her sinn eða standa í mannfrekum hernaði er frekar óljóst til lengri framtíðar.
Líklega þess vegna vill enginn í Evrópu ræða þetta ekkert frekar en í Asíu sem er í enn verri málum. Bandaríkjamenn eru á svipuðu róli og Evrópa.
Ég spáði því að fólki í heiminum færi fækkandi upp úr 2035 en þetta virðist gerast á ógnarhraða og gæti orðið enn fyrr. Held það sé kominn tími á að fara opna almennilega umræður um þessi mál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2025 | 10:36
Nei Daði vindorkukver við Búrfell mun ekki eyða tortryggni
Daði skautar létt yfir staðreyndir um vindorkuver. Orkuverið við Búrfell mun alltaf njóta samlegðar með vatnsorkuverinu sem er þar. Þannig fæst ekki sama niðurstaða ef annað vindorkuver er sett upp á fjöllum sem hefur ekki samlegðina með vatnsorkuveri.
Hann skautar einnig létt framhjá nýtingu þeirra, niðurgreiðslum og allri menguninni.
Gunnar Heiðarsson hefur tekið oft saman hversu illa vindmyllur nýtast til orkuöflunnar. Í þessari grein fjallar hann um sögu þeirra.
Tortryggni er af hinu góða og hjálpar okkur að skilja betur hlutina. Saga vindorkuvera í heiminum er ekki góð og flest ný verkefni hafa verið blásin af. Einfaldlega því þau borga sig ekki og það eru til betri leiðir að afla orku.
Einnig verður að nefna tengiverkið (dreifingu orkunnar) sem á Íslandi er þegar orðið gamalt og þarfnast endurnýjunar. Skotar hafa átt erfitt með endurnýjun og þurfa því að borga vindmyllorkuverum fyrir að afla ekki orku. Verði vindmylluorkuverum hent upp um landið, líkt og einkafyrirtæki sækjast eftir, þá er þetta mikil hætta á slíkum greiðslum til lokunnar þar sem eftir sitjum við neytendur með hærra orkuverð og hærri skatta. Fyrir utan allt þá hefur heldur ekki verið sýnt bein þörf á jafn mikilli uppbyggingu og hugmyndir um vindorkuver hafa komið fram.
Íslendingar hafa sinnt þessu af kostgæfni og ekki sett upp of margar virkjanir heldur fundið kaupanda að orkunni áður en framkvæmdir hefjast. Ekkert af einkahugmyndum vindorkuvera hafa neitt í hendi sér (eða það er mjög óljóst) með sölu á orkunni. Því orkan frá vindorkuverum er ekki nógu stöðug til að kaupa af ein og sér. Það þarf eitthvað annað að fylgja með t.d. vatnsorkuver. Þess vegna hækkar orkuverð þar sem orkuframleiðslan er ekki nógu stöðug. Þá þarf að leita í varaaflið sem setur dreifingu í hættu að ná ekki að sinna öllu sem þarf.
Tortryggni mín mun ekkert minnka og ég er alger andstæðingur að nota þennan óskapnað til orkuframleiðslu hér á landi þegar betri kostir eru til.
![]() |
Stærri hluti til nærsamfélagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2025 | 15:57
Hvar eru tillögurnar að sparnaði
Þetta var nú alveg vitað að væri kynnt með húllum hæ og svaka árangur en við fáum engin dæmi, ekki einu sinni eitt. Voða mikill árangur og ótrúlegt eitthvað svo mikið um ekki neitt.
Ef fjárlagahallinn í ár er 26 miljarðar þá ná þessar tillögur varla að taka á fjárlagagatinu. Hvar er útskýring á ávinningnum af tillögunum.
Þetta minnir of mikið á svakalegu sparnaðartillögur Reykjavíkurborgar sem áttu að skila undraverðum niðurstöðum. Sem samt létu bíða eftir sér.
Grunnt á því góða.
E.S. Tillögurnar mættu en sameining stofnanna hefur verið til umræðu í mörg ár. Eftir stendur hvar eru raunverulegar sparnaðartillögur?
Það er alveg vitað að sameining stofnanna skilar sjaldnast tilætluðum árangri og frekar ofreiknað en hitt. Ef notuð er fyrri tala um fjárlagahalla þá nær þetta varla helmingnum af því. Á mannamáli og í raunveruleikanum þá verður ríkissjóður áfram rekinn með tapi og skuldaaukningu.
Hinn pólitíski raunveruleiki þessara tillagna er einungis að fleyta rjómann. Það vantar að taka skrefið að alvöru tillögum sem skila árangri til framtíðar. Af hverju? Jú það gleymdist nefnilega að það er búið að lofa svo miklum útgjöldum að sparnaðurinn hverfur í þau útgjöld.
![]() |
Gera ráð fyrir að spara ríflega 70 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.3.2025 | 12:03
Evrópa er að falla
Þetta eru ekki mín orð heldur Martin Amstrong (sjá hér) og ég get ekki annað en verið sammála manninum. Setning á ensku er svona: "Europe is falling, and this is why they need war." - Evrópa er að falla og þess vegna þurfa þeir stírð.
Tvennt leggur hann til ígrundunar að skuldirnar eru óhóflegar og samdráttur Þýskalands.
Utanríkisráðherra í klifjum stríðsáróðurs sér ESB sem einhverja töfralausn en skautar alveg framhjá staðreyndum. Evran er líklega búin að vera. Dollarinn mun ekki falla líkt og margir sjá fyrir sér. Það er í raun lítill grundvöllur að sameiginlegur gjaldmiðill nái að lyfta ESB upp. Lönd utan Evru gætu lyft einhverju upp en þá eru þau niðurnjörvuð í grænni slekju skrifræðisins. Orkulaus evrópa nær sér ekki á strik fyrr en endurnýjun orkustefnunar hefur komist í gagnið og það tekur nokkur ár.
Ljóst er að við höfum utanríkisráðherra og forsætisráherra sem ætla að draga landið niður í svaðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2025 | 13:42
Hver fer á undirskriftafund til að semja?
Þrátt fyrir óvænta niðurstöðu undirskriftafundar í gær þá var farsinn ofleikinn af fjölmiðlum. Þau tóku einungis lokamínútur og sneru upp í farsa. Fundurinn var 40 mínútur og hafði farið friðsamlega fram.
Allt í einu vill Zelensky fara semju um eitthvað sem var alls ekki umræðuefnið. Við það móðgast foseti Bandaríkjanna og ljái honum hver sem vill. Þannig ganga undirskriftafundir ekki fyrir sig.
Þetta var engin fyrirsát og Zelensky fór út fyrir vel þekkt mörk á svona fundum. Við þurfum ekkert að vera með neinum í liði.
Það væri óskandi að fjölmiðlar gætu sagt frá á hlutlægan hátt.
![]() |
Selenskí þakkar leiðtogum stuðninginn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2025 | 15:01
Utanríkisráðherra föst í fornum heimi
Utanríkisráðherra fer mikinn í grein á visi.is þer sem hún nánast krefst þess að Ísland gangi enn lengra í alþjóðlegum skuldbindingum. Hún kallar þetta alþjóðalög líkt og margir fjölmiðlar gera.
Þar segir hún frá ræðu í mannréttindaráði SÞ þar sem hún hvatti ríki heims til að standa vörð um alþjóðakerfið. Hvaða kerfi hún er að tala um, fyrir utan að eiga við um vesturlönd, þá er erfitt að sjá að heimurinn sé að fylgja. Hér má sjá grein sem sýnir mynd af hversu frjáls heimurinn er. Fjölmennustu ríki heims, Kína og Indland, eru bara ekki að hlusta á svona vangaveltur sem utanríkisráðherra leggur fram. Megnið af Afríku og Asíu hefur enn minni áhuga.
Heimsskipan í dag er að taka breytingum og sú sýn sem utanríkisráðherra fjallar um er að hverfa. Hvað tekur við er ekki alveg ljóst en þó verður það margpóla heimur en ekki ein alþjóðleg skuldbindin líkt og gengið er út frá með SÞ.
Nær væri að fjarlægjast svona sýn og opna á mismunandi möguleika í alþjóðlegu samskiptum og alls ekki að koma nálægt ESB aðild. Utanríkisráðherra er á rangri leið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2025 | 15:41
Orðanotkun í pólitískri umræðu
Í pólitískri umræðu er oft slegið vel í og talað af miklum móð. Vissulega þarf móttakandinn að taka tillit til þess og svo virðist oft ekki vera og hægt að lofa ýmsu án efnda þegar til valda er komið. Vissulega á það við um ansi margar, ef ekki allar, ríkisstjórnir landsins.
Algengt er að tala um hægri og vinstri flokka. Þó virðist enginn þurfa að skilgreina það neitt frekar hvað er átt, það eiga allir að skilja. Það sama virðist eiga við um öfga flokka sem einhvernveginn eru alltaf til hægri í fjölmiðlum. Meira segja geta fengið stimpilinn harðlínu án þess að hafa nokkrurn tímann verið við völd. Hvernig það var fengið út frá reynslu veit ég ekki.
Hugtakanotkun á hægri og vinstri segir okkur afar fátt og virðast pólitíkusar ekki sjálfir vita hvað liggur að baki. Þannig sagðist viðmælandi Viðreisnar að sér þætti nýji meirihlutinn í Reykjavík full langt til vinstri án þess að skýra neitt mál sitt frekar.
Þessi lenska að koma með ný hugtök, eins og inngilding, og gera ráð fyrir að allir viti um hvað viðmælandinn er að tala er fölsk nálgun. Þarna er viðmælandinn einungis að upphefja sjálfan sig án þess að þurfa skýra mál sitt þannig að allir skilji. Með svona orðanotkun er verið að setja sig á hærri stall. Því miður er pólitíkin á Íslandi á svo lágu plani að betra væri að tala á mannamáli. Það sama á við um fjölmiðlafólk.
Annað dæmi er til dæmis stríðsátökin í Úkraínu að tala um tilhæfulausa árás Rússa. Þetta er alger vanvirðing gagnvart hinum aðilanum. Efast stórlega um að fólk framkvæmi jafn stóra hluti ef ekkert tilefni er til þess. Burt séð frá því hvort þér finnst það ólöglegt en var Líbíu stríðið ekki ólöglegt af hendi Nató?
Lokum þessu á dæmi um orð sem hafa í raun enga merkingu í pólitískri umræðu:
öfga- (hægri (harðlínu))
vinstri flokkar (mið og hægri)
lýðræði
Þjóð (á sama tíma og talað er um globalisma(ESB))
þjóðin
heimurinn (þegar átt er við vesturlönd)
Sameinuðu þjóðirnar (síðan hvenær hafa þjóðir heimsins sameinast um eitthvað?)
Inngilding
Fjölmenning
Fjölbreytni (þar sem sumar skoðanir eru kvaddar í kútinn)
Frelsi
Listinn er lengri en læt þetta nægja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2025 | 12:12
Gengu sparnaðarhugmyndir út á koma meira fé úr landi?
Alveg með ólíkindum þessi auma ríkisstjórn að eltast við vonlaust stríð í stað þess að taka á þessu af skynsemi.
Satt að segja virðist fátt um skynsemi hjá núverandi ríkisstjórn og þau þramma af miklu móð að gera Ísland að skeri og útnára Evrópu sem mergsýgur allt af landinu.
Hvers vegna ekki frið?
Svo talar þessi ríkisstjórn um að taka á fjármálum, minnka verðbólgu og ná niður vöxtum en sendir meiri pening úr landi, sem er algerlega þvert á það sem nær niður áðurnefndum þáttum. Sýnir alveg stórfurðulega forgangsröðun.
![]() |
Ísland eykur fjárstuðning við Úkraínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2025 | 12:12
Skynvillubragð fréttaflutnings
Merkilegt er að AFP fréttastofan er mjög gjörn á að velja einhliða málstað, gæti líka verið að þýðindinn klippi út hina hliðina. Get illa skilið að það sé svona mikið mál að týna til hvað er verið að gera í starfi. Líklega ætti frekar að ýta þessu að stjórnendum enda þurfa þeir að sýna fram á tilurð starfsins.
Þessi frétt velur hins vegar að moldviðrast út í verknaðinn og líta svo á að þetta sé ekki hlutverk ríkisstarfsmanna að sýna fram á hvað þeir gera alla daga. Það er engin vanvirðing við starfsmann að láta hann sýna fram á hverju verk hans skila. Þetta á bæði við um starfsmann í einkareknu fyrirtæki eins og ríkisstarfsmanni.
Ein frétt í vikunni var um fjölmiðladeild Reykjavíkurborgar þar sem lagt var til sparnað með því að fækka þeim. Svarið var að þeir væru ekki allir sem fjölmiðlafulltrúar því sumir sinni viðburðum eins og menningarnótt. Af hverju heita þeir þá ekki kenndir við viðburðarstjórn í stað þess að tilheyra fjölmiðladeild. Niðurstaðan er að bókhald Reykjavíkurborgar, með 25 fulltrúa, er í algeru rugli þar sem lítið eftirlit er með hvað hver gerir.
Sem leiðir hugann að ríkisstjórninni sem segist vilja spara en vill henda óendalegum peningum í stríðsrekstur og ESB daður. Hvort tveggja þekkt fyrir spillingu og fjáraustur sem ekkert eftirlit er með. Allt tal um sparnað er bara til að geta fært féið í vasa útlendinga.
Mikið væri nú gaman ef ríkisstjórn tæki sig til að óskaði eftir upplýsingum um hvað allir þeirra starfsmenn (og nefndir) eru að gera og hvaða verki þau skila af sér.
![]() |
Ríkisstarfsmenn reknir ef þeir svara ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2025 | 15:09
Stjórnendur í Evrópu ættu að standa með friði
Frekar kjánalegt er að fylgjast með viðbrögðum stjórnenda í Evrópu við útspili Bandaríkjana. Fyrst með að skamma þá aðeins og síðan að hefja friðarviðræður um Úkraínu án þeirra.
Eina svarið sem þeir hafa er stríðsæsingur í nafni lýðræðis og frelsis. Síðan hvenær hefur stríð verið frelsi veit ég ekki. Líklega er þetta sögulegt að stjórnendur missi hausinn öðru hvoru og halda að stríð sé lausnin. Því miður eru íslensk stjórnvöld pikkföst í sama grautarhaus.
Þótt ég geti ekki tekið undir Roger Waters með mál Palestínumanna þá hefur hann alla tíð gagnrýnt stríðið í Úkraínu og segir Zelenskí vera í vasa evrópskra leiðtoga. Hann er samkvæmur sjálfum sér með að hafna stríði og þar get ég tekið undir með honum. Þetta stríð í Úkraínu hefur ekki sýnt neitt vitrænt né að það frelsi Úkraínu og geri það lýðræðislegt. Nóg er að vitna í heilalausan Starmer sem finnst allt í lagi að kosningum sé frestað því svo erfitt sé að framkvæma þær á stríðstímum. Ekki er hægt að skilja orð hans öðruvísi en að í lagi sé að útiloka lýðræðið þegar hentar.
ESB er í djúpri kreppu sem ólíklegt er að leysist í bráð og gæti jafnvel hrundið af stað atburðarás á upplausn þess. Ekki mun ég gráta skrifræðið enda alveg með ólíkindum að einhver skuli hampa stjórnarfari þessa bandalags. Að vilja loka sig við lítinn hluta heimsins er frekar heimskulegt.
Ísland á betra skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)