18.7.2024 | 10:56
Ráðherraskipaðir sjálfgefnir sérfræðingar án útboðs
Einn sjálfskipaður sérfræðingur fékk 17 miljónir í aukastarfi að vinna skýrslu um stöðu drengja í námi (sjá hér). Á fréttinni má samt einnig skilja hneykslan að það hafi verið karlmaður, sem er allt annað mál.
Hins vegar er athyglisvert að hægt er að skipa svona sérfræðinga af ráðherrum til að gera skýrslur eða sitja í nefndum en þá þarf ekkert útboð. Vegakerfið blæðir all hressilega en þar er ekkert hægt að hreyfa sig nema sé haldið útboð. Hvers vegna eru ekki haldin útboð þegar þessir sérfræðingar eru ráðnir? Þó ekki nema til aðhalds því þekkt er að séu til nefndir sem fari langt yfir sinn skipunartíma (Flugvallanefndin sem dæmi).
Hér er ansi stór brotalöm (spillingafnykur eins og margir nefna það) á ferðinni. Ráðuneyti eyða eins og enginn sé morgundagurinn, án útboðs og án takmarkana, fólk sem á að skila einhverju. Í þessu dæmi var skýrslan kynnt með pompi og prakt án þess að almenningur hefði möguleika á að segja skoðun sína.
Ég er alveg viss um að fullt að fólki hefði getað gert þessa skýrslu fyrir minni pening og á skemmri tíma en auðvitað þurfa ráðherrar að sjá um sína.
Hér er gott dæmi um hvar ríkið getur sparað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2024 | 22:17
Frábær árangur hjá Fiskikónginum
Það er sannarlega hægt að gleðjast með fiskikónginum fyrir þennan árangur. Þekki manninn ekki neitt og aldrei verslað við hann. Elska það samt að hann þorir að segja starfsfólki að nenni það ekki að vinna vertu þá annarsstaðar. Verkalýðsforustan má taka það til sín að þeir ýta of mikið undir veikindadaga sem eiga engan rétt á sér. Heiðarlegir eigendur mega vel segja sína skoðun.
Veit það er margt slúður til um þennan mann en það skiptir mig engu. Hann hefur svo sannarlega unnið fyrir þessu hagnaði og buið til flott fyrirtæki.
Það væri óskandi að væru til fleiri svona eigendur fyrirtækja sem með duganði vinna að flottum fyrirtækjum sem skila góðum hagnaði. Fólk heldur að fiskfyrirtæki skili svo miklu en það breytir engu um að þetta er heljarinnar vinna.
Að lokum segi ég að það er ekki í minni leið að versla við hann en get vel samgleðst honum.
Fiskikóngurinn skilar 110 milljóna hagnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2024 | 11:37
Hafa rafbílar tæknilega yfirburði yfir eldsneytisbíl
Rakst á skoðunargrein á visi.is þar sem Sigurður Ingi Friðleifsson staðhæfir um tæknilega yfirburði rafbíla. Taka verður fram að hann er starfsmaður orkustofnunar sem án efa litar skoðanir hans. Ég er ekki sammála honum og finnst hann fara frekar grunnt í sínar rökfærslur sem oft eru réttlæting. Skoðum þetta út frá hans hlið.
1. Orkunýting
Hann vill meina að það sé betri orkunýting við notkun rafbíls á þann hátt að hann þurfi minni orku til að fara sömu vegalengd, þurfi þriðjung eða fjórðung minni orku (hvort er það?). Nefnir einnig að rafbílar noti frumorku og nefnir kjarorku. Einnig fer hann ekkert út í framleiðslu á rafhlöðum þe. hvernig þær eru unnar með mengun jarðvegs eða framleiddar með eldsneyti. Orkunýting á keyrðan kílómeter getur verið betri en rafmagnið þarf að vera til staðar til að hlaða bílinn hvort sem bílinn er hlaðinn þar eða annarsstaðar, það er orkusóun á framleiddu rafmagni þegar það er ekki notað. Þeirri orkusóun hefur engin vilja svara. Hann endar þennan lið á orðum globalisata: "Þetta þýðir að þjóðir heims hafa jafnari möguleika í framtíðinni á að knýja eigin samgöngur í stað einokunarstöðu örfárra olíuframleiðsluríkja í dag." Sem sagt við eigum sjálf að geta framleitt rafhlöðurnar?
Vandséð að orkunýting sé í raun nokkuð betri þegar allt er talið til.
2. Minna viðhald
Jú vélarlega er minna viðhald en ef rafhlaðan skemmist þá er ansi dýrt að gera við, ólíkt eldsneytisbíl sem skiptir um hlut. Hann fer ekkert út í viðhald dekkja en þar sem rafbíll er þyngri þá slítur hann líka dekkjum hraðar, og einnig götum.
3. Hröðun
Til hvers þurufm við meiri hröðun þegar óttaslegnir sveitastjórnafulltrúar hugsa ekki um annað en að minnka hraða á götunum. Hvað með öryggi þeirra sem eru ekki að keyra?
4. Mengun
Er að fjalla um mengun vegna útblásturs en lætur mengun af dekkjum og sliti gatna alveg vera. Vill meina að útblástur sé svo hættulegur en er það raunin í dag með nýja bíla. Veit ekki betur en sett hafa verið allskonar sýjur og fleira sem draga úr mengun útblástur.
5. Kolefnislaus akstur
Eitthvað sem skiptir engu máli (enda bullvísindi) en þarna skautar hann enn framhjá framleiðslu og hvernig orkan verður til í löndum. Vill meina að sólar- og vindorka séu lausar við kolefnisspor sem er langt frá sannleikanum.
6. Minni hávaði
Það heyrist minna í rafbíl en alveg jafn mikið í dekkjunum. Frekar einföld rök enda nýrri bílar frekar hljóðlátari en áður.
7. Innanrýmishitun
Hvernig það minnkar orkunotkun að þurfa skafa bílinn á veturnar eru frekar lítilvæg rök. Leiðindaverk en það tekur rafmagn frá rafbílnum að gera þetta og í nýrri bílum er flestar rúður rafhitaðar svo þetta fer flótt innan frá með lítilli eldsneytisnotkun ef gert er ráð fyrir að skafað sé að utan. Rýmra um farþega - hvað kemur það orkunotkun við?
8. Heimahleðsla
Hvað kemur það orkunýtingu við. Hann er að lýsa þarna þægindum sem eiga sér stað heima og við vinnu en ekki á langferðum. Fyrir utan það að flestir fylla bíla sína 1x - 2x í mánuði og það er verla svo langar ferðir til þess. Smá óþægindi skaða engan.
9. Orkugeymsla
Hann vill meina að rafbílar geti verið orkugeymsla t.d. í óveðrum. Hvað ef orkuskorturinn er til lengri tíma t.d. viku. Nægir sú orka frá rafbílum sem geymsla? Ekki einu sinni vísindaskáldsögur láta sér detta svona þvæla í hug.
10. Sjálfkeyrandi bílar
Enn fastur í vísindaskáldskap en þegar þær eru skoðaðar þá sést að sjálfkeyrandi fer bara beint frá A-B enda ekki enn fundin leið fyrir óreglulega hluti sem eiga sér stað (ef það finnst nokkurn tímann).
Í lokin tekur hann svo saman að rafbílar séu að aukast og þeir séu framtíðin.
Hann sleppir alveg að taka saman framleiðslu rafhlaðna til að keyra bílana enda verið reiknað út að við eigum ekki nóg hráefni í heiminum til að skipta algerlega yfir í rafbíla. Rafbílar geta verið valkostur í borgum en út fyrir það er erfitt að sjá rökin fyrir almennri notkun t.d. upp á háldendi Íslands. Viðkvæm náttúra má ekki við meiri þyngd bíla. Við núverandi framleiðslu rafbíla þá eru þeir þyngri og slíta götum hraðar. Þarf þá ekki að fá malbik sem þarf olíu?
Nei rafbílar eru ekki framtíðin og bæta ekki orkunotkun heimsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2024 | 10:51
Fyrsta lýsing á umhverfisáhrifum vindmylluorkuvers
Það var kominn tími til að eitthvað rataði í fjölmiðla um hver áhrif vindmyllur hafi á umhverfið. Lesturinn er ekki fagur og margt sem segir að betra sé heima setið. Rýnum nánar í textann:
1. Það er staðhæft að orkuverið skili 209 MW af rafmagni en ekkert nánar farið út hvort það sé stöðugt eða tilfallandi. Samanber að vatnveituorkuver skilar í fullri orku en minna þegar vatnsbúskapur gengur verr.
2. Sjónmengun er ekki talin vandamál en ætti ekki eitthvað sem skagar 200 metra upp í loft að sjást víða. Líklega mun þetta sjást úr Hrútafirði. Auk þess eiga að vera ljós ofan á hverri vindmyllu og 29 ljós sjást ansi víða í myrkri.
3. Á 47 hekturum á að leggja 16 km af vegum og strengi í jörðu. Sem þýðir að jarðvegurinn verður ekki nýttur í annað eftir að orkuverið er lagt niður. Segir meira segja í textanum að ljóst er að jarðvegur utan virkjuninnar muni einnig bera þess bætur vegna raforkustrengja. Flæði vatns gæti breyst á svæði virkjuninnar. Talað er um að færa þyrfti búsvæði álfta án þess að tekið sé fram hver á að borga það.
4. Telja þeir að fuglar muni ekki lenda í spöðum og tala um 0,39 áflug sem segir leikmanni nákvæmlega ekki neitt.
5. Hljóðmengun á ekki að vera vandamál nema fyrir Sólheima sem leggja til jörðina. Furðuleg staðhæfing þar sem hljóð getur barist langar vegalengdir, sér í lagi þegar engar fyrirstöður eru vegna fjalla.
6. Ekki orð um hvort hægt sé að endurheimta jörðina eftir notkun vindorkugarðsins eða hver eigi að borga niðurrif. Þar sem þetta er í einkaeigu hver á þá að borga uppsetningu raflína inn á kerfi landsins.
Mér finnst þetta ekki fögur lesning og alveg ótrúlegt að umhverfissinnar skuli láta svona óskapnað sér í léttu rúmi liggja. Staðfesting á eyðileggingu lands er ótrúlega mikil og miklu meiri heldur en af vatnsaflsvirkjun.
Er ekki kominn tími til að vakna!
Blöðin teygja sig 200 metra upp í loft | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.6.2024 | 15:04
Enginn launamaður verður ríkur af lántöku
Heimsýn bloggið tók saman skemmtilegan samanburð á húsnæðislánum milli Íslands og Danmerkur. Í stuttu máli þá eru raunvextir lítið lægri (jafnvel hærri) í Danmörku. Þarna var reyndar ekki tekinn inn annar kostnaður sem oft leggst á fyrir utan vaxtatöflur.
Eitt sinn keypti frændi minn hús í Danmörku og þetta er langt frá því að vera eitthvað einfalt dæmi. Vextir voru kannski lægri en alls ekki af allri upphæðinni. Þeir nefnilega hækkuðu eftir því sem veðsett var meira. Samanburður er ekkert einfaldur enda aldrei heyrt að þeir sem kaupa eignir á norðurlöndum telji sig eitthvað betur setta en með eignir á Íslandi.
Húsnæðismarkaður á norðurlöndum hefur einnig verið óstöðugri svo að eignamyndun þarf ekkert að vera meiri þrátt fyrir lán séu ekki verðtryggð.
Þetta leiðir líka hugann að launum á Íslandi. Það tala allir um að eignir séu orðnar svo háar í verði en enginn minnist á hvort að launin séu ekki einfaldlega orðin of há. Var að tala við bróður minn sem býr í Noregi, og búið þar í 30 ár, um laun. Þegar ég sagði honum mín laun þá hváði hann - laun eru orðin alltof há á Íslandi.
Ríkisstarfsmenn eiga margir eftir að semja. Ef þeir ætla að fá meira en á almennum markaði þá erum við að tala um verðbólgu. Það þarf nefnilega að fara skera á þessar sífelldu launahækkanir. Draga aðeins saman seglin, lækka verðbólgu og sætta sig við að launamaðurinn getur ekki fengið allt.
Ferðaþjónustan þarf að hætta þessu væli og fara í innri endurskoðun. Vindmyllubarónar á að henda út í hafsauga (enda martröð fólks sem vill lága verðbólgu). Ríkið þarf að átta sig á því að það á ekki að vera stærsti vinnuveitandi landsins.
Margt fleira má týna til en sífelld lántaka gerir alla fátæka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2024 | 12:31
Er kvóti á flótta menn og takmarkinir á hækkun launa ríkisstarfsmanna leiðin til að lækka verðbólgu?
Þessir tveir þættir, flóttamenn og hækkun launa ríkisstarfsmanna, hafa undir óendanlega upp á sig í ríkisfjármálum. Með því að setja kvóta á bæði þá er haldið aftur að ríkisútlátum enda sífellt verið að kalla eftir því.
Það má alveg færa rök fyrir því að náð var ákveðnum tökum á verðbólgu á 9 áratug síðustu aldar með kvótakerfinu. Þá voru settar takmörk á veiðar og ríkið hætti að styrkja útgerðir. Síðan þegar þorskkvótinn var helmingi minni en núna þá borgaði ríkið ekki beint til útgerða. Þá endanlega hjálpuðu lífskjarasamningar til að ná verðbólgunni stöðugri og lágri.
Hins vegar koma alltaf einhverjir jólasveinar, eins og "útrásavíkingarnir", og eyðileggja allt saman. Allar hugmyndir um vindmyllur, fyrir utan hugmyndir Landsvirkjunnar, eru til þess fallnar að auka verðbólgu upp úr öllu valdi. Meira segja hugmyndin um að sleppa eldsneytisbílum er til þess fallinn að hækka verðbólgu.
Verðbólga er ekkert annað en ofurþrýstingur á skömmum tíma í stað þess að taka flugið mjúklega þá fær óða fólkið að ráða för.
Engin spurning að það þarf að skera niður ríkisútgjöld og halda aftur af þeim með kvóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2024 | 15:42
Er stjórnsýsla lýðræðis til sýnis
Umboðslaus forseti Úkraínu fær 82 þjóðir til að skrifa upp á hugmyndir um frið í stríðinu án þess að mótaðilinn fái neitt fram að færa. Ekki bætir úr skák að settar eru afarkröfur sem eru svo óraunsæjar að engin leið er að fá hinn aðilann að samningsborðinu. Minnir um margt hvernig verkalýðsforustan setur fram einhliða kröfur og þá er allt karpið eftir.
Skiptir sem sagt lýðræðislegar kosningar engu máli? Tímabil þessa forseta er lokið og þó séu herlög þá getur landið alveg staðið fyrir kosningum þar sem mestu átökin eiga sér stað á vígalínunni en ekki um allt landið. Hann gæti því alveg sótt sér áframhaldandi umboð. Þessum 82 ríkjum finnst það ekki skipta neinu máli frekar en auðvitað umboðslausa forsetanum.
Virðing Bjarkeyjar fyrir stjórnsýslu er álíka mikil. Það má bara hafa þetta eftir hentugleika og draga lappirnar eins lengi og hægt er.
Eigum við að tala um hvernig ESB bugar aðildalönd til hlýðni. Eigum við að tala um hvernig Demókratar í USA eru að nota dómskerfið til að sverta mótframbjóðenda í forsetakosningum. Eigum við að tala um hvernig USA þrýstir á lönd að fara eftir sínum geðþótta. Eigum við að tala um hvernig mannorð er tekið af fólki ef það leyfir sér að tala um ákveðna hluti. Eigum við að tala um stjórnsýslu sem er þverbrotin í nafni ákveðins málstaðs.
Hvar er þetta svokallaða lýðræði sem alltaf er talað um?
Umdeilanlegur árangur friðarfundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2024 | 22:09
Hver eru efnahagsleg áhrif vindmylluorkuvera?
Þessari spurningu er lítið svarað því sífellt er bent á orkuna en ekki hin almennu áhrif á efnahagslífið. Rúv fjallar í dag um vindmylluorkuver og segir réttilega að mörgum spurningum sé ósvarað. Annað sem lítið er talað um hversu lélegt viðskiptamódel vindmylluorkugarðar eru. Þeir eiga að hafa 25 ára líftíma og alveg óljóst hvað tekur við eftir það. Talað er um að reisa rafeildsneytisverksmiðjur en hver á þá að skaffa þeim orku eftir 25 ár?
Tökum nokkur ósvöruð dæmi (ekki í úr grein Rúv):
- Hver á að borga eflingu tengivirkja til að standa undir aukningu í framleiðslu?
- Er jarðvegur endurnýtanlegur?
- Hver á að borga niðurrif?
- Hvað tekur við ef ekki er hægt að framlengja lífi vindmylluorkuversins? Hver á þá að skaffa orku til afhendingar fyrir t.d. verksmiðjur?
- Ef banna á eldsneytisbíla - hvernig á þá að flytja vörur í verslanir, flytja ferðamenn eða sinna hjálparstarfi ef engin aukaorka hefur komið til?
- Hvers vegna er umræðan ekki um eflingu tenginga frá orkuverum áður en þau eru reist?
- Hvers vegna hefur engin skýrsla komið fram opinberlega um þær vindmyllur sem þegar hafa verið reistar (minnumst þess hvernig gekk að fella þær í Þykkvabæ)?
- Af hverju er ekki gengið út frá reynslu af t.d. einu orkuveri áður en hugað er að fleiri kostum?
- Hvers vegna má ekki virkja meira af vatnsöflum?
- Ef náttúran á að njóta vafans eru vatsvirkjanir þá ekki minna mengandi?
- Hver borgar ef dæmið stendur ekki undir sér vegna bilanna, vindmyllur falla eða eru ekki nógu skilvirkar?
- Við samning á sölu orku með vindmyllur en þær ná ekki að sinna t.d. vegna logns eða of mikils vinds, hver á þá að líða skort ef sú staða kemur upp?
Ég er viss um að það séu fleiri spuringar en sem viðskiptamódel þá er þetta galin leið nema eitthvað sé ljóst hvað gerist eftir 25 ár. Hingað til hefur ekkert verið minnst á slíkt né hvað gerist ef framleiðsluna skortir. Bara ætt áfram eins og þetta sé hið besta fyrir umhverfið (sem það er alls ekki) og skili einungis ábata.
Ábata fyrir hvern?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2024 | 12:43
Barist fyrir frelsinu
Í blogginu í dag eru tvö blogg sem fjalla um baráttuna fyrir frelsi. Annað fjallar um áfengi en hitt um stríðið í Úkraínu.
Björn Bjarnason fjallar um áfengissölu og á netinu og hvenig sú barátta fyrir frelsi til að kaupa vöruna þegar neytandann langar en ekki með boðum og bönnum ríkisins. Fínt grein hjá honum og lítið við það að bæta. Þversögn Björns er samt áberandi því oft í sínum pistlum þá vill hann höft eða aftra að frelsinu. Hann endar á orðum um að hvert skref til frelsis leiði til betri niðurstöðu. Hann vill til að mynda frelsa Úkraínu því Rússar eigi að vera svo vondir.
Hitt bloggið er frá Arnari Sverrissyni hvernig frelsi Úkraínu feli einmitt í sér að viðhalda frelsi spillangar á vesturlöndum. Það hafi lítið með heimamenn að gera að frelsa landið en viðhaldi ástandi spillingar, misnotkunar og í raun alls þess versta sem vesturlönd bjóði upp á.
Baráttan fyrir frelsinu er ekki svona svart hvít og þannig bendir Gunnar Hreiðarsson hvernig fjölmiðlar þegja er kemur að hugmyndum um vindmyllur og framleiðslu þeirra á orku í landinu. Meira segja Landvernd þagði lengi vel. Þetta er mjög athyglisvert blogg hjá honum.
Frelsið sem við leitumst eftir er því enginn algildur einn sannleikur. Hópar og einstaklingar sjá þetta á mismunandi hátt. Flestir tala samt í frösum þar sem hugtakið er óskilgreint en við eigum að ímynda okkur hvað sé rétta leiðin. Því miður er hún ekki til.
Frelsið verður til í samskiptum þar sem ákveðin sátt næst. Berjumst gegn þögninni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2024 | 12:09
Í nafni lýðheilsu vakna ráðherrar
Allt í nafni forvarna sem með réttu heitir valdstýring að þá vakna ráðherrar. Á sama tíma stimpla þeir lög (jaðrar sumt við ólög) vegna EES samningsins og þá fljóta þeir sofandi.
Alveg með ólíkindum hvað íslenskir ráðherrar og þingmenn halda að þeir viti betur en fólkið í landinu.
Willum blandar sér í áfengismálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)