12.6.2024 | 15:54
Vindmylluræflar sækja víða fram
Hélt reyndar að austfirðingum þætti vænna um land sitt en þetta. Sveitastjórnir sem eru kosnar af fólkinu en er þetta örugglega rödd fólksins. Þau reynda blanda inn í þetta tekjum af fiskeldi en hversu vænt þykir þessu fólki um land sitt.
Tekjur af vindmyllum er frekar skammtímalegur því endingatími er ekki nema 25 ár svo eftir hverju er eiginlega verið að sækja?
Þau tala um um rafvæða hafnir en á austurlandi er mest unnið með uppsjávarfisk sem Hafró finnur ekki og því lítið verið veitt síðustu ár.
Þessar sveitasjórnir ættu að snúa sér meira frá ríkinu og finna aðrar og betir lausnir fyrir svæðið. Þetta skilar sér í mesta lagi í skamman tíma líkt og með Kárahnjúkavirkjun. Þau áhrif fara dvínandi svo er svarið að sækja meira til ríkisins?
Held ekki.
Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2024 | 12:17
Bruðl í samgöngumálum í stað skilvirkni
Hugmyndin af samgöngusáttmálanum var póltísk auglýsing því nánast ekkert af honum hefur skilað sér. Mikilvægustu gatnamótin eru látin óhreyfð (við Sprengisand) en í staðinn eytt ógrynni fjár í brú sem skilar takmörkuðum árangri.
Vandamálið í með borgarlínu og strætó er flestar ferðir eru fram og til baka. Til að ná almennilegri hagræðingu þarf að búa til hringferðir í báðar áttir. Þannig næst mun betri nýting en eftir því er ekki unnið því að á Íslandi þarf alltaf að finna upp hjólið með of háum kostnaði.
Fossvogsbrúin breytir alltof litlu og kemur í raun alltof seint þegar búið að tala um þessa framkvæmd í meira en áratug. Nær væri að gera göng frá Hafnarfirði. Til að ná hagræðingu og fækkun bíla þá reynirðu fyrst að minnka umferð frá jaðrinum. Borgarlína kemur ekki einu sinni nálægt því.
Borgarlína er misheppnuð aðgerð og miklu nær væri að hætta við samgöngusáttmálann. Vinna þetta upp á nýtt út frá hagræði þar sem unnið er út frá heildarmynd en ekki óskahugmyndum fárra.
Segja bruðlað með skattfé borgaranna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2024 | 16:53
Eru nýir bílar betri? - framleiðendur svindla
Nýlega yngdi ég upp bílinn minn þar sem ég taldi mig fá betri bíl. Vissulega minna keyrður og get notað lengur en samt líður mér ekki eins og ég sé á betri bíl. Bíllinn eyðir svipað og það fylgja allskonar þægindi en skipta mig sem bílstjóra ekki öllu máli. Þannig eru allskonar skynjarar t.d. hreyfiskynjari þegar bakkað, regnskynjari o.fl. Bakkskynjarinn er flott viðbót en regnskynjarinn er þægilegur en varasamur í vetrarfærð.
Þrátt fyrir þægindin þá segir það lítið til um hvort bílinn sé betri vélarlega. Tæknin hefur hjálpað við að minnka eldsneytisnotkun en bili eitthvað þá getur verið meiriháttar mál að gera við. Er það endilega að skila betri bíl? Það sem menn gátu gert áður eða það tók ekki svo langan tíma að gera við hefur snúist alveg við. Nú er flókið að gera við og það tekur langan tíma. Svona svipað og hið óendanlega aukning skrifræðis.
Nú vill svo til að bílaframleiðendur í Japan voru gripnir við að svindla. Frægt er þegar evrópskir bílaframleiðendur gerðu lítið úr ESB og loftlagstrúðum er þeir svindluðu á díselprófum. Í þetta sinn eru það Japan sem svindla á öryggispróf. Framleiðendur Suzuki, Mazda og Toyota hafa verið gripnir. Allt gert til að líta vel út á markaðinum. Eigum við að treysta þeim? Eru aðrir framleiðendur eitthvað betri?
Freistni framleiðenda er mikil að stytta sér leið í skrifræðishvelvíti. Niðurstaðan er samt sú sama - við erum ekki að gera betri bíla.
Er ekki kominn tími á að ráðast á skrifræðið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.5.2024 | 09:48
Fundin lausn en þá er samt öll vinnan eftir
Í almennri umræðu um málefni er oft talað um einfaldar lausnir og þá sé björninn unninn. Við höfum fundið lausn og málin reddast. Því miður er þessi hugsunarháttur alltof algengur og langt frá því að vera lausn.
Þótt við ákveðum lausn þá er öll vinnan eftir. Borgarlína er gott dæmi um lausn sem hefur verið ákveðinn (en samt ekki) og það eigi að veita lausn á samgöngumálum. Slíkt er svo fjarri sanni að eiginlega fyllist maður vonleysi að einhverjir (margir kjörnir fulltrúar) trúi því að þetta sé lausn.
Fyrir utan lausnina að finna rekstrargrundvöll, hver borgar og fækkun á bílanotkun þá á enn eftir að fjölga farþegum. Slíkt gerist ekki að sjálfu sér og í núverandi kerfi þá fjölgar notendum ekkert. Lausnin, sem á að vera lausnin, er eftir allt alls ekki svo góð.
Kolbrún Baldursdóttir bendir einmitt á hversu galið er staðið að framkvæmdum við Arnarneshæð. Það á að gera allt í einu en án þess að huga hvernig umferðin verður hinu megin við framkvæmdirnar. Sem sagt fundin lausn en ekki skoðað í heild sinni. Þannig verður til nýtt vandamál sem fær lausn eftir dúk og disk.
Annað sem má nefna er Fossvogsbrú. Sem í fyrst, fyrir um áratug, virkaði fín hugmynd en eftir því sem árin líða þá verð ég alltaf meira andstæður þessari framkvæmd. Ekki vegna þess að hún skili engu heldur hversu takmarka lausn hún veitir. Miklu nær væri að tengja saman Álftanes við Kársnes og þaðan út í Skerjafjörð. Víst að brú nær þessu ekki lengur þá með göngum. Nægt pláss er við að setja gangamun við Hafnafjörð og annað við Skerjafjörð. Minna pláss er núna við Kársness en þó möguleiki.
Þótt hugmyndir virðast góðar þá eru þær oft ekki eins góðar þegar framkvæmdum lýkur. Hönnun öll við mislægu gatnamótin við Elliðaá - allt stíflað morgna og kvölds vegna lélegrar hönnunar af- og aðreina. Hönnun við Rauðavatna að hringtorgi frá Vesturlandsvegi - of mikil beygja þannig að umferðin áttar sig illa hversu langt er að hringtorginu og hægir umferðina of mikið. Afreinin frá Lindahverfi í Kópavogi er svo blind að það stoppar reglulega alla umferð.
Það eru mýmörg svona dæmi í umferðinni á höfuðborgasvæðinu og þótt fundin sé lausn, jafnvel sem virðist virka, þá er engan veginn hægt að segja að það sé endanleg lausn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2024 | 10:47
Réttur til frelsis
Morgunblaðið sló þessu upp hjá sér í leiðara í morgun. Var að fjalla um Úkraínu og rétt íbúa þess til frelsis. Við ættum að styðja stríð því það væri leið til frelsis á vesturlöndum. Þórdís Reykfjörð og Björn Bjarnason hafa talað á svipuðum nótum.
Skrýtna er að þetta sama fólk og fjölmiðill (ekkert frekar en flestir aðrir fjölmiðlar hér á landi) fjalla ekkert um rúið frelsi sem WHO stefnir að með yfirráðum þegar um faraldra er að ræða. Hvar er réttur okkar þá til frelsis? Ef farið er svipaða leið og í Covid-19 þá er frelsið algerlega tekið af okkur.
Morgunblaðið ætti að tala um frelsi fólksins í Líbíu sem var tekið af þeim af undirlagi NATÓ. Getum einnig minnst á Sýrland, Írak og Afganistan. Vörðuð leið íbúa þess að frelsi sem endar með enn minna frelsi en var fyrir.
Réttur til frelsis væri líklegri leið þar sem ríkisvald eða alþjóða stofnun skiptir sér ekki um of af íbúum landa. Leyfi löndunum að stjórna út frá sinni velþóknun og samþykki að eitt stjórarfar sé ekki endilega það sem henti öllum.
Réttur til frelsis er að koma á frið í Úkraínu og að ríkistjórnir og alþjóðastofnanir sleppi þörfinni að halda að þeirra leið sé sú rétta. Fjölmiðlar mega síðan fara fjalla um málefni og minnka þennan eilífa áróður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.5.2024 | 11:48
Fáránlega léleg þýðing á greininni
Vissulega er inntak greinarinnnar að fiskiolíur geti leitt til hjartaáfalla en það þarf að lesa alla greinina því þar segir neðst:
We recommend buying it from only a handful of reputable companies, and from their specific website, Isaacson said. The difference in quality between fish oil stored in a hot warehouse thats close to expiration and fish oil thats recently been produced, sent directly from the company, and kept in the home refrigerator is night and day.
Sé tekið inntakið af þessu enska texta þá er verið að amast út í stór fyrirtæki, eins og Amazon og Wallmart, fyrir að geyma ekki fiskiolíurnar á köldum stað. Ef þær eru geymdar við of hátt hitastig þá eykst möguleikinn á skemmdum, sem gætu leitt að niðurstöðum rannsóknarinnar.
Með öðrum orðum þá er ekkert verið að hafna lýsi eða fiskiolíu heldur að undirstrika að það þarf að geyma þær á köldum stöðum til að halda virkni sinni.
Alveg hreint óþolandi hvað íslenskir fjölmiðlar slá fram einhverju einfaldlega vegna fáránlegra lélegra þýðingar á efninu. Svo finnst þeim í lagi að fá ríkisstyrk - skammist ykkar.
Segja lýsi auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.5.2024 | 12:17
NATÓ er ekki lengur varnarbandalag
Björn Bjarnason skammar forsetaframbjóðendur fyrir vanþekkingu á hlutleysi Íslands. Það er alveg rétt að Ísland er ekki hlutlaust og hefur ekki verið síðan það gekk í NATÓ. Vissulega réttmæt gagnrýni hjá Birni.
Hins vegar heldudr Björn því enn fram að NATÓ sé varnarbandalag. Varnarbandalag ræðst ekki á önnur lönd heldur sér um varnir bandalagslandanna. Þegar NATÓ réðst inn í Líbiu þá henti það varnarbandalags hugsuninni út í hafsauga. Stækkun bandalagsins langt í austurátt er einnig fjarri upprunalegu hugmyndinni um varnir á Atlantshafi.
Björn þarf að uppfæra hugmyndir sýnar um NATÓ líkt og forsetafrabjóðendur þurfa um hlutleysi landsins. Björn hefði líka gott af því að skoða þátt NATÓ í Úkraínustríðinu betur og af hvernig það leiddi til stríðsins. Vissulega vorkenni ég Úkraínumönnum af stríðsástandinu en ef NATÓ hefði ekki tekið svona mikinn þátt þá væri ástandið þar öðruvísi. Ef einhverjum svelgist á slíkri fullyrðingu þá er kominn tími á að skoða fleiri sjónarhorn en vestrænna miðla.
Hið rétta um hlutleysi landsins er að við höfum ekki verið hlutlaust land síðan við gengum í NATÓ og jafnvel má halda því fram að Ísland hafi aldrei verið hlutlaust.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2024 | 23:27
Miðaldra fúla konan
Löngum hefur verið talað um miðaldra fúla kallinn sem kvartar yfir öllu. Þessi ímynd er greipuð inn í þjóðarsálina en aldrei er talað um miðaldra fúlu konuna.
Í forsetakosningunum er tveir frambjóðendur sem samt falla í þennan flokk. Jón Gnarr hefur séð um fúla kallinn þótt fjölmiðlar reyni allt sem þeir geta að sýna trúðinn í honum og hann létti sjónvarpsumræður. Því miður kemur fátt annað fram frá honum en fúli miðaldra kallinn.
Steinnunn Ólína hefur komið hinu kyninu til bjargar með að vera fúlynda miðaldra konan. Hún hefur amast yfir Katrínu og fátt lagt annað til málana. Fín leikkona en því miður hefur með aldrinum eitthvað lent í fúlu skapi og leyfir okkur að njóta þess. Hún hefur allavega fært okkur sönnur á að mialdra fúla konan er líka til.
Samt verður að segja eins og er að það er afar lítil eftirspurn eftir miðaldra fúlu fólki, óháð kyni þess. Minnsta kosti leggið eitthvað til málana þrátt fyrir fúlyndi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2024 | 15:04
Frekju- og hrokapólitík
Flestir þekkja til freka pólitíkusarins sem vill fá sínu fram hvað sem á bjátar. Í raun má segja að stundum er gott að vera fylgin sér en engum er samt gott að vera of frekur í framgangi sínum.
Hroki í pólitík er líka þekkt og hver man ekki eftir orðunum "þið eruð ekki þjóðin".
Ef farið er yfir flokkana þá væri Framsókn síst til að nota þessa taktík því þeir einfaldlega sveigja bara af leið. Þeir samt ganga yfir fólk með sífelldum nefndum og samningum sem lítið kemur út úr en telst varla vera frekja eða hroki, frekar sem vinagreiði. Miðflokkurinn kemur úr ranni Framsóknar þannig að það er ekki alveg komin reynsla í hvaða átt þeir leita.
Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar stunda allir frekjupólitík sem gengur út á afar takmarkað hvað þeir vilja. Halda að það sé skýrara fyrir almenning en er bara sértrúa þáttur fyrir fáa.
Sjálfsstæðisflokkurinn reynir að feta af frekjupólitík og hroka en dettur yfirleitt öðru hvoru í þann gír.
Samfylkingin er allra verst í þessu því hún stundar bæði stöðugt. Það skiptir engu máli hver er í brúnni eða hvort séu í stjórn eða stjórnarandstöðu. Dagur B. er í forsvari fyrir þá þar sem hrokinn lekur af þeim í þeirri mynd að hann gerir aldrei mistök heldur var það einhver annar. Kannski var þetta bara misskilingur eins og bæjarstjóri Kópavogs segir þegar hún var gerð afturræk með tillögu (komst í gegn hjá Sjálfsstæðismönnum en er ekkert annað en krati).
Hroki í pólitík er það allra versta því auðmýkt þarf að vera til staðar hjá kjörnum fulltrúum. Þeir eru kosnir af fólki en ekki settir sjálfviljugir í embætti. Þannig birtist hrokinn sem að þeir séu allra þótt hið rétta er að aðeins fáir hafa áhuga eða fylgja. Þeir sem nota hroka vilja að aðrir séu undir þeim og geta ekki samþykkt að jafningja eða að aðrir geri betur.
Það átakanlega skortið auðmýkt í kosna fulltrúa landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2024 | 12:23
Hvernig skattalækkun gæti leitt til lægri stýrivaxta
Seðlabankinn er að senda skýr skilaboð til ríkis og sveitafélaga. Aðhald og sparnaður lækkar stýrivexti þannig að fjárlög næsta ár á það að vera í forgrunni. Hins vegar virðist lítið benda til þess að á það sé hlustað. Verkalýðsforustan hjálpaði ekki með samningum sem auka útgjöld s.s. með fríium máltíðum í skólum.
Hugum að því hvernig hægt er að lækka skatta og þannig ýta undir vaxtalækkun. Hægt er að horfa á neysluvörur eins og áfengi og eldsneyti. Vörur sem eru keyptar regluega af neytendum. Með því að lækka skatta á þeim þá er líklegra að neytandinn kaupi aðeins meira en á sama tíma eykst ekki magn peninga í umferð. Neytandinn fær þannig ekki mikið svigrúm en þó nóg fyrir aðeins meira.
Margföldunaráhrifin geta verið mikil. Einn aukabjór á hvern neytanda þýðir einfaldlega fleir krónur í vasann fyrir ríkið vegna virðisaukaskattsins. Lægra eldsneyti virkar eins því líklegra er að neytindinn keyri meira ef verðið á eldsneyti er lægra og á sama tíma mögulega stoppa einhversstaðar og kaupa snarl.
Því miður höfum við ekki ríkisstjórn sem hugsar á þennan hátt heldur vill eyða eins og enginn sé morgundagurinn. Hún trúir því líka að hægt sé sífellt að hækka skatta og fá meira í kassann þrátt fyrir að löngum hefur verið sýnt fram á annað. Þegar peningamagni í umferð haldið uppi með lánum þá leiðir slíkt alltaf til verðbólgu ólíkt því þegar neytendavara fer á milli í viðskiptum. Hvatinn með lægri sköttum á neytendavörur þýðir ekki meira peningamagn heldur að neytandinn fær aðeins meira fyrir sama magn peninga.
Peningamagn sem er aukið með lántökum leiðir alltaf til verðbólgu (nóg að líta til Bandaríkjanna þessi dægrin). Þess vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti fyrr en aðhaldi er beitt í lántökum. Almenningur blæðir því ríki og sveitafélög halda ekki að sér höndum og huga að hærri tekjum án hækkunar skatta eða lántöku.
Verðbólgan þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)