Notkun tungumálsins

Oft á tíðum er otrúlegt að fylgjast með notkun tungumáls okkar. Þegar ég ólst upp var hreinræktunarstefnan alls ráðandi og stíllinn skipti öllu máli. Fyrir um 100 árum var danska alls ráðandi í tungumálinu og menn spurðu hvort töluð var íslenska, danska eða blöndu af beggju.

Í dag er enska alls ráðandi í íslensku máli og er mjög yfirgengileg. Meira segja barnaefni sem er talsett efni verður ekki varhluta af þessu (horfið á Dóru könnuð (Dora the Explorer) því til staðfestingar). 

Málfar og stíll bloggara er líka mismunandi en verra er þegar ritstýrðir fjölmiðlar kunna ekki sitt fag. Til að mynda var fyrirsögn í Séð og heyrt um daginn: "Flutt í sundur". Ef hugsað er um merkingu orðanna þá er þetta alger merkingaleysa og alls ekki í anda íslenskra réttritunarreglna. Fólk skilur og fólk flyst í sitthvort húsið en þau sjálf eru ekki að flytja í sundur.

Örugglega væri hægt að finna fleiri dæmi en algengt í dag er að breyta íslenskri málvenju og búa til enska útgáfu af orðinu s.s. stjórnun, miðlun o.fl.

Sjálfur er ég ekki réttritunar sinni en að þröngva annarri málvenju en þekkist í íslensku máli. Hverju sem um er að kenna þá finnst mér eðlilegra að við tölum okkar mál vel heima en annað tungumál annarsstaðar. Að skipta á milli getur verið erfitt en er samt okkur í hag, önnur útkoma er bara hrognamál. 


Ó hvað það er erfitt að vera frægur

Þetta er alveg ótrúleg frétt. Hefur manneskjan engan snefil af sjálfsvirðingu. Lætur mann sem hún hefur nýlega kynnst stjórna öllu í sínu lífi.

Annaðhvort hefur Britney verið komin á botnin í þunglyndi eða hún hefur bara ekkert á milli eyrnanna.

Það hlýtur að sjá fyrir endan á þessari sápuóperu í beinni. Ekki skemmtileg fyrir Britney en heimurinn virðist ansi upptekinn af þessu.  Sorgarsaga og segin saga - ekki er allt sem sýnist. 


mbl.is Lutfi sagður hafa deyft Britney með lyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegir smáskífukóngar

Við val á hvaða tónlistaraður/hljómsveitir eru bestu smáskífuhöfundar ákvað ég að taka tillit til allra áratuga en ekki bara sú tónlist sem ég hef gaman af. Með því til hliðsjónar spannar listinn frá 6 áratugnum til dagsins í dag.

Smáskífan er að deyja út en segja má að 7" formið sé hið fullkomna plötuform (svo vitnað sé í Morrissey). Eitt frábært lag á fyrri hliðinni og uppfylling eða frábært lag hinumegin. Hvað er hægt að biðja um meira.

Fyrir Íslands hönd þá hafa smáskífur aldrei náð velgengni en helst bæri að nefna í þessu samhengi: Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórsson, Bubba, Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn. Allt tónlistarmenn sem hafa gefið út ótrúlegt magn laga sem hafa náð vinsældum.

En byrjum listann:

20. Ray Charles - átti hvern smellinn á fætur öðrum og margt gott um þá að segja.

19. Blondie - færðist frá pönki yfir í vinsældapopp án þess að missa stall enda á hljómsveitin ógrynni af góðum lögum. Hápunktur Heart of Glass

18. Beautiful South - þótt ótrúlegt megi virðast þá átti þessi hljómsveit alveg ótrúlegt magn laga sem náði inn á topp 20 í Bretlandi.

17. Supremes - þessar gellur stóðu vel fyrir sínu og síðar Diana Ross.

16. Blur - af þeim plötum sem ég hef heyrt með Blur finnst mér bara ein nógu heilsteypt. Áttu frábæra smelli og hápunkturinn var Parklife. 

15. Kinks - flestir tala um Bítlana eða Rolling Stones þegar fjallað er um 7unda áratuginn. Færri hafa fylgst með Kinks en þeir eiga ógrynni frábærra laga eins og Sunny Afternoon, Waterloo Sunset o.fl.

14. New Order - eitthvernveginn tókst þeim seint að gera heilsteyptar LP plötur en smellirnir runnu af þeim. Áttu vinsælustu 12" allra tíma með Blue Monday en hápunkturinn er frá 1987 með True Faith.

13. Bananarama - Breskt tríó eins og Supremes og átti jafnmörg lög á vinsældalistum í Bretlandi og Bítlarnir. Þekktar fyrir drykkjuskap og læti en tókst samt að heilla fólk.

12.  Madonna - ókrýnt drottning skemmtana iðnaðarins. Hefur farið frá litlu stelpunni yfir í dræsuna og þaðan nýjar leiðir. Alltaf kemur hún aftur og virðist eiga endalaust líf.

11. U2 - það fer enginn í grafgötur með það að þeir hafa átt þvílíkan fjölda af smellum. Sjálfum finnst mér Pride besta smáskífulagið og ekki skemmir videoið með því. 

10. David Bowie - kamelljón tónlistariðnaðarins kemst auðvitað á listann. Hefur farið í ýmiss gerfi og sum hreint út sagt hörmung. En þegar vel tekst til þá er fátt sem slær honum við. Hápunktur er Changes fylgt fast á eftir með Space Oddity. 

9. The Rolling Stones - þeir eiga frábærar smáskífur og sköpunargleðin frá 1968 - 1973 er ótrúleg. Alger hápunktur sem náði hámarki með Gimme Shelter.

8. The Jesus And Marychain - kannski finnst mörgum þetta skrýtið en þeir voru ótrúlega öflugir frá 1985 - 1987 með kröftugum lögum. Höfðu svo mikil áhrif á síðari tíma bönd að hún verður að vera inni. Hápunktur Never Understand.

7. Micheal Jackson - sama hver skoðun okkar er á honum þá hefur hann sent frá sér alveg ótrúlega grípandi og vinsæl lög. Markaðsmaskína í fremsta flokki.

6. R.E.M. - fjöldi smáskífna þeirra er ótrúlegur og krafturinn frá byrjun engu líkur. Hápunkturinn var 1992 þegar þeir gáfu út 6 smáskífur af sömu plötunni og ekkert þeirra lélegt. Hápunktur er auðvitað Everybody Hurts.

5. Bob Dylan - hver annar gat gefið út jafn mörg frábær lög og hann. Ekki sem einstaklingur og hápunkturinn er Like a Rolling Stones sem jafnframt er ein besta smáskífa allra tíma.

4. ABBA - eftir að hafa slegið í gegn í Eurovision þá kom þetta á færibandi. Waterloo sem hápunkturinn.

3. Elvis Presley - sá sem kom fyrstur með þvílíkt magn smáskífna og hvert lagið á fætur öðru betra. Kóngur í ríki sínu og mér finnst Always On My Mind með því besta. 

2. The Beatles - það væri ekki hægt að horfa framhjá þeim enda þvílíkt magn af slögurum. Hápunkturinn er Hey Jude þó ekki væri nema fyrir þær sakir hversu langt það var. 

1. The Smiths

smiths3b

- kannski kemur mörgum á óvart en þau 4 ár sem sveitin gaf út efni þá gaf hún út smáskífu á 3ja mánaða fresti (geri aðrir betur). Ekki nóg með það heldur vissi maður aldrei við hverju var að búast og h

ápunkturinn var 1986 - 1987. Á milli síðustu tveggja platna þeirra gáfu þeir út 4 smáskífur (ath! á þessum 2 árum gá

fu þeir út 8 smáskífur). Fyrst kom rokkarinn Panic. Eftir það kom popplagið Ask. Þá rokklag með þungarokkstakti Shoplifters of the World og endaði á rokk/popp lagi Sheila Take a Bow. Ekkert af þessum smáskífum endaði síðan á stóru plötunum sem komu út þessi ár. Þetta hefur enginn annar gert (svo ég viti) og því fá þeir titillinn smáskífukóngarnir. 

Að lokum þeir sem krauma undir en komust ekki á listann:

Madness - fjöldaframleiddu smelli

Kraftwerk - eiga frábærar smáskífur

Pet Shop Boys - náðu góðu tímabili en döluðu svo

Wedding Present - fyrir þá hugmynd að gefa út smáskífu í hverjum mánuði í eitt ár. Þrekvirki sem þeir stóðu við.

Næst er hugmyndin að taka breiðskífukóngana


Stundum erfitt að vera barn frægra

Til eru margar sögur um börn frægra einstaklinga pluma sig ekki þótt vissulega séu til sögur sem sýna hitt. Staðreyndin er sú að oft eru börn frægra merkt foreldrum sínum og allt sem foreldrarnir standa fyrir eiga börnin að standa fyrir.

Leiðinlegt að einstaklingar geti ekki fengið að njóta sín sem slíkir en brennimerktir af því sem foreldrarnir gera. Þetta er ekkert bundið við fræga fólkið því oft vilja börn vera kennd við foreldra sína og þeim enginn séns gefinn á að standa sig vel á sínum forsendum.

Í þetta sinn er greinilega sorgleg saga um dreng sem var bara skuggi föður síns.


mbl.is Sonur Marlons Brando látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæmi ekki á óvart að hann gerði það

Eftir enn einn skrípaleikinn í borginni í dag þá tók nýr borgarstjóri við lyklavöldum með þeim orðum að láta verkin tala. Ég er nokkuð viss um að hann gerir það.

Í fyrsta lagi þá hefur Ólafur ákveðna hugsjón sem hann vill ná fram (sem er meira en fráfarandi borgarstjóri). Hann er líka maður sem lætur verkin tala en ekki blaðra þvælu og æsa upp lýðinn.

Framkoma Dags og Svandísar í dag er til háborinnar skammar. Auðvitað áttu þau að taka af skarið og róa fólkið en ekki æsa það upp með múgsefjun og yfirlýsingum sem engin innistæða er fyrir. Þarna sýndu þau ekki framtíðar leiðtoga hæfileika heldur láta stjórnast af vinsældum og skoðannakönnunum. Hvorugt sem góður leiðtogi getur treyst á í blindi.

Ungliðar tala um sögulegan hlut og það eina sögulega er hversu sorglegur þessi atburður af þeirra hálfu er. Hitt sögulega er að sýna fram á hversu lítlir leiðtogar frafarandi meirihluta eru.

Leyfum frekar manni sem vill láta verkin tala og mun gera það. Sanna sig og sýna fram á hverju er hægt að ná fram með hugsjónum en byggja ákvarðinar sýnar á vinsældum og skoðannakönnunum. Óska Ólafi velfarnaðar í starfi borgarstjóra og spái að hann muni standa sig vel. 


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... og hvað um það!

Verð nú bara að segja eins og er. Þetta hafði ósköp lítil áhrif á mig. Gaman að sjá liðið loksins spila almennilega en hvort þeir unnu Ungverja stórt eða lítið skiptir engu máli.

Hef komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefur ekkert að gera í EM keppni. Breyddin er einfaldlega ekki til staðar og mótin eru of þétt í handboltanum. Það hentar Íslandi illa og því ættu þeir helst ekki að keppast um að komast svona ört á stórmót. Það er bara staðreynd sem við ættum að horfast í augu við.

Það var lílka annað að sjá í þessum leik en nú hafði liðið svör en sýndi ekki uppgjöf eins og í fyrri leikjum. Með sama hugarfari vinna þeir Spánverjana og keppa um sjöunda sætið.

 


mbl.is Stórsigur gegn Ungverjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagur væri góður sápuóperu skrifandi

Eitt mesta sjónarspil í pólitískri sögu Reykjavíkur tók enn eina óvænta stefnuna. Fjórflokka meirihluti fékk í bakið sem hann byrjaði með - að uppskera eins og þú sáir.

Vonlaust samstarf frá upphafi, enda enginn markmið eða stefna. Hver höndin upp á móti annarri og svo átti þetta að heita gott samstarf. Það segir sig sjálft að séu engin markmið þá ráfum við stefnulaust áfram í villu og svima en það er einmitt þar sem Dagur virðist vera dags daglega. Engum tengslum við raunveruleikann og allir eru vinir. Rausandi hástemmd en innihaldslaus orð liðlangan daginn.

Ég spáði því að fjórflokka meirihlutinn yrði aldrei langlífur og hann hélt þó út í 100 daga. Það hefur gengið eftir og nú spái ég að Bingi hverfi af vettvangi stjórnmála og Dagar Dags séu líka liðnir en hann muni klára kjörtímabilið og hverfa í önnur störf eftir það. Enda hvorugur að setja pólitískt mark með afgerandi hætti. Svandís er óráðin og gæti farið á hvorn veginn sem er. Mér segir samt hugur að hún muni koma best út úr þessu og viðhalda sínu pólitíska lífi.

Og þar með lauk sápuóperunni. 


mbl.is Dagur: Óvanur því að samstarfsmenn segi ekki satt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkandi sól og sálartetrið

Hvað má segja um sálartetrið við hækkandi sól. Svo virðist sem að fólk fái meiri bjartsýni og líti hlutina öðrum augum en þegar sólin hnignandi fer.

Þannig vill hinn almenni trúa því en það geri ég ekki. Vissulega er þægilegra að hafa sólina lengur og meiri birtu en að við látum veðrið og birtu stjórna skapgerð okkar er fyrirsláttur. Þegar sól er lægst á lofti höfum við búið til hátíð sem í megindráttum í dag snýst um að eyða peningum. Hefur það ekki verri áhrif á sálartetrið?

Þeir sem eiga nóg af peningum fá samvisku yfir því að eyða í eitthvað en hefðu kannski frekar átt að eyða tíma með ástvinum. Þeir sem eiga of lítið missa sálarró yfir því að eyða of miklu. Er þetta raunin? Held ekki heldur.

Við stjórnust bara af eigin geðþótta og hvort sem sól er lágt eða hátt á lofti hefur ekkert með það að gera frekar en veðrið.

 Þess vegna er bara um að gera að fara út í snjóinn og njóta augnabliksins. Það hefur best áhrif á sálartetrið.

Við erum stjórnvaldið

Það er svolítið furðulegt að lesa viðbrögð við mannréttindadómstólnum um kvótakerfið. Þar segir einn t.d. að stjórnvöld verði að hugsa sinn gang. Síðast þegar ég vissi þá erum við stjórnvaldið. Þjóðin er stjórnvaldið en það er ekki sérbákn sem við erum í stríði við.

Við sem þjóð mótum stjórnvaldið og setjum því leikreglurnar en þeir sem hugsa að stjórnvaldið sé sér fyrirbæri missa af tækifærinu að móta þetta stjórnvald sem er í raun eign þjóðarinnar. Vandamálin sem upp koma stafa ekki af stjórnvaldinu sem slíku heldur fólkinu á bakvið sem á það til að misskilja hlutverk sitt. Lýðræðið á Íslandi er samsett af löggjafavaldi (Alþingi), Framkvæmdavaldi (Stjórnsýslan) og dómsvaldi (Dómstólar).

Það sem gerist er að framkvæmdavaldið heldur að það hafi löggjafavald og/eða dómsvald. Með kvótamálið var einmitt sett reglugerð um hvernig skattheimtu skuli framfylgt sem er hlutverk löggjafavaldsins og síðan þarf dómsvaldið að skamma þá. Hef sjálfur lent í þessu hjá skattinum. Ég sendi inn löglega umsókn um endurgreiðslu en framkvæmdavaldið setur sig í dómarasæti og vill meina að eitthvað sé að og neitar að afgreiða. Málið er bara að það er ekki í höndum framkvæmdavaldsins að dæma um það. Þeirra hlutverk er að framkvæma og annarra að dæma. Þeir geta sent inn þá til dómsvaldsins til skoðunnar.

Það sama má segja um virðisaukakerfið. Allir geta sótt um að fá virðisaukanúmer en þegar hlutirnir ganga ekki upp og endurgreiðsla á að eiga sér stað þá tekur framkvæmdavaldið sér dómsvald og lokar fyrir. Sé lýðræðið í raun virkt þá ætti önnur stofnun að loka fyrir virðisaukanúmer en gefur þau. Ein stofnun framkvæmir en önnur dæmir um hvort eðlilegt sé að rekstur fái að vera áfram.

Kannski stafar þetta af fámenni okkar en samt eitthvað sem við látum viðgangast sem þjóð hvernig stjórnsýslan fer yfir strikið og tekur sér vald sem hún hefur ekki. Við breytum því ekki með væli eða vonleysi. Við breytum því með að efast um aðgerðir, tala um þær og leita réttar okkar. Því eftir allt viljum við vera lýðræðisþjóð og engin móta þjóðina nema þjóðin sjálf.


Annual 2007

Þegar árið líður í aldanna skaut er eðlilegt að líta yfir farinn veg og sjá hvernig gekk árið 2007. Sjálfur geri ég ekki áramótaheit sem slík en stefni að gera ákveðna hluti á næsta ári og vera sáttur við árið.

 Að mörgu leyti er ég sáttur við 2007 en eins og gengur og gerist þá gengur ekki allt upp. Sumt hefði mátt vera öðruvísi en margt var eins og til var ætlast. Þannig að persónulegum nótum þá er ég að mörgu leyti sáttur en stefni að gera enn betur 2008.

Það minnis stæðasta:

Ég náði að byggja upp hús og steypa sperrurnar en stefnan var að það yrði fokhelt í ár sem ekki náðist. Ég ferðaðist á nýjan áfangastað sem var skemmtileg tilbreyting og ég náði að lesa meira og hlusta en árið á undan.

Það besta og versta:

Tónlist:
A Place To Bury Strangers - A Place To Bury Strangers
Stórfyrirtæki loksins að vakna til lífsins og átta sig á að hægt er að selja tónlist á netinu án þess að njósna um kaupendur

Bækur:
Las  bók Richard Branson - Screw It Let's Do It sem var ansi skemmtileg. Svart á Hvítu var líka mjög góð bók.

Kvikmynd:
Sá lítið í bíó nema barnamyndir og já Bourne Ultimatum var betri en James Bond myndin. Die Hard var samt ekki nógu góð

Sjónvarp:
Meira af íslensku leiknu efni en því miður á kostnað gæða. Næturvaktin upphafin en satt að segja frekar klisjukennt handritið skyggði á góðan leik. Menningarhlutverki Ríkissjónvarpsins ekki nógu vel sinnt og m.a. sýnir Stöð 2 þátt frá Ólympíuleikum fatlaðra sem ekki var gert á Rúv. Rás 2 ætlaði ekki að borga mönnum fyrir að spila tónleika í útvarpssal. Rúv ætlaði ekki að sýna frá Sterkasti maður Íslands of fleiri þættir sýnir svo ekki verður um villst. Ríkissjónvarpið er alls ekki að sinna menningarhlutverki sínu og mikið þarf að gerast til að komast nær því.

Fréttir:
Rei málið er án efa mesta og leiðinlegasta fréttaefni 2007. Hvernig 15 borgarfulltrúum tókst að klúðra málum svona og setja á fót fáránlega atburðarás er efni en innihaldið var ansi rýrt þegar upp var staðið. Niðurstaðan var að völd skipta meira máli en hvað sé best fyrir eigendur og borgarbúa.
Fall fjárfestingafyrirtækja og vandræði var líka athyglisverðar fréttir og spennandi að sjá hvaða áhrif það mun hafa á 2008.

Markið er sett fyrir 2008 og ég ætla að njóta ársins. Hvað með þig? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband