13.4.2008 | 11:40
Lækkun fasteignaverðs
Það er athyglisvert að fylgjast með um umræðum um lækkun húsnæðisverðs. Flestir spá um 5-10% lækkun en Seðlabankinn vill meina allt að 30% lækkun. Ljóst er að nú þegar hefur orðið lækkun þar sem fasteignaverð fylgir ekki verðbólgunni.
Ef verðbólguspár ganga eftir um 15% í árslok og fasteignaverð stendur í stað þá er ljóst að mikil raunlækkun hefur átt sér stað en þó varla í námundan við 30%. Hvað sem svo líður þá má segja að þetta sé leiðrétting á markaði sem hefur spennti sig of mikið.
Annað athyglisvert í umræðunni er ungt fólk að kaupa húsnæði. Þau 12 ár sem ég hef átt húsnæði hefur umræðan alltaf verið hversu erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði. Vissulega er það alltaf erfitt að byrja á hlutum hverjir sem þeir eru. Nú er verið að gera góðan hlut með að afnema stimpilgjald á kaupum á húsnæði í fyrst sinn. Hjálpar án efa en spurningin hvort sá gjörningur stenst sjórnarskrána að megi mismuna fólki.
Eitthversstaðar verðum við að búa en fasteign er góð fjárfesting og til lengri tíma þá skilar hún ásættanlegum arði fyrir eigendur. Notum skynsemina og látum ekki glepjast af spádómum. Eftir allt þá eru þetta spádómur en ekki sannindi og ýmsir greiningaaðilar hafa spáð hinu og þessu í uppsveiflunni en færri talað um hversu vel/illa þeim gengur að spá.
Við trúum því sem við viljum trúa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.3.2008 | 01:13
Skrýtnara en skáldskapur
Horfði um páskana á bíómyndina Stranger Than Fiction og varð verulega hrifinn. Bíómyndin er mjög góð og vel leikin. Sagan gengur vel fyrir sig og fær mann til umhugsunar.
Í stuttu máli þá fjallar myndin um mann sem kemst að því að hann sé hluti af sögu rithöfundar. Hann kemst af því hver höfundurinn en allar sögupersónur hennar hingað til hafa látið lífið.
Margir myndu segja absúrb saga en í raun mjög eðlileg þegar hugsað er um að lifa í núinu. Sögupersónan lifði mjög venjubundnu lífi og að því virtist frekar innihaldslaust. Rithöfundurinn virtist ekki síður lifa innihaldslitlu lífi og fastur í venjum með skrif sín. Baráttan er að komast úr venjunni, breyta henni og gera eitthvað nýtt.
Niðurstaðan er að það er hægt en það gerist ekki með að hugsa um það, það þarf að framkvæma til þess. Sem sagt að lifa í núinu, sjá tækifærin og lifa eins mann langar til.
Kannski er það bara skrýtnara en skáldskapur. Dæmi hver fyrir sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 01:16
Vestmannaeyjar er fínn staður
Fjölskyldan tók sig til og fór til Vestmannaeyja um páskana. Leigði þar bústað og naut þess að dóla þar í rólyndum fyrir hátíðina.
Auðvitað var keyrt um eyjarnar. Stórhöfði var skoðaður og Árnahöll. Keyrt var í Herjólfsdalinn og út í hraun að skoða Gaujulund. Og loks dáðst að fegurð eyjanna.
Það er gott að koma til eyja þó vissulega geti verið erfitt að vera þar í vondum veðrum. Er það ekki bara til að maður njóti þeirra betur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 01:13
Augnablikið er núna!
Var að lesa skemmtilega bók sem heitir Mátturinn í núinu. Sem fjallar um að líf okkar er núna en ekki í fortíðinni eða framtíðinni. Með því að einbeita okkur að augnablikinu og núinu þá lifum við en týnum okkur í eitthverju sem var eða verður til.
Þetta sannleikskorn virðist samt oftast fara framhjá okkur og við þurfum sífellt að minna okkur á það. Ef skoðaðar eru sjálfshjálparbækur, íhugunarbækur, trúbækur, og örugglega fleiri, þá eru þær alltaf að minna okkur á þessa staðreynd að lifa í núinu. Núna er tíminn og þaðan sækjum við kraft og sköpun. Samt viljum við hanga í fortíðinni og gera hana upp, greina og finna lausnir. Eða sjá framtíð sem verður betri en tíminn núna. Stundin er núna, ekki í gær eða á morgun.
Samkvæmt bókinn er núið þannig að enginn tími er betri en núið. Núið á sér engann tíma, enga sögu aðeins augnablikið sem gerist núna. Við könnumst öll við að eiga skemmtilegar stundir. Þegar þær gerast þá skiptir fortíð og framtíð engu máli en við njótum okkar. Þar liggur líka inntakið, við njótum okkar best ef við hugsum ekki til fortíðar eða framtíðar. Vissulega þurfum við bæði fortíð og framtíð. Málið er að við eigum að stjórna því að leita þangað en ekki láta það stjórna okkur.
Njótum augnabliksins - hamingjan byrjar núna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 18:09
Rétt hjá kallinum
Þetta verður hörkuspenna og skemmtilegt að fylgjast með. Botnbaráttan er ekki síður skemmtileg þar sem 8 lið geta enn hæglega fallið. Baráttan um 4ja sætið virðist vera milli Liverpool og Everton. 4 lið þar á eftir keppa um 6 sætið.
Já mikið líf í ensku deildinni í vetur og spenna alveg fram í blálokin.
Held að Utd hafi þetta og vinni titillinn (hef reyndar haldið það í allan vetur). Chelsea í öðru, Arsenal í þriðja og Liverpool í 4ja.
Botnbaráttan er mun erfiðari fyrir utan að Derby er fallið þá spái ég að Fulham og Birmingham falli með þeim en til vara segi ég Bolton.
![]() |
Ferguson: Þetta verður æsileg lokabarátta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2008 | 01:40
Kreppa eða skreppa
Margar fréttir þessa dagana fjalla um hvernig kreppir að íslensku viðskiptalífi. Margt af því frekar illa unnið en margt til í hversu illa margir eru staddir með lausafé. Í sjálfu sér ekkert skrýtin staðreynd þar sem það er oft fylgifiskur fyrirtækja að eiga erfitt með lausafé.
Það sem er sérstakt núna er hversu mikð bankarnir eru innvinklaðir inn í þessa lausaféþörf.
Hitt sem er athyglisvert eru viðbrögð bankanna við ástandinu. Það er eins og allir þurfi að bregðast eins við. Hvað veldur því eiginlega? Það skiptir engu hvort farið er í stóru bankana eða sparisjóði - allstaðar er sama viðhorfið. Hvernig stendur á því að lítill banki þurfi að haga sér eins og stór banki? Hvar er sérstaða bankanna til að takast á við vandann? Eru allir í nákvæmlega sama vanda?
Þjónusta byggir á að þjónustu við viðskiptavini en ekki að kreppa að öllum þótt sumir lendi í vanda. Almenningur fær að svelta fyrir óráðsíu bankanna en ekki síður þennan síflellda eltingaleik þeirra eftir hver öðrum. Einn finnur eitthvað sniðugt og hinir fylgja á eftir og þetta á við um allt í bankakerfinu. Enginn drífur sig áfram af sínum vilja heldur elta þann sem kemur með eitthvað. Kannski það sé lýsing á fákeppni, hver veit.
Það skrýtna er að í flestum atvinnuauglýsingum frá bönkunum er farið fram á sjálfstæði. Hvernig sjálfstæði er það eiginlega að gera sama og allir hinir? Eiga starfsmennirnir ekki að sýna sjálfstæði í starfi? Þetta gæfi manni tilefni til að halda að bankarnir væru duglegir að safna að sér já fólki.
Þessi kreppa er því ekkert annað en eltingaleikur á eftir öllum hinum og þannig búin til kreppa sem er lítið annað en skreppa. Þessu lýkur áður en við vitum af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.2.2008 | 01:51
Stormur í vatnsglasi
Mér líkaði grein Illuga Jökulssonar í eitthverju dagblaðanna um daginn þegar hann fór í söguskoðun og líkti núverandi "kreppu" við kreppuna 1908. Þá eins og nú hafði verið mikill uppgangur en skyndilega dró fyrir sólu og útlitið var svart. Kreppan 1908 varð aldrei nein kreppa heldur aðeins smá niðursveifla.
Samlíkingin við ástandið í dag finnst mér gott því ástandið er í raun stormur í vatnsglasi. Vissulega er lítið um lausafé og erfiðara að fá almennileg lán en ástandið er að mestu bundið við fjármála- og fjárfestingafyrirtæki. Mikið er talað og spáð um hrun fasteignamarkaðarins sem ekki kemur. Ég held að það komi ekkert. Staðan er sú að kominn var tími á jafnvægi og klára það sem byrjað var að byggja. Lækkunin kemur fyrst og fremst í að halda ekki í við verbólguna þannig að raunlækkun mun eiga sér stað en það mun verða lítið.
Málið er líka að atvinnuástandið er gott og mun haldast gott áfram. Útlendingum í vinnu fækkar og íslendingar munu aftur fara í störf sem þeir manna núna. Þess vegna mun ekki skapast kreppuástand. Það getur ekki skapast fyrr en atvinnuleysi rýkur upp og fólk getur ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þangað til er þetta stormur í vatnsglasi sem vissulega kemur við suma en alls ekki alla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2008 | 22:59
Kemur ekki á óvart
Þegar ég horfi á Obama og Clinton í 60 mínútum í gær þá kemur ekki á óvart að hann sé að síga fram úr Clinton. Í fyrsta lagi þá hefur hann góðan sjarma og er fylginn sér. Svör hans eru líka á persónulegri nótunum. Hjá Hillary er sjarminn til staðar en svörin eru í anda pólitíkusar, svarað án þess að svara.
Kosningabarátta Obama er líka vel heppnuð með orðið "Change" (Breytingar) áberandi. Hann boðar breytingar og trúir á breytingar. Hillary er breyting frá Bush en samt ekki það miklar breytingar.
Hver svo sem niðurstaðan verður þá munu þessi tvö sigra John McCain. Þau eru fersk, sjarmerandi og ná til fleiri hópa en McCain. Samkvæmt prófi á netinu var Hillary Clinton mín manneskja og Obama annar. Held að Obama hafi þetta og verði frábær forseti.
![]() |
Obama með forskot á Hillary |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2008 | 23:20
Losnaði aðeins um ...
Það losnaði bara aðeins um snöruna hjá Rafa við þetta. Hann á enn eftir að koma þeim áfram alla leið til að halda starfinu. Annars fer tímabilið að minna á svo mörg undanfarin tímabil hjá Liverpool. Frábærir leikir inn á milli en stöðugleikinn lélegur. Sem sagt ekki nógu gott lið til að vera merkilegt en nógu gott til að vinna dollu af og til.
Já það er ekki nóg að lifa á fornri frægð :)
![]() |
Liverpool sigraði Inter 2:0 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.2.2008 | 23:41
Áfellisdómur yfir greiningadeildum
Í hinni svokallaðri kreppu (sem er komin eða við það að koma) spá greiningadeildir öllu hinu versta nema stýrivextir verði lækkaðir sem fyrst. Seðlabankinn tekur ekki mark á þeim og ástæðan er að þessar greiningadeildir eru að spá og spekúlera en þurfa að taka ábyrgðina.
Það er ekki lengra síðan en rétt fyrir fall hlutabréfa að greiningadeildir komu og spáðu áfram haldandi hækkun. Það reyndist rangt en samt er enginn dreginn til ábyrgðar. Við fáum oft fréttir af útlendum greiningum á íslenskum fyrirtækjum þe. þegar þær eru ekki "réttar". Þá er másið og blásið að meira þurfi að gera svo "réttar" greiningar komi til.
Sjálfum finnst mér fallið núna um margt minna á netbóluna fyrir um 7 árum (sagt er að kreppa komi á 7 ára fresti). Fyrir hana óðu uppi ráðgjafar um hlutabréf sem mæltu með þessu og hinu. Svo þegar allt sprakk þá var ábyrgð þeirra engin. Sama virðist uppi á teningunum hjá greiningadeildunum. Spá og greina hitt og þetta en ábyrgðin er ekki þeirra.
Spá mín er sú að vægi greiningadeilda mun minnka í kjölfarið og menn fara að treysta á annað við spár sínar. Kreppan muni ekki koma (fyrir utan lausafjár kreppu) og við munum öll hafa þetta af.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)