Kemur ekki á óvart

Þegar ég horfi á Obama og Clinton í 60 mínútum í gær þá kemur ekki á óvart að hann sé að síga fram úr Clinton. Í fyrsta lagi þá hefur hann góðan sjarma og er fylginn sér. Svör hans eru líka á persónulegri nótunum. Hjá Hillary er sjarminn til staðar en svörin eru í anda pólitíkusar, svarað án þess að svara.

Kosningabarátta Obama er líka vel heppnuð með orðið "Change" (Breytingar) áberandi. Hann boðar breytingar og trúir á breytingar. Hillary er breyting frá Bush en samt ekki það miklar breytingar.

Hver svo sem niðurstaðan verður þá munu þessi tvö sigra John McCain. Þau eru fersk, sjarmerandi og ná til fleiri hópa en McCain. Samkvæmt prófi á netinu var Hillary Clinton mín manneskja og Obama annar. Held að Obama hafi þetta og verði frábær forseti. 


mbl.is Obama með forskot á Hillary
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband