Breyttar venjur er leið til árangurs

 

Til að ná árangri gegn Covid-19 er okkur sagt að breyta venjum enda er það virkasta leiðin til að takast á við farsóttir. Okkur er sagt að nota hanska, þvo oftar hendur og forðast margmenni. Allt breyting á daglegum venjum okkar. 

 

Flestir íbúar heimsins borða með höndunum og það hefur sýnt sig þar sem niðurgangspestir hafa gengið að handþvottur fækkar tilfellum. Að borða með hnífapörum fækkar tilfellum enn meira. Þess vegna verðum við að skoða hvað hefur mest breyst í venjum okkar síðustu árin sem mögulega veldur þessari snöggu dreifingu Covid-19. Erum við að spyrja réttu spurninganna varðandi dreifingu veirunnar. Til að mynda hversu oft smitar flötur sem er sýktur? Smiti flötur einu sinni þá er dreifingin of hröð miðað við tölfræðilegar líkur og skýrir ekki af hverju 20 manns í 24 manna hópi smitast á einni helgi. Inn í þá mynd vantar eitthvern flöt sem ekki er tekið nóg tillit til.

 

Ef skoðuð eru síðustu 10 ár og það sem hefur mest breyst í heiminum eru venjur okkar með síma. Við erum að snerta þá oft á dag, jafnvel svo tugum skipta. Leiða má að því líkur (tilgáta) að símar dreifi veirunni enn hraðar en ella. Þetta er jú snertiflötur sem við snertum oftast á dag og sömu fingur notaðir til að snerta aðra hluti (þe. sami snertiflötur á hendi).  Við notum þá þegar við borðum, á almannafæri, salernum o.s.frv. Samkvæmt útgefnum upplýsingum þá getur veiran lifað í 10 klst á fleti og þannig getur sími sem smitast að morgni verið enn smitaður þegar heim er komið. Sími getur einnig verið smitaður að morgni ef smitið kemur seint að kveldi. Við þvoum hendur en hversu oft þvoum við símana?

 

Hvaða breytingar þurfum við að gera til að minnka líkur á smitum. 

  • Höldum okkur frá miklum fjölda fólks
  • Þvoum oft hendur
  • Látum andlit í friði og þvoum hendur fyrir mat
  • Nota hanska
  • Varast að snerta fleti sem hægt er að komast hjá að snerta

 

Til viðbótar með með venjur varðandi síma

  • Þvo símana oft og alltaf eftir notkun á almannafæri
  • Láta síma vera þegar borðað
  • Láta síma vera þegar snakk og nammi er etið
  • Þvo sér um hendur eftir notkun á síma
  • Láta andlit í friði meðan sími er notaður
  • Þegar notaður á almannafæri þá meðhöndla eins og snerting á fleti á almannafæri
  • Nota pinna til að snerta símann (hendur snerti ekki)
  • Ef snertur með hanska þá þvo símann á eftir
  • Ekki leggja símann á borð á almannafæri

 

Það væri kjörið verkefni í rannsókn að sjá hvort tilgátan um símana. Ég hef séð afgreiðslufólk með hanska en taka síðan upp símana sína. Ég hef einnig séð fólk með hanska í búðum og nota síðan sömu snertifleti við greiðslu án þess að taka af sér hanska. Veit ég eitthvað um hvort þetta fólk hafi þrifið síma sína?


mbl.is Fjölgun smita utan sóttkvíar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband