Færsluflokkur: Bloggar
13.5.2024 | 15:04
Frekju- og hrokapólitík
Flestir þekkja til freka pólitíkusarins sem vill fá sínu fram hvað sem á bjátar. Í raun má segja að stundum er gott að vera fylgin sér en engum er samt gott að vera of frekur í framgangi sínum.
Hroki í pólitík er líka þekkt og hver man ekki eftir orðunum "þið eruð ekki þjóðin".
Ef farið er yfir flokkana þá væri Framsókn síst til að nota þessa taktík því þeir einfaldlega sveigja bara af leið. Þeir samt ganga yfir fólk með sífelldum nefndum og samningum sem lítið kemur út úr en telst varla vera frekja eða hroki, frekar sem vinagreiði. Miðflokkurinn kemur úr ranni Framsóknar þannig að það er ekki alveg komin reynsla í hvaða átt þeir leita.
Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar stunda allir frekjupólitík sem gengur út á afar takmarkað hvað þeir vilja. Halda að það sé skýrara fyrir almenning en er bara sértrúa þáttur fyrir fáa.
Sjálfsstæðisflokkurinn reynir að feta af frekjupólitík og hroka en dettur yfirleitt öðru hvoru í þann gír.
Samfylkingin er allra verst í þessu því hún stundar bæði stöðugt. Það skiptir engu máli hver er í brúnni eða hvort séu í stjórn eða stjórnarandstöðu. Dagur B. er í forsvari fyrir þá þar sem hrokinn lekur af þeim í þeirri mynd að hann gerir aldrei mistök heldur var það einhver annar. Kannski var þetta bara misskilingur eins og bæjarstjóri Kópavogs segir þegar hún var gerð afturræk með tillögu (komst í gegn hjá Sjálfsstæðismönnum en er ekkert annað en krati).
Hroki í pólitík er það allra versta því auðmýkt þarf að vera til staðar hjá kjörnum fulltrúum. Þeir eru kosnir af fólki en ekki settir sjálfviljugir í embætti. Þannig birtist hrokinn sem að þeir séu allra þótt hið rétta er að aðeins fáir hafa áhuga eða fylgja. Þeir sem nota hroka vilja að aðrir séu undir þeim og geta ekki samþykkt að jafningja eða að aðrir geri betur.
Það átakanlega skortið auðmýkt í kosna fulltrúa landsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2024 | 12:23
Hvernig skattalækkun gæti leitt til lægri stýrivaxta
Seðlabankinn er að senda skýr skilaboð til ríkis og sveitafélaga. Aðhald og sparnaður lækkar stýrivexti þannig að fjárlög næsta ár á það að vera í forgrunni. Hins vegar virðist lítið benda til þess að á það sé hlustað. Verkalýðsforustan hjálpaði ekki með samningum sem auka útgjöld s.s. með fríium máltíðum í skólum.
Hugum að því hvernig hægt er að lækka skatta og þannig ýta undir vaxtalækkun. Hægt er að horfa á neysluvörur eins og áfengi og eldsneyti. Vörur sem eru keyptar regluega af neytendum. Með því að lækka skatta á þeim þá er líklegra að neytandinn kaupi aðeins meira en á sama tíma eykst ekki magn peninga í umferð. Neytandinn fær þannig ekki mikið svigrúm en þó nóg fyrir aðeins meira.
Margföldunaráhrifin geta verið mikil. Einn aukabjór á hvern neytanda þýðir einfaldlega fleir krónur í vasann fyrir ríkið vegna virðisaukaskattsins. Lægra eldsneyti virkar eins því líklegra er að neytindinn keyri meira ef verðið á eldsneyti er lægra og á sama tíma mögulega stoppa einhversstaðar og kaupa snarl.
Því miður höfum við ekki ríkisstjórn sem hugsar á þennan hátt heldur vill eyða eins og enginn sé morgundagurinn. Hún trúir því líka að hægt sé sífellt að hækka skatta og fá meira í kassann þrátt fyrir að löngum hefur verið sýnt fram á annað. Þegar peningamagni í umferð haldið uppi með lánum þá leiðir slíkt alltaf til verðbólgu ólíkt því þegar neytendavara fer á milli í viðskiptum. Hvatinn með lægri sköttum á neytendavörur þýðir ekki meira peningamagn heldur að neytandinn fær aðeins meira fyrir sama magn peninga.
Peningamagn sem er aukið með lántökum leiðir alltaf til verðbólgu (nóg að líta til Bandaríkjanna þessi dægrin). Þess vegna er ekki hægt að lækka stýrivexti fyrr en aðhaldi er beitt í lántökum. Almenningur blæðir því ríki og sveitafélög halda ekki að sér höndum og huga að hærri tekjum án hækkunar skatta eða lántöku.
![]() |
Verðbólgan þrálátari en gert hafði verið ráð fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2024 | 15:18
Áreiðanleiki skoðannakannanna er afar lítill
Þetta er ekki fullyrðing út í loftið því mjög auðvelt er að sýna fram á hversu óáreiðanlegar þær eru. Þess fyrir utan þá segja skoðannakannanir í mesta lagi hvað er að gerast á stað og stund. Könnun sem tekin er yfir heilan mánuð nær þannig ekki stað og stund því tímabilið er of langt.
Stærsta sýnin á að kannanir standist ekki eru mælingar á fylgi flokka. Hver man ekki eftir þegar Framsókn mældist með hátt í 30% fylgi á miðju kjörtímabili. Hvað gerðist síðan? Flokkurinn endaði ekki einu sinni stærsti flokkurinn eftir kosningar. Vitið til það sama mun gerast með Samfylkinguna.
Höldum áfram með áreiðanleika. Það er vitað að könnun þarf að innihalda einfaldar og skýrar spurningar (mega þó ekki vera leiðandi). Þetta þýðir að aukist flækjustigið þá eru meiri líkur á að fólk svari bara einhverju. Oft þegar spurt er um fylgi stjórnmála flokka þá er það í enda á könnunum þegar verið að spyrja um allt annað. Efast má um að athygli fólks sé enn í lagi og sé mest upptekið að klára könnunina.
Eftir að kannanir fóru á netið þá má einnig efast um athyglina því þetta er bara rennsli þar sem allt annað getur tekið athygli þína frá þessu. Hversu margir fara til baka ef þeir svöruðu of fljótt?
Megin þema kannanna hefur aldrei verið annað en að gefa vísbendingu um ákveðið málefni t.d. fylgi flokka. Þegar t.d. Mogginn ákveður að styðjast einungis við 6 efst í könnunum þá skjóta þeir sig algerlega í fótinn því 6 efstu gætu orðið allt aðrir eftir hálfan mánuð.
Það eru nefnilega fjölmiðlarnir sem ætla að leiða með könnunum. Birta margar og slá upp ákveðnu fólki. Því miður ekki lýðræðislegt og engin leið að skýla sig á bakvið fjölda frambjóðenda. Sýnir miklu frekar að fjölmiðlar hér á landi hafa ansi lítið fram að færa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2024 | 15:39
Útsvarsgreiðendur eru lömb sem á ekki að þjónsusta
Frekar veimitiileg orð í skattaparadísinni á Íslandi. Hins vegar eru orð Dags B. Eggertssonar til þess fallinn að við erum ekki borgarar heldur lömb í hugum borgarfulltrúa:
„Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ Tekið af visi.is
Fyrir utan hina venjulega taktík að gera lítið úr gagnrýni á sín verk og ásaka aðra um ódýrar brellur þá hefur maðurinn afar lítinn skilning á þjónustuhlutverki borgarinnar. Orð hans vísa til að íbúar borgarinar séu einungis greiðendur útsvars en ekki fólk sem á að þjónusta.
Meira segja stjórnarandstæðan heldur að þetta sé umhverfisvænna að bílaeigendur keyril lengri vegalengdir til að taka eldsneyti. Fávitahátturinn verður ekki meiri.
Því miður eru borgarfulltrúar (og margar sveitastjórnir) ekki að þjónusta útsvarsgreiðendur heldur að leita að lömbum til slátrunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2024 | 10:39
Bjánaleg hugmynd í raforkumálum.
Get ekki tekið undir að þetta sé að skila árangri í raforkumálum, sér í lagi að við eigum ekki að niðurgreiða svona með skattfé.
Gulli er á útopnu að panta skýrslur sem hjálpa honum að koma vindmyllum sínum upp. Hann telur sig mikinn vin loftlagsins og geti þannig leyst málin sem þó þarf ekki að leysa því nóg er af kostum til að búa til rafmagn í landinu. Ef hann heldur að þetta hjálpi dreifðum byggðum þá eru menn algerlega úti á túni. Sólin sést ekki á Akureyri 1 mánuð á ári, 2 mánuði á Seyðisfirði. Fyrir utan það þegar mesta sókn er í rafmagn þá snjóar og hver ætlar að moka af flötu þökunum?
Frekar bjánaleg hugmynd en ef einhverjir vilja prófa gjörið svo vel á ykkar kostnað.
Bæta má við að Carbfix stöllur skrifuðu grein í Moggann um ímyndaða loftlagsvána. Auðvitað byrjað með að mars var heitasti mánuður hingað til (sic!) án þess að útskýra hvernig það er fundið út. Tala um að hitastig sjávar hafi aldrei verið hærra (þótt mælingar nái yfir frekar fá ár). Halda sig síðan auðvitað við öfgaspár í veðri þótt þeim fari fækkandi hin síðari ár.
Hvernig þær stöllur missa algerlega að fjalla um málið hlutlægt er engin ný niðurstaða. Hins vegar er carbafix að kaupa kvóta frá Kína til að laga bókhald þeirra. Samt sem áður þá blæs Kína meira af CO2 en öll Vestur-Evrópa. Hvernig misstu þessar stöllur af því?
Pantaðar skýrslur skila engu nema hærri sköttum með það markmiði að múlbinda fólk niður á óskilvirkan hátt. Kommúnismi, Marxismi og sósíalismi á því stigi að búa til verra líf fyrir fólkið í landinu en breytir engu í loftlagsmálum.
![]() |
Sólarsellur verði á 10 til 20% íslenskra þaka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2024 | 15:40
Að vera í algeru affalli
Notkun málsins er breytileg og hin síðari ár hefur mikið borið á enskuvæðingu orða. Þannig er talað um skautun þegar uppruninn var skautuð umræða. Þessi háttur að nota eitt orð er komið úr ensku enda það tungumál sem byggist upp á nafnorðum og því oft hægt að nota eitt orð. Íslenskan er ekki eins uppbyggð og þessi enskuvæðing kemur ekki vel út. Í því samhengi kemur fyrirsögnin að ekki megi nota orðið rusl heldur skal nota orðið affall.
Tökum dæmi um orð sem eiga að heita íslensk: fötlun, innviðir, inngilding, loftlagsvá o.s.frv. Flest eiga þessi orð sameiginlegt að hafa verið notið í öðru samhengi upphaflega. Þannig var talað um að vera með fötlun. Innviðir er eitthvert heljarhugtak yfir allt sem ríkið á að koma að og segir afskaplega fátt (er þetta spítali eða samgöngur?). Inngilding er bara orðskrípi þar aðlögun er rétta orðið. Loftlagsvá ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um því loftslagið er ekki stöðugt fyrirbæri.
Burt séð frá beygingum og öðrum villum þá er þessi enskuvæðing ekki góð fyrir tungumálið. Hún hvorki gerir hlutina skýrari og ekki heldur að gera tungumáli meira lýsandi. Þetta er bara stytting til að breiða úr sjálfum sér. Stytting sem skilur hlustandann (lesandann) eftir í lausu lofti.
Líklegast er það tilgangurinn að móttakandinn á að vera í lausu lofti. Því svona notkun er mjög loftkennd og góð leið til að rugla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2024 | 14:50
Mynd sem lýsir af hverju ekki ESB (og helst ekki EES).
Hérna er ansi lýsnandi mynd af hverju ESB aðild hentar ekki Íslandi. Jaðaráhrifin eru hrikaleg fyrir löndin og horfið á land eins Finnland og Króatíu (sem fór síðast inn).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2024 | 10:31
Verstu samgöngur læði inn fé til sín.
Rangnefnið Betri samgöngur fær að laða til sín fé án þess að það sé almennilega rætt á alþingi, sem þó ber að fjalla um aukna fjárheimildir. Þetta er svo sem ekki fjárlög en allur grunnur að fjárlögum byggir á þessu 5 ára (sovésku) plani.
Það er gott að gera áætlanir er þetta plagg er svo misheppnað og langt því frá að þessu 5 ára plani sé fylgt. Hvað gerðist við Covid? Jú planinu hent út um gluggann og nýtt búið til, enda er þetta bara áætlun ekki satt?
Enginn sparnaður og lætt inn aukafjár til stofnunar sem getur ekki uppfært fjármálaáætlun sína. Er reyndar með tilgátu um að þeir þora því ekki fyrr en aukafjármagn sé tryggt. Svona vinnubrögð eru auðvitað ekkert annað en blekking. Þarna er verið að spila með almannafé án almennrar umræðu um hvort viturlegt sé að halda áfram á þessari braut og á meðan gerist lítið í samgöngum höfuðborgasvæðisins. Ljótur leikur þetta.
Aðferðin kemur samt ekkert á óvart enda verið notuð lengi taktískt af stjórnmálamönnum sem hafa lofað upp í ermina á sér. Það er nefnilega svo auðvelt að eyða annarra manna fé.
![]() |
Stóraukið fé til samgöngusáttmála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2024 | 12:18
Viðbrögð Hafró við grein Guðlaugs um stofnstærðsmælingar fiska
Viðbrögð Hafró komu ekki á óvart og leitað í gamlar lummur um að svona geri allir aðrir, notast er við sömu aðferð og sama tommustokk meira segja. Skrítið að tommustokkurinn hafi ekki máðst í gegnum árin.
Svarið heldur áfram um að það sé togað á 1000 stöðum yfir árið. Talað er líka um veður, tunglstöðu og ljósi eftir dagsetningum. Gott og vel vissulega margar breytur en þær eru samt fleiri sem þeir nota ekki t.d. hafstraumar, hold fiska og hvernig veðurfar hefur verið undanfarið ár (með tilliti til storma eða viðvarandi vindáttar). Eins og ég sagði í gær þá vill forstjórinn meina að það sé vísindaleg nauðsyn að nota sömu veiðafæri ár eftir ár þótt aldrei hafi verið sýnt fram af hverju það sé nauðsynlegt.
Andsvar forstjórans er algerlega fyrirséð sem ríkisstofnun sem berst fyrir lífi sínu (starfi þeirra) og getur á engan hátt haft rangt fyrir sér. Stofnunin hugsar fyrst og fremst út frá hag almennings (að þeirra mati) sem má samt ekkert til málanna leggja nema það sé skotið niður.
Ef hugsað er til að mynda um loðnuveiðar þá skiptir engu máli hvort gefinn sé t.d. út 200 þús tonna kvóti á ári. Fiskurinn lifir svo stutt og ef hann veiðist ekki (þéttir sig ekki nóg til að veiða) þá er ekkert veitt. Útgerðir eru ekkert að reyna útrýma fiskum í sjónum hvað sem Hafró heldur um það. Veiðirágjöfin breytir engu um það að finnist fiskurinn ekki (sé ekki í nógu veiðanlegu magni) þá er veiðum hætt. Tilraun Hafró um að stækka fiskistofna með því að geyma fiskinn í sjónum hafa algerlega mistekist. Nálgun Hafró um stofnstærðarmat er bara einfaldlega á röngum forsendum.
Forstjórinn undirstrikar að stofnmat er pólitískt fyrirbæri þar verið er að fela sig á bakvið vísindi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2024 | 12:53
Góð grein sjómanns um stofnstærðsmælingar á fiski
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Guðlaugur Jónasson góða grein um storfstærðsmælingar Hafró á fiskistofunum. Þarna vísar hann til rannsókna Hafró og einnig Norskrar rannsóknar. Í stuttu máli felst í því að með nota safnpoka undir trolli þá er að veiðast 30-50% meira af botnfiski eftir tegundum heldur en þegar einungis stutt við trollið.
Aðferð Hafró er þannig að notast er við troll sem í grunninn var gert á 9 áratug síðustu aldar. Því má ekki breyta og út frá veiðum eftir ákveðnum staðsetningum er því haldið fram að þeir geti sagt til um stofnstærð botnfiska kringum landið.
Rannsóknirnar sem Guðlaugar vísar til sýna fram á allt annað. Það er mun meiri fiskur heldur en aðferð Hafró gefur til kynna. Samt sem áður þá neitar Hafró algerlega að skipta um aðferð eða þróa aðferð sína áfram.
Staðreyndin er sú að aðferð Hafró er í grunninn yfir hálfrar aldar gömul og með smá tilfæringum notast enn við sömu aðferð. Þrátt fyrir að áður en aðferðin var endanlega tekin upp þá veiddist mun meira af botnfiski og þeir lofuðu að geta sýnt fram á að með þeirra aðferð myndu veiðar aftur aukast. Sú bið hefur ekki enn skilað árangri.
Eigi Hafró að nota vísindalegar aðferðir við stofnstærðsmælingar þá væri aðferðafræðin lifandi og tæki breytingum þar sem reynt er að núa af ýmsa vankanta eða sjá betri lausnir. Þetta hefur aldrei verið til umræðu og hvað þá til notkunar.
Það er fullt af færum fiskifræðingum sem gera góða rannsóknir en þær hafa engin áhrif inn í stofnstærðarmat. Hið pólitíska stofnstærðarmat á botnfiskum er einfaldlega til að halda veiðum niðri og búa til skortstefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)