15.10.2020 | 10:28
Markvissar upplýsingar
Þórólfur hefur sagt oft og mörgum sinnum það sem kemur fram í greininni. Spurningin er hvort að fólk hlusti yfirleitt nógu vel á hann. Leiðin er að upplýsa almenning betur á mjög skýran hátt. Þannig er hægt að segja upp skjal sem segir: Við 100 smit þá eru viðbrögðin þessi þe. 20 manns og lokum þessum stöðum.
Holland er að fara þessa leið og ég held að öllum væri gott að fá skýra mynd hvernig brugðist er við þær aðstæður sem upp koma. Þetta á líka við þegar aflétting á sér stað.
Við þurfum líka að velta betur fyrir okkur smitleiðunum því eitthvað virðist fara á mis. Ef síma er veifað á almannafæri í hópi er það ekki eins og hver annar snertiflötur? Sé síminn ekki þrifinn er hann þá ekki möguleg smitleið? Veltum smitleiðunum betur fyrir okkur og reyna að læra að forðast smit.
Að lokum vil ég nefna það að þessa grein áttu stjórnmálamenn að skrifa en ekki þríeykið. Þau fara eftir lögum og eiga ekki að þurfa að verja aðgerðir sínar enda er það stjórnmálamanna að ákveða hvað er síðan gert út frá því sem þríeykið leggur fram.
![]() |
3 þúsund myndu greinast daglega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)