Brot í verslunum?

Hér er einfaldlega verið að fara með rangt mál. Samkvæmt reglu ber að nota grímu ef þess er ekki kostur að vera 2 metra frá. Þegar lítið er að gera í stærstu matvöruverslunum þá ertu aldrei nálægt neinum og langt frá 2 metrum. Hvernig á þá að vera hægt að skikka einstakling til að bera grímu?

Fólk ætti að snúa sér að öðru enda er þessi vitleysa komin langt út fyrir velsæmismörk. Ef grímur eru alger skylda þá ætti sóttkvíarkvaðir að vera þannig að einstaklingar sem ganga framhjá sýktum einstaklingi, án þess að tala við hann, að fara í sóttkví. Þannig er það ekki í dag og hvað á gríman þá að gera ef hægt er að halda fjarlægð?

Engar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk smitist í matvöruverslunum. Langflestir smitast af einhverjum sem eru í samskiptum við. Til hvers þá að eltast við það ef einhver vill ekki hafa grímu í stórri matvöruverslun?

Við gátum farið út í búð í vor án gríma. Af hverju ekki núna?

 

Hvar er skynsemin?


mbl.is Tilkynnt um 11 brot á sóttvarnalögum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband