Hvenær var kosið um þetta í Kópavogi?

Fyrir síðustu kosningar var þagað frekar þunnu hljóði um borgarlínu í Kópavogi af öllum flokkum. Því hlýtur sú spurning að koma upp hvenær fengu Kópavogsbúar að segja álit sitt á þessum framkvæmdum?

Dellan í þessu er að rekstrarkostnaður á að þrefaldast en í dag veina sveitarfélög yfir rekstarkostnaði. Hver á að borga þennan mismun?

Engin leið er að sjá hvernig útfærslan á að vera á Borgarholtsbraut. Í dag ganga krakkar þar yfir í skóla. Hvernig á að útfæra umferð og borgarlínu þar í gegn án þess að taka af einhverjum. Á að taka lóðirnar af íbúum götunnar? Þessi gata er mjög þröng nú þegar og ekki sjáanlegt að breikka hana nema taka af bílastæði eða garða íbúa.

Fá þessar glærukynningar og hugmyndir mig til að sættast við þetta?

Nei alls ekki!


mbl.is Göturými munu „taka stakkaskiptum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband