3.1.2022 | 14:47
Ráðríki með takmörkuðum upplýsingum
Smitfjöldi er í einhverjum voða hæðum sem þekkist ekki frá upphafi Covid-19. Svo merkilega vill til að þrátt fyrir yfir 2000 smit frá því um jól þá hefur ekki fjölgað nema um 5 á spítalanum. Ekki 7 á dag eins og Þórólfur talar um.
Í öðrum fréttum er talað um 7 af 8 á gjörgæslu séu óbólusettir og 2 börn séu inni á spítalanum. Fordómarnir gagnvart óbólusettum eru ótrúlegir og það geta legið ýmsar ástæður að baki að sprautunni sé hafnað. Hins vegar var lagt út í bólusetningaherferðina með það að markmiði að ná til 70% þjóðarinnar. Nú eru 90% búin að sprauta sig svo af hverju þessir fordómar?
Víkjum aðeins og þessu 2 börnum sem liggja inni. Fyrir jól þá kom frétt um að fjöldi smita við Klettaskóla þar sem fötluð börn sitja í skóla. Mörg þessara barna eru með veikt ónæmiskerfi og möguleiki að hafi ekki verið sprautuð. Annar möguleiki er að einhver af þeim hafi lent á spítala. Þar sem við fáum bara takmarkaðar upplýsingar þá veit þjóðin ekki neitt en fordæmir og hræðist út frá þeim upplýsingum sem hún hefur.
Þetta er ljótur leikur af spítalanum og í raun í anda áróðurs. Hvers vegna svona mikilvægt að vita að 2 börn liggja inni þegar líklega er hægt að telja þau á fingrum annarrar handar frá upphafi faraldursins. Er það vegna bólusetninga barna 5-12 ára?
Annað áróðursbragð er að birta fjölda smita en gefa mjög takmarkaðar upplýsingar (fyrr en seint og síðar meir) um hversu margir eru í raun veikir að ráði. Ef flestir, segjum 80%, finna mjög væg einkenni þá eru allar takmarkanir sem eru í gangi gagnslausar. Sem eru hvort eð er algerlega gagnslausar því fólk fer mjög takmarkað eftir þessu. Eftir því sem oftar er notuð sama aðferð þá lærir fólka að fara framhjá henni.
Allar upplýsingar hafa takmarkað gildi nema í samhengi við eitthvað og þessu ráðríki verður að ljúka. Hætta við að sprauta börnin er algert forgangsatriði. Hitt forgangsatriðið er af hverju má ekki nota snemmmeðferð fyrir fólk í áhættuhóp?
Allur þessi málatilbúningur með ráðríki og takmörkuðum upplýsingum er kominn á endastöð og þess vegna lýkur Covid-19. Ekki vegna bóluefna heldur vegna þróun veirunnar og aðgerðum sem ekki er hægt að selja lengur. Þeim fjölgar sífellt sem einfaldlega hætta að trúa á þetta.
![]() |
Um 25% Covid-sjúklinga á spítala með Ómíkron |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)