Að mismuna Íslendingum er hafið

Hvað varð um jafnræðisregluna?

Líklega fauk hún út um gluggan því að rannsóknir (sem við vitum ekki hvaðan koma) sýna fram á eitthvað, minna af smitum eða veikindum. Hins vegar eru þetta ekki samanburðarrannsóknir og því mjög langsótt að segja að bóluefnið sé þess valdandi að minnka smit eða veikindi. Þessi ákveðni hópur sem var rannsakaður sýndi þetta en breyturnar eru svo margar að erfitt er að alhæfa um það, fyrir utan það að þýðin eru misstór. Eru hóparnir samskonar t.d. með tilliti til aldurs? Er fólkið talið svipað hraust fyrir veikindi?

Hvað um það.

Þessi blinda trú á að bóluefnin séu kraftaverk er fáránleg enda áróðurinn látinn dynja í sífellu. Með því að vísa í rannsóknir þá er verið að þaga málið niður og mismuna fólki.

Lélegt leikrit sem vonandi á eftir að draga dilk á eftir sér og einhverjir verði að svara fyrir alla þessa vitleysu að nota ekki lyf sem virka en trúa í blindni á boluefni.


mbl.is Ráðherra breytir reglum um sóttkví
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri áróðurinn

Alveg ótrúlegt hvað áróður um bólusetningu fær mikið pláss í fjölmiðlum en ekkert talað um lyf sem virka gegn veirunni. Undanfarna daga hefur hlutfall smitaðra miðað við próf verið á niðurleið en þar sem það hentar ekki áróðrinum þá þarf allt í einu að uppfæra vefsíðuna.

Öll þessi tölfræði er mjög böguð og erfitt að meta hvað sé nákvæmlega rétt. Þannig fær Þórólfur út að færri verði veikir en er samt með miklu stærra mengi til að vinna úr. Hann getur ekki metið innan þess mengis hvernig fólk hegðar sér, þess vegna er alltaf brenglun í svona uppsetingu og samanburður á gráu svæði.

Þríbólusettir eiga að veikjast minna en hver segir að þetta sama fólk hefði nokkuð veikst meira ef ekki verið bólusett. Það er ekki til nein samanburðarrannsókn á því. Þannig fæ ég niðurstöðu um að þetta sé ekki annað en áróður.


mbl.is Staðan væri margfalt verri án örvunarskammts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband