3.11.2022 | 11:17
Er hægt að snúa hlutunum meira á hvolf?
Vandi demókrata í bandaríkjunum er að þeir halda að þeir einu hafi aðgang og vinni eftir lýðræðislegu kerfi. Svipuð hugsun er að finna meðal margra flokka á Íslandi sem vilja telja sig til vinstri.
Það á enginn lýðræðið og það snýst um leikreglur. Í dæmi demókrata þá brjóta þeir í sífellu þessar leikreglur í nafni lýðræðis t.d. í Úkraínu.
Annað dæmi er að ekki þarf skilríki til að veita sönnur á sér þegar kosið er, þú getur bréfsent atkvæði þitt og mátt kjósa oftar ef ferð á milli fylkja. Hvers konar lýðræði er það?
Demókratar eru sjálfir sér verstir, stríðsæsingafólk sem heldur að það eigi að stjórna heiminum en sendir allt í sífellt dýpra fen.
Ég spái því að í næstu viku þegar repúblikanar hafa sigrað þingið að þá fjari undan stríðinu í Úkraínu. Af hverju? Jú pólitískt til að setja Biden í vandræði og til að geta einbeitt sér betur að heimalandinu. Fjármunum er betur varið að styrkja varnir kringum bandaríkin (það er ekki endalaust hægt að prenta peninga). Með því leggja þeir línuna um að vinna forsetaembættið aftur.
Afneitun repúblikana leið í átt að stjórnleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)