Trúir Dagur B. Eggertsson því sem hann segir?

Í þessari upptalningu hans Dags þá er ekkert honum eða hans fólki að kenna. Það eru alltaf utan að komandi þættir sem hafa áhrif. Ég spyr: trúirðu því virkilega?

Þeir sem sukka og eyða um efni fram eru sjaldnast tilbúnir að líta í eigin barm og segja ég er að gera rangt. Í staðinn kenna þeir öðru um. Dagur gerir nákvæmlega það sama, það er alltaf öðrum um að kena.

Hann vill ekki hætta við borgarlínu því í hans huga á ríkið að borga brúsann. Skítt með hvernig rekum apparatið, sendum bara reikninginn á ríkið.

Með því að kenna fötluðum um óráðsíu sína þá er varla hægt að leggjast lægra. Það má alveg deila um hvort fjármagnið sé nóg en að það sé úrslitavaldur í lélegri fjármálastjórn en algerlega fyrir neðan beltisstað.

Ég vorkenni reykvískum kjósendum fyrir að hafa látið plata sig enn eina ferðina.


mbl.is Aðhald hjá borginni hefur ekki áhrif á borgarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband