3.12.2022 | 21:46
Furðusparnaður Reykjavíkurborgar
Þessi bitlausi sparnaður Reykjavíkurborgar bitnar meira á æsku landsins en ætla mætti. Þannig á að loka siglingaklúbbnu og hætta styrki til Skátanna á Úlfljótsvatni. Eg ég man rétt þá ættu þessar tvær sparnaðartillögur að spara um 23 miljónir.
Á móti er í lagi að ráða verkefnastjóra í kynjaða fjárhags og starfsáætlun sem kostar allavega helming af áðurnefndri upphæð.
Likt og aðrir borgarfulltrúar hafa bent á þá eru starfsmenn á skrifstofum of margir og of margar nendir að störfum. Hvers vegna ekki að spara þar en leyfa æskunni að njóta sín í náttúrunni við siglingar eða í leikjum?
Held að þessar tillögur hjá Reykjavíkurborg skili engu öðru en leiðindum án þess að ná almennilega markmiðum um að spara og ná árangri í fjármálastjórn.
Mótmæla lokun: Var það sem maður lifði fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)