3.2.2022 | 18:34
Oftúlkun niðurstaðna hversu margir veikjast
Það er alveg ótrúlegt að lesa þessa frétt og þá túlkun sem er borin upp.
"Miðað við þetta segir sóttvarnalæknir að ætla megi að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en hafi greinst með PCR-prófi. Með sömu útreikningum og að því gefnu að um 1.500 manns smitist á hverjum degi þá má ætla að um 80% landsmanni hafi öðlast gott ónæmi gegn COVID-19 síðari hluta mars mánaðar, segir jafnframt í pistlinum."
Í dag hafa um 70 þús manns smitast. Samkvæmt rannsókninni þá höfðu um 20% smitast um áramótiin. Með þessum upplýsingum þá gefur hann sér að 140 þús hafi smitast núna og með 1500 smitum á dag þá eru það um 45000 fyrir febrúar eða 90 þús plús 140 þús sem eru 230 þús manns sem er ca 63% landsmanna. Hvernig fær hann þá út 80% miðað við 1500 smit á dag?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn fer rangt með tölur og gefur sér fáránlegar forsendur fyrir þeim. Hvað segir að það verði 1500 smit á dag allan febrúar? Voru 1500 smit á dag í janúar?
Gersamlega galin túlkun.
![]() |
20% sýkt í byrjun árs og stefnir í 80% í lok mars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2022 | 13:07
Hrópandi þögnin um annað en smit og veikindi en hvað með mótmæli?
Þrátt fyrir afléttingar á norðurlöndunum og Englandi þá hafa það ekki verið stórar fyrirsagnir. Hlest fréttir sem detta fljótt af opnunarsíðu. Það sama á við um mótmæli bílstjóra í Kanada, það varla sést neitt um þetta í íslenskum fjölmiðlum.
Ekki skánar það að í gær sagði John Hopkins háskólinn frá rannsókn þar sem niðurstaðan var að forðast skuli þær aðgerðir sem farið var í faraldrinum, þær skili engum sjáanlegum árangri. Niðurstaðan kom mér ekki á óvart enda alltaf talað gegn þessum aðgerðum því þær væru ekki í anda fræðanna.
Umræðan um Rogan og Neil Young fer seint í bækurnar sem vitræn umræða þar sem einn krafðist en fékk ekki og klappstýrurnar tala meðal annars um málábyrgð (sem þó þarf ekki þegar talað er um loftslagsmál).
Nú þegar Bergþór kemur fram og óskar eftir algerri afléttingu þá er viljinn til að fara hægt út af smit gætu (já gætu en ekki víst að gerist) aukist svo hratt.
Hvert hænuskref er skref fram á við en hvað með öll hin heimsku risaskrefin sem ekki er búið að taka til baka. Hvað með óþarfa grímuskyldu í verslunum? Hvað með opnunartíma veitingastaða og bara? Hvað með fjöldatakmarkanir?
Þegar greind eru um 1400 á dag en fækkar á spítala þá er forsendur algerlega brostnar. Fyrir utan það að þessar aðgerðir virka ekki, eins og rannsóknir sýna og fjöldi smita.
![]() |
Hart tekist á um afléttingar á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)