Skipulagsleysi meirihluta Reykjavíkurborgar

Það er frekar hlægilegt að lesa þessa frétt um manneskju sem hefur í 4 ár verið í meirihluta í Reykjavík en vaknar ekki fyrr en 3 vikum fyrir kosningar. Gefum henni orðið:

"Seg­ir Dóra það ekki ganga að þurfa að treysta á það að kjörn­ir full­trú­ar grípi svona yf­ir­sjón­ir á fund­um skipu­lags- og sam­gönguráðs eða að það fari eft­ir metnaði ein­stakra verk­efna­stjóra hvernig fram­kvæmd­in verður út­færð með til­liti til um­hverf­is­sjón­ar­miða og mark­miða um græna borg­arþróun. Þess vegna sé mik­il­vægt að setja ein­hvern ramma í kring­um hvernig fram­kvæmd­ir eru skipu­lagðar."

Setja ramma í kringum framkvæmdir? Þýðir þetta að gert er útboð án þess að liggi fyrir hvað verði gert?

Ekki nema vona að allt sé í klúðri hjá Reykjavíkurborg því enginn virðist fylgjast með því sem er verið að gera. Hvað halda þessir kosnu fulltrúar að þeir eigi að vera gera?

Af fráfarandi tímabili þá stóð Vigdís sig frábærlega, Kolbrún var vakandi en restin svo steinsofandi að það hefði alveg eins verið hægt að setja á sjálfstýringu.

Á erfitt með að trúa að íbúar Reykjavíkur vilji þetta áfram.


mbl.is Hjólar í staur og segir Hafnartorg klúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband