Vona að Kristrún Flosadóttir komi aldrei að fjármálaráðuneytinu

Vonarneisti Samfylkingarinnar í Kristrúnu Flosadóttur snýst um popúlisma en ekki raunhæfar leiðir, sér í lagi í fjármálum þjóðarinnar.

Það sem hún vill gera er að hækka fjármagnstekjuskatt þe. aukaskattheimta fyrir flesta sem þegar eru búnir að borga skatt af peningunum sínum. Þar telur hún að eitthvað sé að fá en virðist frekar áttavilt á því að stórir fjármagnseigendur koma þá peningunum annað. Hver er þá eftir til að borga? Auðvitað almenningur sem reynir að spara.

Tillagan um skuldabréfaútboð er áhugaverð en ekki minnist Kristrún á hana. Hún vill ganga í sjóði sem á að nota við erfiðar aðstæður þegar atvinnulífið er á blússandi siglingu. Verulega popúlískt og vitlaust.

Grunnurinn að lækka verðbólgu er að lækka ríkisútgjöld og fá fjárlög án halla sem þýðir að allir þurfa að skera niður og minnka ríkis framkvæmdir. Hvað boðar Kristrún? Jú að auka framkvæmdir sem á að nýtast almenningi svo vel, algerlega út í hött.

Er ekki komið nóg af þessum popúlískum flokkum?

 


mbl.is „Verið að kroppa upphæðir frá almenningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband