Vona að Kristrún Flosadóttir komi aldrei að fjármálaráðuneytinu

Vonarneisti Samfylkingarinnar í Kristrúnu Flosadóttur snýst um popúlisma en ekki raunhæfar leiðir, sér í lagi í fjármálum þjóðarinnar.

Það sem hún vill gera er að hækka fjármagnstekjuskatt þe. aukaskattheimta fyrir flesta sem þegar eru búnir að borga skatt af peningunum sínum. Þar telur hún að eitthvað sé að fá en virðist frekar áttavilt á því að stórir fjármagnseigendur koma þá peningunum annað. Hver er þá eftir til að borga? Auðvitað almenningur sem reynir að spara.

Tillagan um skuldabréfaútboð er áhugaverð en ekki minnist Kristrún á hana. Hún vill ganga í sjóði sem á að nota við erfiðar aðstæður þegar atvinnulífið er á blússandi siglingu. Verulega popúlískt og vitlaust.

Grunnurinn að lækka verðbólgu er að lækka ríkisútgjöld og fá fjárlög án halla sem þýðir að allir þurfa að skera niður og minnka ríkis framkvæmdir. Hvað boðar Kristrún? Jú að auka framkvæmdir sem á að nýtast almenningi svo vel, algerlega út í hött.

Er ekki komið nóg af þessum popúlískum flokkum?

 


mbl.is „Verið að kroppa upphæðir frá almenningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bæði hægristjórnir og vinstristjórnir í Evrópu hafa verið með hvalrekaskatt (Windfall Tax) á þessu ári.

"[Kristrún Frostadóttir] bend­ir á að aðhaldsaðgerðirn­ar snerti alla jafnt og þá hlut­fal­lega þau sem eru á lægstu tekj­un­um hæst því hækk­an­ir séu flat­ar.

Þá séu eng­ar aðrar aðgerðir á tekju­hliðinni sem taki mið af ástand­inu og eng­inn hval­reka­skatt­ur af neinu tagi sem taki til að mynda mið af stór­aukn­um fjár­magn­s­tekj­um."

"Viktor Mihály Orbán (born 31 May 1963) is a Hungarian politician who has been Prime Minister of Hungary since 2010; he was also Prime Minister from 1998 to 2002.

He has also been President of Fidesz, a national conservative political party, since 1993, with a brief break between 2000 and 2003."

30.7.2022:

"A government decree [í Ungverjalandi sem er í Evrópusambandinu] published on Saturday also showed the government will increase a windfall tax [hvalrekaskatt] on the profits of MOL to 40% from 25% as of Aug. 1.

A series of windfall taxes on banks and certain companies was introduced in May in a bid to raise some 800 billion forints [nú um 283 milljarða íslenskra króna]."

Norðmenn selja raforku til Evrópusambandsríkjanna og Bretlands og græða á hærra orkuverði.

Orkufyrirtæki eru í mörgum tilfellum í opinberri eigu í Evrópusambandsríkjunum, eins og hér á Íslandi, og græða nú á tá og fingri á hærra orkuverði.

30.8.2022:

Langmesti hagnaður Landsvirkjunar á hálfs árs tímabili - Um 19 milljarða króna hagnaður á fyrri hluta ársins

Evrópusambandsríki hafa því skattlagt orkufyrirtæki sérstaklega vegna hækkunar orkuverðs, þannig að greiðendur orkureikninganna fá endurgreiddan stóran hluta af orkuverðinu. Og það á einnig við um Bretland, þar sem Íhaldsflokkurinn er nú við stjórnvölinn.

4.9.2022:

"Christian Lindner, fjármálaráðherra Þýskalands, segir að ekki standi til að taka lán til að fjármagna þessar aðgerðir. Það verði að hluta til gert með hvalrekaskatti á orkufyrirtæki sem hafa sýnt verulegan hagnað að undanförnu vegna hækkandi orkuverðs."

Þýsk stjórnvöld kynntu 65 milljarða evra efnahagsáætlun

Noregur er á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) eins og Þýskaland og getur einnig lagt sérstakan skatt á orkufyrirtæki til að endurgreiða raforkukaupendum stóran hluta af raforkuverðinu.

4.9.2022:

"Norska orkufyrirtækið Equinor sér fram á methagnað á þriðja og fjórða ársfjórðungi í ljósi hækkandi orkuverðs. Hagnaðinum verður varið í skynsamlegar fjárfestingar.

Norska ríkisútvarpið hefur eftir Teodor Sveen-Nilsen, sérfræðingi fjárfestingabankans Sparebank1 Markets, að hagnaðurinn verði allt að 70 milljarðar dollara á seinni hluta ársins, jafnvirði um tíu þúsund milljarða íslenskra króna."

"Sveen-Nilsen segir Equinor geta nýtt hagnaðinn til að komast nær markmiðum sínum um að bæta 12-16 gígavöttum af endurnýjanlegum orkugjöfum við forðabúr sitt fyrir árið 2030."

Methagnaður orkufyrirtækis í Noregi vegna verðhækkana

Verð á bensíni á bensínstöðvum í Noregi er hins vegar með því hæsta í heiminum, hvort sem þar er hægristjórn eða vinstristjórn, enda þótt Noregur sé níunda stærsta olíuútflutningsríki heimsins.

Fuel prices in Europe in August 2022

Og fólk sem býr í Evrópu, til að mynda Evrópusambandsríkjunum, greiðir misjafnlega háa orkureikninga, enda er Evrópusambandið ekki eitt ríki.

Undirritaður notar ekki meira gas og rafmagn en eðlilegt þykir í hundrað fermetra og fjögurra herberja íbúð með fjögurra metra lofthæð í miðborg Búdapest, höfuðborg Ungverjalands.

Þar af leiðandi greiði ég einungis 2.800 forintur, nú jafnvirði eitt þúsund íslenskra króna, á mánuði fyrir bæði gas og rafmagn.

Hungary Today, 8.9.2022 (síðastliðinn fimmtudag):

"The Financial Times recently published a lengthy article analyzing energy prices in Europe, concluding that the average price of electricity for British households is at least 30 percent higher than many of its European neighbors, while Hungary has the cheapest gas.

According to the British business and economics newspaper, the situation is so bad in their country because they rely more heavily on natural gas for energy production, which hits consumers hard.

"The average UK household electricity price is at least 30 per cent higher than in many of its European neighbours.""

Image

Þorsteinn Briem, 12.9.2022 kl. 17:58

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Að við eigum að taka uup það sem aðrir gera er fáránleg réttlæting.

Rúnar Már Bragason, 12.9.2022 kl. 18:55

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég spái því að ríkisútgjöld aukist, og skattar hækki svo mikið að það hægi marktækt á umsvifum á landinu, almennt.  Það gæti jafnvek byrjað að örla á sprúttsöu aftur - þ.e.a.s ef dópmangarara hafa ekki gjörsamlega yfirtekið þann markað.  Ný kynslóð tekur við, með nýjar neyzluvenjur, og allt það.

Þú veist hvernig það er - ríkið er alveg eins og krabbamein, og krabbamein dregur aldrei úr sjálfu sér, og leiðir alltaf til dauða.

Ásgrímur Hartmannsson, 12.9.2022 kl. 18:56

4 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Miðað við hversu hratt ríkisbatteríið þennst út undanfarin ár, Ásgrímur, þá er krabbamein góð samlíking.

Rúnar Már Bragason, 13.9.2022 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband