Gott dæmi um áróður af annars ágætu fordæmi

Í fréttinni segir að jökullinn hopaði um 37 metra en eitt árið hopaði hann um 110 metra. Með fyrirsögninni er verið að gera meira úr heldur en efni standa til. Það er ekkert annað en lævís áróður og verið að segja hlutlægt frá efninu. Það er nefnilega gott fordæmi að mæla breytingar á landslagi en alveg hægt að segja frá því án áróðurs.

Því miður er þetta of algengt á mbl.is og læðist einnig inn í Morgunblaðið í dag þótt í minna mæli sé. Er það vegna þess að fáir myndu klikka á fyrirsögnina ef þar stæði mælingar á hopi Sólheimajökuls?

Er lifibrauð þeirra sem segja frá að fá smelli en ekki vera með frásögn. Þannig eru ansi margar fyrirsagnir sem byrja á: Segir að ... sem auðvitað er ekkert annað en skoðun einhvers. Nýjasta eru lýsingarorð í sterkustu mynd.

Gallinn við svona birtingamyndir t.d. sterkustu lýsingarorð að þegar þau eiga við þá missa þau marks vegna þess hversu oft er búið að plata þig. Líklega komust fjölmiðlar svona langt í Covid vegna þess að fólk var ekkert að lesa umfram fyrirsögnina og lét því plata sig.

Frekar grunnhygginn heimur sem les bara fyrirsagnir.


mbl.is Sólheimajökull hopaði um 110 metra á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband