Af hverju ekkert um reynslu annarra þjóða af vindmyllum

Í þessari fréttatilkynningu kemur fram að skoðaðar voru reglur og reglugerði en hvað með reynslu annarra þjóða af vindmyllum?

Er skoðað að raforkuverð hefur margfaldast í Noregi þrátt fyrir góðar vatnsvirkjanir. Er skoðað að Skotar borga til að loka á framleiðslu vegna þess að innviðir ráða ekki við svona mikla orku?

Hvernig væri að byrja á byrjunni:

- Skoða reynslu annarra þjóða

- Skoða hvernig/hvort kostnaður lendir á neytendum

- Skoða hvernig skattpeningar eru notaðir til að greiða úr málum

- Skoða þörfina umfram vatnsvirkjanir

- Skoða hvort þetta mengi meira en vatnsvirkjanir

- Skoða áhrif þess á umhverfið t.d. hvort landið sé í raun afturkræft

- Skoða hver borgar að taka þetta niður og sjá til þess að landið sé afturkræft

- Skoða hvort náttúra Íslands geti tekið við þessu

 

Það eru svo margt ósvarað við það að setja upp vindmylluver (ekki vindmyllulund) að við eigum heldur betur að svara svona aðilum sem halda að þetta sé ekkert mál. Áhrifin eru of mikil til að þetta sé gert sem eitthvað léttmeti og þarfnast áreiðanlegra svara.


mbl.is Staðsetningin helsta álitamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband