Er viss um að Kristrún Flosadóttir er ekki góður kostur

Hvort sem Krisrún Flosadóttir færi í forsæti- eða fjármálaráðuneyti þá er hún ekki góður kostur. Fyrir því eru tvær meginástæður: Sú fyrri er að hún er framapotari sem skortir sýn sem nær lengra en að koma henni í embætti. Þetta kom vel í ljós í viðtalinu í Morgunblaðinu. Í öðru lagi þá vill hún ekki draga úr ríkisumsvifum heldur auka tekjur sem þýðir á mannamáli að auka skattheimtu enn frekar. Ekkert er verr til þess fallið að koma skikkan á ríkissjóð en að auka skatttekjur. Það kom svo bersýnilega í ljós eftir hrun.

Kristrún heldur því fram að leigubremsa muni lækka verðbólgu. Frekar langsótt nálgun á verðbólgunni þar sem stærsti vandinn við hækkun vaxta á vegum Seðlabankans er léleg fjármálastjórn fyrirtækja þar sem of hár fjármagnskostnaður sligar fyrirtækin (hitt er of mikið er tekið af rekstrarfé). Við sjáum alveg hvað sífellt hækkandi fjármagnskostnaður er að gera Reykjavíkurborg.

Mín spá er að Kristrún Flosadóttir mun ekki skila neinu öðru en hruni komist hún að.


mbl.is Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband