Er viss um að Kristrún Flosadóttir er ekki góður kostur

Hvort sem Krisrún Flosadóttir færi í forsæti- eða fjármálaráðuneyti þá er hún ekki góður kostur. Fyrir því eru tvær meginástæður: Sú fyrri er að hún er framapotari sem skortir sýn sem nær lengra en að koma henni í embætti. Þetta kom vel í ljós í viðtalinu í Morgunblaðinu. Í öðru lagi þá vill hún ekki draga úr ríkisumsvifum heldur auka tekjur sem þýðir á mannamáli að auka skattheimtu enn frekar. Ekkert er verr til þess fallið að koma skikkan á ríkissjóð en að auka skatttekjur. Það kom svo bersýnilega í ljós eftir hrun.

Kristrún heldur því fram að leigubremsa muni lækka verðbólgu. Frekar langsótt nálgun á verðbólgunni þar sem stærsti vandinn við hækkun vaxta á vegum Seðlabankans er léleg fjármálastjórn fyrirtækja þar sem of hár fjármagnskostnaður sligar fyrirtækin (hitt er of mikið er tekið af rekstrarfé). Við sjáum alveg hvað sífellt hækkandi fjármagnskostnaður er að gera Reykjavíkurborg.

Mín spá er að Kristrún Flosadóttir mun ekki skila neinu öðru en hruni komist hún að.


mbl.is Viss um að Kristrún „gæti orðið góður fjármálaráðherra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Rúnar Már !

Hárrjett ályktað; af þinni hálfu.

Kristrún Frostadóttir; er hjúpuð skikkju blekkinga og undirmála, frændur mínir:: feðgarnir Valgarður grái Jörundsson og Mörður sonur hans, á Hofi á Rangárvöllum

hefðu verið snöggir að sjá í gegnum hana, væru þeir uppi, í okkar samtíma.

Af hverju til dæmis; rak Kristrún ekki þær Jóhönnu Sigurðardóttur og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur úr Samfylkingunni, þá hún öðlaðizt formennzku sína, þar innan dyra, t.d. ?

Svo; ætla hefði mátt, að með slíkum gjörningi, að hún hefði jafnvel vakið sæmilega tiltrú fólks þar með / jafnvel almennings í landinu.

Þó; ekki sje nú beysið það lið, sem nú ráðskazt hjer með völdin, þessi misserin.

Flokkur fólksins - Miðflokkurin; svo og flokkur þeirra Gunnars Smára Egilssonar (með fáránlegu nafngiftinni:: Sósíalistaflokkurinn:: ætti að heita Verkamannaflokkur

Íslands, að sjálfsögðu) eiga gnægð sóknarfæra, hafi þeir burði og rænu til, að fylgja stefnumálum sínum eftir, eins og menn !

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2023 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband