Hvernig á fólk að koma auka sorpi frá sér ef um langar leiðir er að fara?

Sorpumálin eru í algerum skít ef svo má orða. Nú þurfa höfuðborgabúar að flokka í 4 tunnur og verður mesta spennan að sjá hver fylist fyrst. Hins vegar má ekki losa allt sorp í tunnur og þá þarf að fara grenndarstöð eða móttökustöð Sorpu. Grenndarstöðvarnar eru illa hirtar og of sjaldan tæmdar. Margar af þeim of sóðalegar til að teljast eftirsóknavert að fara þangað.

Svo kemur að blessuðu móttökustöðvum Sorpu. Þar sem þetta er iðnaður þá má þetta ekki vera nærri íbúðbyggð þótt erfitt er að sjá hver nákvæmlega heldur því fram. Nærtækast er að halda því fram að það séu opinberir starfsmenn eða kjörnir fulltrúar sem halda því fram en flestir aðrir geti sætt sig við þetta t.d. inn í iðnaðarhverfi. Styr stendur núna um stöð á Dalvegi í Kópavogi sem bæjarstjórnin vill færa því það þurfi að koma að verslun og þjónustu. Deiluskipulagið gerði aldrei ráð fyrir því en samt heldur bæjarstjórnin því fram og er gott dæmi um gengið er út frá skipulagi og síðan fengið fólkið með sér.

Ekki bætir úr skák að þetta hefur verið vitað í rúman áratug en samt sem áður þá gerir bæjarstjórnin ekkert til að gera ráð fyrir nýjum stað. Þessi forkastanlegu vinnubrögð eru náttúrulega svo foráttu heimskt að hálfa væri nóg.

Reykjavíkurborg hatar bíla og vill helst allt svona fyrir utan bæjarmörkin. Það sama á við hin sveitafélögin því byggingar gefa mun meira en land undir sorpmóttöku. Hvað gera svo vitringarnir til að hjálpa fólki að losna við rusl. Jú setja enn meiri hömlur, lengri vegalengdir og alltof langan tíma að losna við ruslið.

Staðsetningin fyrir þessa stöð í Kópavogi hefði átt að vera fyrir ofan Lindahverfi við hringbrúnna. Vegurinn öðru megin og hinu megin iðnaður svo að truflun íbúa hefði verið í lágmarki. Græðgi bæjarfulltrúa heimtaði annað.

Hugmynd fyrir Sorpu: Komið upp deilibílum til að fólk geti losnað við ruslið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband