3.5.2023 | 21:49
Er engu nær um alvarlega hlýnun vegna El Nino
Merkilegt með svona fréttir að það er varað við stórkostlegri hættu án þess að segja í hverju hættan er fólgin. Auðvitað er lætt inn hlýnun af mannavöldum án þess að skýra hvað það eigi sameiginlegt með þessu veðurfyrirbæri.
Það eina sem má lesa úr fréttinni er að líklegra sé að næsta ár verði hlýrra en í ár.
Að drýgja einhvern texta með innihaldsleysi er auðvitað fyrirbæri sem loftlagspredikarar nota. Þeir nota mörg orð með ansi rýru innihaldi sem gefur okkur engar upplýsingar til að vinna úr. Sem sagt við eigum von á hlýrra ári á næsta ári en eigum að skíta í brækurnar út af því.
Það væri gaman að vita hver fær að skrifa síendurtekið svona innihaldslaust efni.
Vara við El Niño og alvarlegri hlýnun fram undan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)