25.2.2007 | 00:54
Alveg ótrúlegur flokkur þetta samfylkingarkrull
Á hvaða plánetu lifir Samfylkingin eiginilega? Í Þýskalandi er í gangi prógramm þar sem verið er að fjölga vinnustundum til að vera samkeppnishæfari við aðrar þjóðir. Eiga Íslendingar ekki að vera samkeppnishæfir? Þessi síendurtekna forsjárhyggja Samfylkingarinnar er algera úr takti við allt sem gengur og gerist í samfélaginu (og í heiminum ef út í það er farið).
Þessum flokki væri nær að koma með eitthvað í takt við tíðarandann.
Samfylkingin vill taka upp viðræður um að stytta vinnutíma í áföngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinn langi vinnudagur eykur ekki samkeppnishæfni. Það gerir hins vegar mikil framleiðni.
Sigurður Ásbjörnsson, 25.2.2007 kl. 00:56
Alveg sammála að það er ekki vinnutímarnir sem segja allt heldur hvernig þeir eru unnir. Það er efni í allt annað blogg ef á að fara að tala um aga (agaleysi) í vinnu til að auka framleiðnina. Það væri kannski hægt að svara því af hverju svo margir eru í 2-3 þremur vinnum í stað þess að sinna börnum sínum? Stytting vinnutíma þarf ekki endilega að leiða til þess að foreldrar eyði meiri af tíma sínum með börnunum og ég er á því að flestir sinna börnum sínum en mættu kannski gefa sér meiri tíma með börnum sínum.
Rúnar Már Bragason, 25.2.2007 kl. 02:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.