Dónaskapur opinberra starfsmanna

Allra jafnan standa opinberir starfsmenn sig vel en til eru starfsmenn sem eru dónalegir. Ég lenti í þannig starfsmanni í dag og ég er ekki að tala um þurra afgreiðslu. Þar sem ég hóf rekstur á vefsíðum á síðasta ári (hughrif.is og youbethere.com) en ekki enn kominn með tekjur af þeim þá lenti ég í ótrúlegu símtali frá skattinum. 

Ég hafði, eins og lög gera ráð fyrir, skilað inn virðisaukaskýrslu fyrir s.l. ár þar sem fram kemur hár stofnkostnaður en engar tekjur. Konan frá skattinum fór að efast um þetta rekstrarform og það get ég alveg sætt mig við. Það sem hins vegar fór illa í mig er að hún gerði lítið úr mínum væntingum til rekstar með því að segja hluti eins og: "koma nokkrar tekjur af þessu", "þetta þykir mér mikil bjartsýni". Það má efast en það á ekki að gera lítið úr fólki, þeirra væntingum og draga úr trú þeirra á getu sína.

Auðvitað hefja allir rekstur á bjartsýnis nótum og þurfa að reka sig á marga veggi. Þetta var samt algerlega yfir strikið að lenda í slíkum dónaskap og á auðvitað ekki að eiga sér stað hjá opinberri stofnun. Sagt er að margir hafi misnotað þetta kerfi en samkvæmt lögum eru allir saklausir uns sekt er sönnuð. Er ég glæpamaður fyrir að skila inn skýrslu án tekna? Væri ekki nær að koma fram af virðingu og efast um að tekjur skili sér. Það væri t.d. hægt að gera með spurningu eins: "Sérðu fyrir þér að tekjur muni skila sér á þessu ári". Í framhaldi af því væri hægt að útskýra að rekstur þarf að skila tekjum á þessu ári því annars er farið fram á endurgreiðslu.

Já það er ekki nóg með það að erfitt er að stofna fyrirtæki á Íslandi heldur þarf líka að fást við stífar og erfiðar stofnanir. Til að mynda er nánast ekkert mál að stofna fyrirtæki í Danmörku eða Englandi. Af hverju ekki á Íslandi? Erum við ekki bara að dragast aftur úr vegna þess hversu fá fyrirtæki eru stofnuð á Íslandi.

Ein umræðan var um að hátæknifyrirtæki gætu sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts í fleiri ár en nú er og lögunum var breytt. Hvernig í ósköpunum eiga þeir að gera það ef þeir þurfa að lifa við dónaskap eins og þennan ár eftir ár? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband