Það mætti halda að láglaunafólk gerði ekkert annað en að kaupa mat

Málefnaflutningur stjórnaandstæðinga með stuðningi verkalýðsforystunnar snýst um að hækkun lægri skattþreps komi svo illa við láglaunafólk. Það er eins og láglaunafólk eigi rétt fyrir mat og engu öðru. Í flestum tilfellum er það ekki staðreynd og ætti að vera auðvelt að mæla það. Til að mynda hefur hagstofan ákveðnar mælingar sem styðjast við neyslukannanir. Þar kemur augljóslega fram að fólk getur keypt annað en matvörur. Ef stjórnarandstöðunni finnst þetta mikilvægast hvernig væri þá að sýna fram á hversu stór hópur þetta er.

Er verið að tala um 20% þjóðarinnar sem finnur mest fyrir þessu eða stærri hóp? Sýnið fram á að þetta komi svona illa við marga. Málflutningurinn verður ekkert sannfærandi nema hægt sé að setja það í samhengi við eitthvað og það er stjórnarandstæðan ekki að gera.


mbl.is Mesta skattahækkun Íslandssögunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þeir einblína líka á bara þetta - það hefur enn enginn pælt í hvað gerist með vörugjöldin, sem þeir eru einmitt að hóta að afleggja.

Mikill matur er innfluttur. Hvað gerist?

Ásgrímur Hartmannsson, 11.9.2014 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband