Hvað eru nauðsynjar?

Það fer enginn í grafgötur með það að matur er nauðsyn til að lifa af en seint verður heitt vatn talið til lífsnauðsynja. Meirihluti mannkyns hefur mjög takmarkaðan aðgang að heitu vatni og oft er það vatn hitað á staðnum. Hér fara menn algerlega út úr kortinu í sínum röksemdafærslum varðandi nauðsynjar.

Lestur er eitthvað sem fólk gerir sér til dægrastyttingar eða nauðsynjar. Þessir ágætu menn ættu að athuga fyrst hversu margir lesa sér til dægrastyttingar og hversu margir til nauðsynjar. Þeir ættu kannski líka að velta því fyrir sér hversu margir lesa á ensku og öðrum tungumálum. Að lokum ættu þeir að velta fyrir sér hversu margir lesa efni á netinu. Innantóm rökfærsla sem skortir algerlega innsýn í lausnir.

 


mbl.is „Maður deyr án matar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Maður verður aldrei meira en það sem maður borðar og hugsar.

Maður deyr frá þessari jarðlífsvídd, án næringarfullnægjandi matar og vatnsþörf. Sem betur fer er tækni heimsins orðin það þróuð, að allir upplýstir vita að hægt er að hita vatn. Þó með stórum auka-útgjaldakostnaði fyrir köld svæði.

Það er mikilvægt að þekkja kjör heildarinnar, þegar á að verja kjör heildarinnar. þeir sem ekki hafa lifað og starfað fyrir sínu eigin lifibrauði á köldum svæðum, vita lítið um landsbyggðarbaráttuna, og allt það óréttlæti almenns verkafólks á landsbyggðinni.

Landsbyggðar-verkafólkið ríkissvikna borgar til jafns við aðra landsmenn, skólagöngu og samgöngur þeirra, sem einungis lifa og hrærast á heitum svæðum. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið.

Hvað segja svokallaðir jafnaðarmenn um svona ójöfnuð og óréttlæti?

Hvað segja svokallaðir pólitískir frelsis-hyggjumenn um fátækra-skattpíndan ójöfnuð og ófrelsiseinokunar-stýringu? Trúa þeir ekki á frelsarann?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.9.2014 kl. 17:30

2 identicon

Matur, vatn og loft eru lífsnauðsynleg.

En Rafmagn og heitt vatn er eiginlega alveg jafn nauðsynlegt hér á islandi. Það er svo fokking kalt hérna.

Sömuleiðis eru klósett bráðnauðsynleg hérna.

Og skemmtum eins og lestur og internet, því að það er varla hægt að fara út að labba hérna eða stunda útiveru, nema í rándýrum fatnaði.

sveinn ólafsson (IP-tala skráð) 14.9.2014 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband