Líklega enn síður ef enginn vinnufriður fæst

Ég hef aldrei skilið hvað fólk hefur séð við Hönnu Birnu því hún hefur ekki sýnt neina sérstaka tilburði sem gefa til kynna góða stjórnunarhæfileika. Þegar hún tók við borgastjóraembættinu þá tókst að koma á ró um tíma en það var samt enginn mælikvarði á hversu öflug hún væri.

Á móti má segja að það er búið að pönkast í henni ansi lengi og allt gert tortryggilegt sem hún gerir. Ég er viss um að hún gerir sitt besta og það er alveg ljóst að ekki er hægt að gera öllum til hæfis. Auk þess má nefna hvers vegna stjórnarandstæðan er svona upptekin að pönkast í konum. Það virðist stundum jaðra við karlrembupólitík. Það er ekkert sem gefur til kynna að konur séu að stjórna verr en hvernig er hamast í þeim daginn út og daginn inn er ekki til eftirbreytni. 

Ef ætlunin er að bæta íslenska pólitík þá held ég að fyrsta skrefið væri að hætta að pönkast í fólki og koma með málefnalega gagnrýni á viðfangsefnið hverju sinni. Sjálfsagt er að hafa aðhald á störf opinberra starfsmanna en aðhald snýst ekki um persónu heldur málefni. Með því fengjum við kannski betri pólitík sem margir þrá en gera lítið til að bæta.


mbl.is Stjórnmálin engin endastöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband