16.9.2014 | 08:44
Já á sjálfstæði
Vonandi halda Skotar haus og kjósa um sjálfstæði því þeir svo sannarlega geta staðið sjálfstætt frá Englandi. Skotland hefur upp á margt að bjóða alveg eins og Ísland en líklega má ESB ekki heyra á það minnst að Skotar fái sjálfstæði vegna allra hinna sem líka vilja sjálfstæði.
Ætli sé til hópur í Skotlandi líkt og fylkingin hér sem vill selja landið til Noregs? Fólk með lítið sjálfstraust sem trúir að aðrir geti gert betur af því þeir eru stærri. Í tilefni Skotlands er England stærra en er það endilega betra fyrir Skota að vera í sambandsríki með Englendingum? Af því geta þeir ekki komist nema að kjósa um sjálfstæði.
Hvað varð um sjálfstæði Skota? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Held að þú sért eitthvað að misskilja þetta. ESB er ekki og mun ekki gera neinar athugasemdir við hvort Skotar verða sjálstæðir enda er það innanríkismál sem þeim kemur ekki við. Það hefur allan tímann verið á hreinu að þessi atkvæðagreiðsla er endanleg og ef Skotar segja já mun Evrópuþjóðum fjölga um eina þjóð og enginn mun setja sig á móti því.
Einar Steinsson, 16.9.2014 kl. 09:59
Skil ekki alveg hvað ég ætti að misskilja. Þetta er í andstöðu við tilveru ESB um sameiningu ríkja. Það eru fleiri að banka á dyrnar um sjálfstæði og það hentar ekki stefnu ESB. Auk þess er ekkert sjálfgefið að sjálfstætt land vilji vera innan ESB.
Rúnar Már Bragason, 16.9.2014 kl. 11:14
Þú ert að misskilja herfilega hvernig ESB virkar. Stóra Bretland er frjálst og fullvalda ríki sem ræður því sjálft hvort það skiptir sér í fleiri frjáls og fullvalda ríki og ESB hefur ekkert vald til að segja neitt um það. Þetta er Breskt innanríkismál og ESB skiptir sér yfirleitt afskaplega lítið af innanríkismálum sambandsríkjanna. Ég bý í ESB ríki og ég verð ekki var við að ESB sé að skipta sér af því sem gerist hér innanlands.
Einar Steinsson, 16.9.2014 kl. 11:46
Þessi hópur sem þú vísar í sem vill "selja" landið til Noregs þjáist ekki af litlu sjálfstrausti. Það er hins vegar rúið trausti á stjórnsýslu og hagstjórn vors lands sem með almennilegt fólk við stjórnvölinn hefur allt til brunns að bera að vera hinn vænsti staður.
Á meðan landinu er stjórnað af óhæfu og spilltu fólki sem hefur það eitt að markmiði að auka misskiptingu og gera "sitt" fólk auðugra á kostnað hins almenna borgara þá fá að sjálfsögðu svona hópar fylgi, enda boðskapurinn góður.
Alltaf er hægt að benda að landinn kjósi þetta yfir sig (sem er náttúrulega rétt) en þá spyr maður sig um flóruna, hvað er í boði. Hingað til hefur hún verið þannig að viðkvæðið það er enginn munur á kúk og skít á fullan rétt á sér.
Ég held að ef við mundum komast í myntsamstarf við aðra stöðuga þjóð (ekkert endilega Norðmenn) þá mundi ástandið strax skána, sveiflur mundu ekki leggja hagkerfið á hliðina og löngunin til að halda gjaldmiðlinum í draslflokki fyrir nokkrar útvaldar atvinnugreinar hverfa.
Stærð hefur ekkert með málið að gera, spilling og vanhæfni gerir það hins vegar.
En annars óska ég Skotum bara velfarnaðar, hvernig sem þessi kosning hjá þeim fer.
Ellert Júlíusson, 16.9.2014 kl. 12:27
Þessi grein í mbl sýnir hvers konar dusilmenni Englendingar eru. Ekki aðeins hafa þeir kúgað Skota öldum saman eftir að hafa hálshöggvið drottningu þeirra, heldur bera Englendingar beina ábyrgð á hungursneyðinni í Indlandi, útrýmingu allra Tasmaníubúa og stórum hluta þrælaverzlunarinnar svo fátt sé nefnt.
Bezt er fyrir skozku þjóðina að losna undan yfirráðum svona fasista.
Alba gu bràth!
Pétur D. (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 15:24
Til að setja þetta í samhengi þá getum við litið á það að ákveðin póstnúmer á norðurlandi vildu segja skilið við sunnlendinga því þeir kúguðu svo landsbyggðina. Fiskimenn fyrir norðan væru orðnir hundleiðir á því að skattpeningurinn þeirra færi allur til Reykjavíkur en ekki á höfuðstað norðurlands.
Þetta er nákvæmlega sama dæmið, Skotland er ekki land í dag, bara nafn á norðanveðru Bretlandi, að segjast vera undir stjórn Englendinga er fáránleg rök. Höfuðborin er London og auðvitað er öllu stjórnað þaðan, það er vanin að löndum sé stjórnað frá höfuðborginni. Það fullt af stöðum sem tilheyrðu hinum og þessum og voru sjálfstæð og ekki sjálfstæð fyrir mörg hundruð árum. Skán á Svíþjóð hefur ekki alltaf tilheyrt Svíþjóð, hvað segja menn ef þeir myndu rísa upp og segja skilið við Svíþjóð.
Vonandi að Skotar hætti þessu fíflaskap og hafni þessum draumórum Salmonds. Það ætti í rauninni að stinga manninum inn fyrir landráð.
The Critic, 16.9.2014 kl. 17:17
Skåne hefur aldrei verið sjálfstætt og hefði ekki fjárhagslega burði til að vera sjálfstætt. Ekki einu sinni þótt Halland og Blekinge slægjus í hópinn. Og því síður getur Norðurland staðið á eigin fótum. Svo að þegar þú líkir Skotlandi við einhver landbúnaðarhéruð, þá sýnir það fávizku þína.
Skotar eru það fjárhagslega sterkir að þeir geta stofnað sjálfstætt ríki. þeir hafa verið sjálfstæðir áður og það er mikil gremja í Skotlandi í garð Englendinga sem sölsuðu landið undir sig fyrr á öldum og hafa mergsogið það síðan. Og það er rangt hjá þér, Critic, að London sé höfuðborg Skotlands, það er Edinburgh. Þar er skozka þingið til húsa. Auðvitað eru leiðtogar ensku stjórnmálaflokkanna þriggja örvæntingafullir og gefa unnvörpum innantóm loforð, því að efnahagur Englands mun snarversna þegar Skotar hætta að hlaða undir Englendinga með sköttum sínum og auðlindum.
Critic, mér finnst að þú ættir að skrifa bréf til forseta Eystralandsríkjanna þriggja og hvetja þá til að láta innlima löndin enn á nú inn í Rússland og benda á að sjálfstæðisbarátta þeirra hafi bara verið fíflaskapur. Og meðan þú ert að því, hvers vegna ekki skrifa bréf til Pjotr Pereshenko og kalla hann fífl fyrst hann lætur ekki Putin vaða yfir sig.
Og hvernig væri að biðja Alþingi um að biðla til danskra yfirvalda um að Ísland verði enn á ný dönsk nýlenda? Þá væri hægt að stinga þér inn fyrir landráð.
Alba gu bràth! Scotland forever!
Aztec, 16.9.2014 kl. 19:44
Einar ég er ekki að misskilja neitt. Ég les stefnumörkun ESB en ekki samningstexta. Til að sambandið virki að einhverju viti með sameiginulegum gjaldmiðli þarf meiri samruna sem er andstæðan við sjálfstæði. Ellert grasið er ekkert grænna í Noregi og á góðri gildri íslensku var talað um að selja sig á bæinn hér áður fyrr þegar fólk treysti sér ekki. Þýðir það ekki að fólk skorti sjálfstraust? Ef fylgt er röksemd The Critic þá væri Brussel höfuðborgin ef Ísland færi í ESB. Uppörvandi tilhugsun, ekki. Aztec you got it :)
Rúnar Már Bragason, 16.9.2014 kl. 23:27
Aztec: Það sem ég er einfaldlega að benda á er hvað þetta er flókið. Auðvitað veit ég að noðruland hefði enga burði til að að vera sjálfstætt en þetta er samskonar dæmi skriffinskulega séð.
Í dag er Skotaland hluti af Bretlandi. Skotaland er ekki land og ekki England heldur. Saman mynda þau Bretland (ásamt Wales og Norður Írlandi). Og jú London er höfuðborg Bretlands.
Ef þú flytur frá Edinborg til London eða Belfast þá ertu að flytja innanlands, alveg eins og þú myndir flytja frá Akureyri til Reykjavíkur, sama ökuskírteini, sama bílnúmerið á bílnum þínum, sama kt, sami bankareikningur, sama símanúmer, sami gjaldmiðill, sami banki sem þú skiptir við, sama póstnúmera kerfi, sömu búðir .........
Ef þú flytur frá Norður írlandi eða Skotlandi til suður írlands ertu að flytja til útlanda, alveg eins og þú myndir flytja til Noregs..
Skotland er bara póstnúmer, allir fæddir þar eru með Breskt vegabréf, sama á um þá sem fæddir eru á Englandi. Fólk er búið að flytja til og frá. Hverjir teljast þá tilheyra hinu nýja skotlandi? Þeir sem upprunalega fæddust þar eða þeir sem búa þar núna? Þetta er meiriháttar flókið. Skotland fékk ekki heimaþing fyrr en í kringum síðustu aldamót, allt útaf þessum Salmond. Þá fengu þeir að stjórna ákveðnum hlutum sjálfir, meira eins og stór sveitastjórn.
Fyrir skota þá vona ég svo sannarlega að þeir kjósi NEI á fimmtudaginn.
Rúnar: veit ekki afhverju þú ert að blanda Brussel inn í þetta, þetta er ekki samskonar dæmi. Brussel er höfuðborg Evrópu.
The Critic, 17.9.2014 kl. 09:15
Það leynir sér ekki, Critic, að þú ert harðsvíraður ESB-sinni. Nei, Brussel er ekki höfuðborg Evrópu, heldur Belgíu. Ríki Evrópu eiga sér enga sameiginlega höfuðborg, ekki einu sinni aðildarríki ESB, enda er ESB ekki sjálfstætt ríki, þótt landráðaliðið íslenzka óski sér þess og samrunasinnarnir innan ESB stefni að því, þ.e. láti ósk Hitlers um sameinaða Evrópu undir þýzkri forystu rætast. Það er rétt, að framkvæmdastjórn og leiðtogaráðið hafa aðsetur í Brussel/Bruxelles, en það gerir ekki borgina að höfuðborg Evrópu. Ekki frekar en að Beijing sé höfuðborg Asíu. Mundu líka, að ESB er ekki það sama og Evrópa. Ég veit ósköp vel að landafræði er ekki sterkasta hlið ESB-sinna, en einhvern tíma verðið að læra þetta.
Edinburgh (Dùn Èideann) er höfuðborg Skotlands og hefur verið það síðan á 15. öld. Þú verður að bæta landafræðikunnáttu þína, ég mæli með að þú farir á vefsíðu, sem heitir Wikipedia.com (W-i-k-i-p-e-d-i-a-d-o-t-c-o-m) og kynnir þér málin. Og það er þættingur að segja að Skotland sé ekki land. Stóra-Bretland samanstendur af þremur löndum, Englandi, Wales og Skotlandi. United Kingdom samanstendur af þessum þremur löndum auk Norður-Írlands, sem Bretar sölsuðu undir sig með klækjum. Þú blandar saman hugtökum. Ekki gleyma því að Skotland var sjálfstætt alveg þangað til Englendingar sölsuðu það undir sig með hervaldi.
Skotar fengu ekki heimastjórn fyrr en um síðustu aldamót vegna þess að ríkisstjórnin í London beitti klækjum og svindli þegar atkvæðagreiðslan um það (devolution) fór fram í lok áttunda áratugarins, eins og skrifað hefur verið um annars staðar á blogginu. Ég veit það því að ég bjó þar á þeim tíma.
Ég er að hugsa um að senda Alex Salmond hvatningaróskir. Alba gu bràth! Scotland forever!
Aztec, 17.9.2014 kl. 13:23
Aztec. Það er takmarkað hvað maður nennir að svara þessum útúrsnúningum í þér.
Skotland er ekki land, það er bara þannig og þú breytir því ekki með bullinu í þér. Ef þeir kjósa sjálfstæði þá verða þeir land.
England, Wales, Skotland og Norður Írland eru ekki sjálfstæð lönd þótt þau séu stundum kölluð "the countries of UK". Saman mynda þau landið Bretland eða UK eins og það er stundum kallað. Höfuðborg Bretlands er London. Hvert svæði er svo með sína höfuðborg sem hefur takmörkuð völd, stjórnar nokkrum "local atriðum".
Bretland er ekkert öðruvísi samansett heldur en t.d. Spánn og Þýskaland. Sumir sérvitringar geta kallað Katalóníu eða Bæjarland lönd með höfuðborgir ef þeim líður betur.
The Critic, 17.9.2014 kl. 13:54
Critic, það ert þú sem ert að snúa út úr, eða viðra fáfræði þína. Ég skrifaði hvergi að Skotland væri sjálfstætt ríki, en það er land engu að síður. Alveg eins og Ísland var land (country) áður en það varð sjálfstætt. Skv. skilgreiningu þá getur land (country) verið sjálfstætt ríki eða ekki:
"A country is a region identified as a distinct entity in political geography. A country may be an independent sovereign state or one that is occupied by another state, as a non-sovereign or formerly sovereign political division, or a geographic region associated with sets of previously independent or differently associated peoples with distinct political characteristics." (Wikipedia). Mundu það.
Á meðan við erum að ræða um sjálfstæð ríki, þá er það alveg ljóst fyrir mér og flestum öðrum, að aðildarríki ESB eru ekki sjálfstæð ríki (nema Þýzkaland), því að þau ráða næstum engu í sínum eigin málum, ólíkt öðrum Evrópuríkjum.
Það er ekkert sem heitir Katalónía eða Bæjaraland, en mig grunar að þú sért að hugsa um Cataluña (eða Catalunya) annars vegar og Bayern hins vegar. Ég hef illan bifur á þessum íslenzkuðu orðskrípum.
Aztec, 17.9.2014 kl. 16:22
Í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna núna fékk RÚV einn álitsgjafa til að segja sína skoðun á hlutunum, því að það er einmitt það sem álitsgjafar sem kallaðir eru í stúdíóið gera, að segja sitt persónulega álit. Og af því að það snýst um pólítík, þá gæti hvaða Pétur og Páll sem væi fenginn utan af götunni sagt sína persónulegu skoðun og það yrði ekkert síðra.
Í þetta skipti var það einhver, Stefán Pálsson að nafni, sem var enginn sérfæðingur í málefnum Skota, en var fenginn til viðtals því að hann var í námi í Edinburgh. Honum varð það á að nefna þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1979, þegar Stefán var enn að slíta barnaskónum á Íslandi, og bullaði þar af leiðandi tóma dellu. Hann hélt því fram að sú atkvæðagreiðsla hefði einkennzt af heift og hatri, en það var öðru nær. Það sem einkenndi hana var áhugaleysi í Skotlandi og vanþekking á hvað gæti flokkast sem svindl eða ekki. Eins og nýlega hefur verið skrifað á annarri bloggsíðu, þá fengu Skotar ekki heimastjórn þá vegna þess að ríkisstjórn Callaghans framdi eindema kosningasvindl, en almenningur yppti bara öxlum. Ég veit þetta því að ég bjó sjálfur í Skotlandi á þeim tíma sem þessi atkvæðagreiðsla fór fram.
Næst ætti RÚV að fá inn í stúdíóið einhvern sem ekki bara gasprar um hluti úr fortíðinni sem hann/hún getur ekki vitað neitt um.
Svo vona ég að meirihluti Skota hafi tekið rétta ákvörðun og sett x við YES. Áfram Skotland!
Aztec, 18.9.2014 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.