Afskaplega er ASÍ orðið þreytt

ASÍ eiga vera samtök launafólks en virðist gera lítið annað en að stunda pólitík. Í tíð síðustu ríkisstjórnar þá átti að elta ESB blauta drauminn en nú heyrist ekki múkk um það. Síðan þegar ný ríkisstjórn tekur við þá er hún svo ómöguleg að það má ekki ræða málin á vitrænan hátt heldur slegið fram með kaldhæðni og sleggjudómum.

Fyrir það fyrsta þá er engin svör í þessu hjá ASÍ heldur einungis haldið fram staðreyndum sem engin leið er að átta sig á hvort standist, út frá textanum. Þetta er venjuleg Samfylkingarleið og ákaflega þunn leið sem felst í engu öðru en gera lítið úr því sem er verið að gera. Í þessu felast engin svör heldur einungis neikvætt sjónarhorn á það sem er verið að gera.  Engin tilraun er gerð til að betrumbæta það sem lagt er til að gera.

Mér finnst svona vinnubrögð fyrir neðan allar hellur og get engan veginn stutt ASÍ sem heildarsamtök launþega eða vinnan fólks. Samtökin eru of pólitísk einstrengisleg og löngu úrelt í því samhengi að vinna fyrir launafólk. Í staðinn er fólk á launum við að útlista pólitískar skoðanir sínar. Skömm sé þeim!


mbl.is Bjarni vandar ASÍ ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þeir sem ekki átta sig á að kjarabarátta launafólks er að stórum hluta pólitík ætti að reyna að átta sig á hvað karabarátta er.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2014 kl. 08:43

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ótrúlegt Jón Ingi, hvað margir gera sér ekki grein fyrir því blóði, svita og tárum sem kjarabaráttan útheimti hjá launafólki á síðustu öld. Ekkert var eða verður sótt í greipar auðvaldsins baráttulaust. Fólk virðist líka, Jón Ingi, yfir höfuð ekki vita hvað pólitík er. Það er magnað að heyra fólk lýsa því yfir að það sé algerlega ópólitískt, en svo hefur sama fólkið sterkar skoðanir á öllu milli himins og jarðar. Olof Palme var eitt sinn spurður að því hvað pólitík væri. Svar hans var stutt og kjarnyrt; pólitík er að hafa skoðun.

Rúnar Már, þessu er því alveg öfugt farið - stefnu- og skoðanalaus verkalýðshreyfing er gagnslaus og handónýt! Veikleiki ASÍ hefur frekar en hitt verið skortur á þessu tvennu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2014 kl. 09:19

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þegar ASÍ byrjaði að skipta sér af flokkapólitík var hún ekki lengur málsvari verkalýðsins. Þið Jón og Axel verðið að átta ykkur á að launafólk er í öllum flokkum- þetta er ekki bara Samfylkingarfólk. Þessvegna má verkalýðsforustan ekki láta draga sig inn í flokkspólitíska umræðu. En það hefur hún gert því miður. Það er undir hinum venjulega launamanni komið hvernig bregðast skal við. Þeir sem eru ekki ánægðir með gang mála- sem eru fjölmargir ættu í fyrsta lagi að greiða atkvæði gegn öllum samningum sem þessi forusta gerir við atvinnurekendum. Þeir sem að vilja ganga lengra ættu að segja sig úr stéttarfélaginu sínu( ef þeir eru í því en greiða ekki bara stéttarfélagsgjaldið). Og í þriðja lagi ná samstöðu um það með öðrum um að stofna nýtt. Þið talið um pólitík. Pólitík snýst ekki bara um flokkspólitíkina. Það er líka pólitík að ryðja í burtu samtökum sem ganga þvert á hagsmuni félagsmanna en beita í staðinn öllum kröftum sínum fyrir einstaka flokka.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2014 kl. 10:33

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hver er munurinn á pólitík og flokkapólitík Jósef?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2014 kl. 11:12

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Flokkapólitíkin hefur oft komið fram sem umhyggja fyrir flokknum sjálfum en ekki kjósendum sem ljáðu flokknum atkvæði sitt. Það er hagur samfylkingarinnar að koma höggi á andstæðinga í flokkspólitíkinni og beita til þess öllum ráðum. Þegar forustumenn ASí, t.d. Gylfi Arnbjörnsson tekur þátt í þessum leik fyrir sína flokksmenn og fórnar á móti hagsmunum félagsmanna ASÍ til þess, þá er hann að reka erindi flokkapólitunnar en ekki þeirra pólitíkar sem hagnast félagsmönnum. Hagsmunir Félagsmanna ASÍ og Samfylkingar eða VG fara ekki alltaf saman. Ef þú segir að ASÍ eigi að taka sér stöðu einstakrar flokkstefnu, nú síðust árin Samfylkingar þar sem Gylfi er Samfylkingarmaður þá er sýnt að flokksmenn hinna flokkanna sem eru í verkalýðshreifingunni verða þá bara að stofna eigin samtök og munu kannski gera það í framtíðinni ef fram heldur sem horfir. Eru líka ekki allir hlutir komnir út í flokkspólitík.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2014 kl. 12:23

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef oft gagnrýnt Gylfa fyrir hans störf í þágu ASÍ, ekki út af pólitík, því þar vorum við samherjar ef eitthvað heldur af þeirri einföldu ástæðu að hann er afspyrnuslappur leiðtogi, lélegur raunar. Verkalýðsforystan hefur ítrekað gert sig seka um alvarlegan dómgreindarskort að velja sér hagfræðinga sem talsmenn og leiðtoga sem síðan eru settir á forstjóralaun og ná því aldrei nauðsynlegri tengingu við sína umbjóðendur og hafa aldrei deilt kjörum með þeim. Hagfræðingar eru ófærir um að taka á kjaratengdum vandamálum, þeir reikna sig aðeins frá þeim með meðaltalsreikningi og öðrum ólíkinda kúnstum.

Gylfi er ekki Samfylkingarmaður, var það, en sagði sig úr flokknum. Ástæður hans fyrir úrsögn má sjá hér: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/14/gylfi_segir_sig_ur_samfylkingunni/

Axel Jóhann Hallgrímsson, 20.9.2014 kl. 14:08

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nú, það verður þá að leiðréttast Axel. En hann hefur fylgt Samfylkingunni í t.d. ESB málum. Hann talaði fyrir hönd allra félagsmanna þar þó hann að sjálfsögðu átti að gera sér grein fyrir því að það eru skiptar skoðanir meðal félagsmanna um aðild að ESB og hann hafði bara ekkert umboð til þess. Það sem ég sé að starfi ASÍ í dag er sú heimska að leggja áherslu á launahækkanir félagsmanna en vera á sama tima á móti afnámi verðtryggingar. Það passar ekki vegna þess að þýðir ekkert að semja um kauphækkanir meðan verðtrygging er við lýði.Það hafa allir undanfarnir kjarasamningar sannað og alveg kominn tími á að menn átti sig á því.

Jósef Smári Ásmundsson, 20.9.2014 kl. 15:08

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Úrsögn Gylfa úr Samfylkingunni var einungis í orði, ekki á borði. Þetta var hanns síðasta hálmstrá haustið 2012, til að halda stöðu sinni innan ASÍ, eftir látlausa undirlægju við stjórnvöld sem ekki gerðu annað en að hækka álögur á fólki og afnema hin ýmsu réttindi þeirra, eins og t.d. aftengingu skattleysismarka við vísitölu. Í kjarasamningum nokkru fyrir, höfðu þáverandi stjórnvöld lagt tengingu skattleysismarka til kjarasamninga, svo undir þá væri hægt að skrifa. Þetta var því hreint og klárt brot á kjarasamningum, en Gylfi lét gott heita. 

Og svona til að uppfræða þig Axel, þá er mikill munur á flokkapólitík og almennri pólitík. Það er rétt sem Palme heitinn sagði, pólitík er að hafa skoðun. Flokkapólitík er hins vegar að aðhyllast einn ákveðinn stjórnmálaflokk og tala máli hanns gegnum þykkt og þunnt.

Vissulega hefur Gylfi verið duglegur að tala máli Samfylkingar og þó hann hafi sagt sig úr flokknum, þá hefur hann ekkert hætt stuðningi sínum við hann.

Þá má ekki gleyma þætti Gylfa í undirlægjuhætti við auðvaldið. Haustið 2008, rétt eftir fall bankanna, fól þáverandi félagsmálaráðherra Gylfa að skoða hvort rétt væri að aftengja vísitölu húsnæðislána tímabundið, eða þar til hagkerfið hefði náð jafnvægi. Það tók Gylfa einungis tæpa viku að komast að því að það mætti alls ekki gera. Ef vísitlan hefði verið aftengd lánum þá, væri ekki verið að leiðrétta þessi lán nú.

Gunnar Heiðarsson, 20.9.2014 kl. 16:22

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ASÍ-foringinn vaknar einu sinni á ári, og þá til þess eins að berjast fyrir öllu öðru en kaupmætti verkafólks!

ASÍ-foringinn fékk núna skipulagt og kjörið tækifæri, til að láta sína nánast ósýnilegu ljóstýru lýsa, í hannaðri og gjörspilltri atburðarrás leikritapólitíkurinnar.

Það vantar raunverulega verkalýðsforystu á Íslandi, sem skilur að verkalýðsforysta á einungis, og óskipt, að berjast fyrir mannsæmandi launum og kaupmætti verkafólks!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2014 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband