13.3.2007 | 00:03
"Velkominn í menninguna"
Þessi orð viðhafði Raggi Bjarna (í gríni auðvitað) á tónleikum Helenu Eyjólfs í Salnum í Kópavogi þann 11. mars s.l. Ég er engan vegin að setja út á Ragga Bjarna enda skemmtikraftur af Guðs náð. Heldur finnst mér orðasambandið alltaf jafn athyglisvert.
Sífellt minna heyrast þessi orð í dag en áður fyrr en samt sem áður enn til. Ef vísað væri til tónleikanna þá mætti frekar segja að Helena hefði fært okkur Akureyska menningu (sjá umfjöllun um tónleikana hér) og því ættu orðin vel við í því samhengi.
Menning er annars allstaðar þar sem fólk hefur samskipti á einhvern máta svo að menningin fyrir norðan er mikil og merkileg, alveg eins og hér fyrir sunnan. Menning er samt ekki bara tengd listum eða er betri eða verri en önnur menning.
Það ber því að þakka Helenu fyrir að færa okkur menningu frá Akureyri hingað suður og leyfa okkur að njóta þess. Enda eru tónleikar hennar alveg stórkostlegir. Meira af slíku takk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.