30.9.2014 | 08:59
Eitt af vandamálum regluveldisins
Það er alveg vitað að alltaf slæðist með afli sem ekki er ætlast til að veiða en hins vegar hefur íslenska regluveldið verið óvenju hljótt um þetta vandamál. Þegar spurt er um þetta þá er farið undan í flæmingi og talað um að sé ekki vandamál.
Vissulega þarf þetta ekki að vera vandamál en auðvitað kemur annar afli með og hvað er þá gert við hann? Í gagnsæju samfélagi þá kæmi allur afli að landi en ólíklegt að þannig sé málum farið þó meginhluti afla komi að landi. Líklegast er þetta svona ein af sveigjum íslenska fiskveiðikerfisins að viðurkenna skekkjumörk og meðafla.
Staðreyndin er sú að þessi meðafli hefur engin áhrif á heildarafla hér við land og því eðlilegt að leyfa þessa skekkju. Allt annar handleggur er síðan að fara yfir hvað felst í fiskveiðikerfinu sjálfu en hver vill svara því hvernig megi ná sáttum?
Svarið er allavega þannig að engin ein leið er rétt.
Túnfiskur fastur í geymslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.