7.10.2014 | 06:48
Tímarnir breytast
Ríkisútvarpið þarf að takast á við breytta tíma og breytt viðhorf til fjölmiðla. Því miður vill það við slíkar aðstæður að hvorki starfsmenn né hluti samfélagsins er tilbúinn til þess að breyta hjá sér. Illugi er að standa sig illa sem menntamálaráðherra og virðist engan veginn ná að leiða stofnunina inn á nýjar brautir (ekkert frekar en hvernig tekið er á LÍN málum).
Þar sem hvorki stjórnendur né stjórnmálamenn virðast geta séð hvernig megi takast á við breytta tíma þá er spurning um að leyfa almenningi að taka þátt í hugmyndavinnu um hvernig það sér fyrir sér framtíð Ríkisútvarpsins.
Það vantar sátt um þennan miðil ef hann á áfram að vera rekin af samfélaginu en til þess þarf miðillinn að uppfæra sig og breytast í takt við samfélagið.
Staðan markar tímamót í rekstri RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.