Hélt að í stjórnmálum væru flokkar

Brynjar segir að Bryndís ætti að hugsa um að skipta um lið. Stjórnmálaflokkur sem skiptir fólki í lið er nú varla mjög burðugur. Eru þá allir aðrir andstæðingar? Brynjar á til að koma með góða punkta en oftar skýtur hann langt yfir markið. Kannski hann ætti að koma sér í eitthvað lið og stilla miðið?

Bjarni á síðan að gera þessa umræðu opinbera með kostnað á hverja máltíð. Auðvitað er það útúr snúningur að nefna þessa tölu en eins og skýringunni frá ráðuneytinu þá er þetta hlutfall af gjöldum. Allir sem vilja reikna þetta notast við þessar tölur. ASÍ ætti kannski að svara af hverju útreikningar þeirra miða við þessa tölur.

Umræðan þarf líka að snúast um hvað verður til framtíðar. Þótt tímabundin hækkun matvæla hafi áhrif þá kemur lækkun vörugjalda inn sem nýtist fólki til lengri tími. Þannig verða áhrif hækkunar ekki eins mikil og ætla mætti en með útúr snúningi þá vissulega virðist þetta óyfirstíganlegt.


mbl.is Ætti að íhuga að fara í annað lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband