Eru ekki allir í áhættuhópi varðandi fíkniefni

Frekar skrýtin fyrirsögnin á þessari frétt því ætla mætti að allir væru í áhættuhópi gagnvart notkun fíkniefna og að missa sig í fíkninni. Enda segir yfirlæknirinn "sem og margir aðrir". 

Vissulega er það bagalegt að fólk fari svona með sig en þetta hefur reyndar fylgt mannkyninu frá upphafi að kunna sér ekki hóf.

Held að ráðið sé ekki að eltast við ákveðna hópa heldur reyna ná til fólks á einstaklings grundvelli. Ekki hef ég svarið hvernig slíkt væri gert. Hins vegar þegar lesin eru viðtöl við fólk sem nær sér frá fíkninni þá les ég alltaf að einsaklngsleg viðmið náðu að kalla fram breytingar. 

Það þarf sem sagt grundvöll sem miðar við einstaklinginn til að ná árangri. Nú er að leggja höfuðið í bleyti og finna þann grundvöll.


mbl.is Fólk með ADHD í áhættuhópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna er aldrei vitnað í ADHD-sérmenntaða, hæfa og vandaða geðlækna? Og ADHD-sérmenntaða, hæfa og vandaða sálfræðinga, sem gera vandaðar marktækar og traustar greiningar á ADHD?

Hvaða sérfræði-geðlæknis/sálfræði-menntun hefur Þórarinn Tyrfingsson á greiningum og meðhöndlun á ADHD?

Það er ADHD-fólk, sem ekki hefur fengið vandaða sérfræðigreiningu og meðferð á sínum heilastarfsemisröskunum, sem sendir eru inná Vog, og aftur frá Vogi, án nokkurrar hjálpar. Og til viðbótar við vanræksluna, blekkingarnar og lygina á þessu skrípasjúkrahúsi, þá fer þetta vanrækta og sjúka fólk með fordómastimpilinn með sér út í samfélagið. Það eigi bara að skammast sín til að haga sér rétt, eins og boðefni heilans starfi rétt! Og án vandaðrar greiningar og meðhöndlunar?

Fangelsin eru full af vanræktu ADHD-fólki, sem samfélagsfordómum og fáfræði er sigað endalaust á, með mannréttindabrotum og kerfissvikum. Fjölskyldum er sundrað með lygum frá svona svikasjúkrahúsi!

Heilbrigðiskerfið hefur komist upp með að vanrækja ADHD-sjúklinga, vegna lyga, blekkinga og vanhæfni frá yfirlækni Vogs, og lítilvirðingar á réttindum allra sjúklinga jafnt.

Hvernig væri að láta Þórarinn Tyrfingsson svara undanbragðalaust og sannleikanum samkvæmt, fyrst hann er alltaf spurður eins og hann sé sá eini, sem hægt er að spyrja?

Eða er hann kannski tjáningarheftur af sérhagsmunum óvandaðra Mollýmoðs-prósentuarðgreiðsla svartamarkaðsins?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.10.2014 kl. 10:51

2 identicon

Held að það sé til tölfræði sem að sýnir að fólk með ADHD sé líklegra til að verða fíklar. Veit ekki hvernig sú tölfræði er búinn til en hún er allavega til.

Málefnin (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 14:00

3 identicon

þessi umræða er alltaf svoldið sérstök. Ég er fullorðin með ADHD. þessi lyf hafa hjálpað mér en ekki aukið á minn vanda amk. Við sem erum með ADHD erum ekki öll fíklar eða verðandi fíklar. Mér finnst það liggja svoldið í orðum þessa læknis. Rétt lyf í réttum skömtum fyrir þá sem þurfa á þeim að halda er að hjálpa. Og þá er ég bæði að tala um ADHD sem og aðra sjúkdóma. Menn ættu að fara svoldið varlega í þessa umræðu finnst mér...

ólafur (IP-tala skráð) 26.10.2014 kl. 21:00

4 identicon

Að setja eit­ur­lyf ofan í bil­un í heil­an­um er mjög áhættu­samt,“ sagði Þór­ar­inn Tyrf­ings­son, yf­ir­lækn­ir á sjúkra­hús­inu Vogi á málþingi ADHD sam­tak­anna. „Það er al­veg ljóst að all­ir þeir sem eru með þenn­an sjúk­dóm,

Það er voðalega vont að sytja undir leiðbeiningum frá einhverjum sem obinberar fávísi sína svo berlega í inngangi, getið þið ekki sent blessuðum manninum grunn upplýsingar um ADHD svo hann haldi ekki áfram að gera sig að fífli og ómerkja annars ágætt starf sitt sem frömuður í baráttu við fíkniefni.

Kveðja

KE

KONRAD EYJOLFSSON (IP-tala skráð) 27.10.2014 kl. 00:24

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Að hjálpa fólki með ADHD er ekki að stimpla það sem líklegra til að vera fíklar. Alveg sammála því að Þórarinn er á mjög gráu svæði með sínar yfirlýsingar og nær væri að ráða þá sérfræðing í teymið þeirra til að takast betur á við fíkla sem einnig eru með ADHD. Hættum að stimpla og finnum leiðir til að hjálpa.

Rúnar Már Bragason, 27.10.2014 kl. 06:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband